Slógust á Selfossi og talið að myndband sé í dreifingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2022 14:51 Átökin brutust út við Vallaskóla á Selfossi. Árborg Til átaka kom meðal fjögurra drengja á unglingastigi á Selfossi um tíuleytið í morgun. Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjóra Vallaskóla til foreldra og forráðamanna. Hann segir hluta drengjanna nemendur við skólann og grunur á að myndskeið af átökunum sé í dreifingu. Hugrakkt starfsfólk hafi skorist í leikinn. Rúmar tvær vikur eru síðan Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu vegna vísbendinga um að börn á Selfossi boðuðu til átaka, tæki þau upp og deildu á samfélagsmiðlum. Málið væri litið alvarlegum augum. Átökin í morgun urðu fyrir utan Engjavegsanddyrið á Sólvöllum. Guðbjartur Ólason, skólastjóri í Vallaskóla, segir í tölvupóstinum að starfsfólk skólans hafa komið fljótt á vettvang og brugðist fagmannlega við. Enginn hafi hlotið verulega áverka í átökunum. „Atvikið er litið alvarlegum augum og fór af stað viðbragð, viðeigandi aðila, þ.e. lögreglu og barnaverndar,“ segir Guðbjartur. Að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig um atburðarásina og vísar til rannsóknarhagsmuna. Grunur sé uppi um að myndskeið af atvikinu sé til og í dreifingu. Biðlar Guðbjartur til foreldra að leita til lögreglu telji þeir að börn þeirra hafi myndskeiðið undir höndum. „Það slær okkur óhug þegar svona gerist en um leið er ég óskaplega feginn að ekki fór ferr,“ segir Guðbjartur. Starfsfólk hafi af hugrekki beitt sér í aðstæðunum, róað nemendur og fylgst með líðan þeirra. Málið sé nú í höndum skólastjóra og fyrrnefndra yfirvalda. Starfsfólk hafi fengið þau fyrirmæli að fylgjast áfram vel með líðan nemenda og beina þeim sem líður illa til viðtals hjá náms- og starfsráðgjafa. Þá eru foreldrar beðnir um að fylgjast með líðan barna sinna. Guðbjartur hyggst ávarpa nemendur á unglingastigi á sal á morgun. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Barnavernd Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Myndbönd í dreifingu af ofbeldi barna á Selfossi Vísbendingar eru um að börn á Selfossi boði til átaka, taki þau upp og deili svo á samfélagsmiðlum eða á öðrum vefsíðum á Internetinu. 14. febrúar 2022 16:15 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Rúmar tvær vikur eru síðan Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér tilkynningu vegna vísbendinga um að börn á Selfossi boðuðu til átaka, tæki þau upp og deildu á samfélagsmiðlum. Málið væri litið alvarlegum augum. Átökin í morgun urðu fyrir utan Engjavegsanddyrið á Sólvöllum. Guðbjartur Ólason, skólastjóri í Vallaskóla, segir í tölvupóstinum að starfsfólk skólans hafa komið fljótt á vettvang og brugðist fagmannlega við. Enginn hafi hlotið verulega áverka í átökunum. „Atvikið er litið alvarlegum augum og fór af stað viðbragð, viðeigandi aðila, þ.e. lögreglu og barnaverndar,“ segir Guðbjartur. Að öðru leyti geti hann ekki tjáð sig um atburðarásina og vísar til rannsóknarhagsmuna. Grunur sé uppi um að myndskeið af atvikinu sé til og í dreifingu. Biðlar Guðbjartur til foreldra að leita til lögreglu telji þeir að börn þeirra hafi myndskeiðið undir höndum. „Það slær okkur óhug þegar svona gerist en um leið er ég óskaplega feginn að ekki fór ferr,“ segir Guðbjartur. Starfsfólk hafi af hugrekki beitt sér í aðstæðunum, róað nemendur og fylgst með líðan þeirra. Málið sé nú í höndum skólastjóra og fyrrnefndra yfirvalda. Starfsfólk hafi fengið þau fyrirmæli að fylgjast áfram vel með líðan nemenda og beina þeim sem líður illa til viðtals hjá náms- og starfsráðgjafa. Þá eru foreldrar beðnir um að fylgjast með líðan barna sinna. Guðbjartur hyggst ávarpa nemendur á unglingastigi á sal á morgun.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Barnavernd Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Myndbönd í dreifingu af ofbeldi barna á Selfossi Vísbendingar eru um að börn á Selfossi boði til átaka, taki þau upp og deili svo á samfélagsmiðlum eða á öðrum vefsíðum á Internetinu. 14. febrúar 2022 16:15 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Myndbönd í dreifingu af ofbeldi barna á Selfossi Vísbendingar eru um að börn á Selfossi boði til átaka, taki þau upp og deili svo á samfélagsmiðlum eða á öðrum vefsíðum á Internetinu. 14. febrúar 2022 16:15