Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2022 08:12 Rússar gætu átt von á fimmtán ára fangelsisvist segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu í Úkraínu. Getty/Russian State Duma Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. Þriðja umræða um frumvarpið fór fram í rússneska þinginu í morgun áður en hún var svo samþykkt. Samkvæmt þessum nýju lögum gætu Rússar átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist dreifi þeir falsfréttum, sem hafi alvarleg áhrif, af innrás Rússa í Úkraínu. Fréttastofa Reuters greinir frá samþykktinni. Russian Duma passes a law criminalizing distribution of fake news about the Russian military with up to 15 years in prison.Calling for people to attend anti-war protests in Russia will now carry a penalty of up to 5 years in prison.Repression in Russia accelerating rapidly — Dmitri Alperovitch (@DAlperovitch) March 4, 2022 Rússar mega nú hvorki tala um stríðið sem stríð, innrás eða áras, enda vilja rússnesk stjórnvöld meina að um „sértækja hernaðaraðgerð“ sé að ræða til þess að koma stjórnvöldum, sem hylmi yfir nasista og dópista, frá völdum. Þá sé hernaðaraðgerðin auk þess til þess gerð að stöðva þjóðarmorðið sem úkraínsk stjórnvöld hafi framið á íbúum austurhéraða Úkraínu undanfarin ár. Það ber að taka fram að engar haldbærar sannanir liggja fyrir um þessar ásakanir Rússa. Í gær var fjölmiðlum í Rússlandi lokað fyrir að fylgja ekki skipunum frá Kreml um umfjöllun um innrás Rússlands í Úkraínu og margir rússneskir blaðamenn hafa nú yfirgefið landið. Þar á meðal eru erlendir blaðamenn sem segja mikla óreiðu á landamærum Rússlands. Sögusagnir hafa verið á kreiki um það að Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætli að setja herlög og loka landamærunum. Þá óttast fólk að vera kvatt í herinn og þvingað til að taka þátt í hernaði. I've lived & reported in Russia for more than 10 years & have seen people get kicked out of the country. But this was the 1st time there seemed to be a real risk of being kept in it. (Though you'd hope foreigners would be allowed to slide) https://t.co/JxF9NHNTif— Alec Luhn (@ASLuhn) March 3, 2022 Þá hafa rússneskir þingmenn lagt fram frumvarp sem snýr að því að þvinga fólk, sem hefur verið handtekið fyrir að mótmæla innrásinni í Úkraínu, í rússneska herinn. Þingmennirnir sem lögðu fram frumvarpið tilheyra minnihluta í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Kevin Rothrock blaðamaður sagðist í gær telja ólíklegt að tillagan verði samþykkt. Þess í stað sé frumvarpinu ætlað að hræða rússneskan almenning og koma í veg fyrir mótmæli gegn innrásinni. A note of caution here: The draft legislation about conscripting anti-war protesters was introduced by minority party deputies. Informed people say this is a scare tactic by the authorities that’s unlikely to pass. I, for one, would be scared. https://t.co/KdGprG09Hj— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 3, 2022 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Þriðja umræða um frumvarpið fór fram í rússneska þinginu í morgun áður en hún var svo samþykkt. Samkvæmt þessum nýju lögum gætu Rússar átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist dreifi þeir falsfréttum, sem hafi alvarleg áhrif, af innrás Rússa í Úkraínu. Fréttastofa Reuters greinir frá samþykktinni. Russian Duma passes a law criminalizing distribution of fake news about the Russian military with up to 15 years in prison.Calling for people to attend anti-war protests in Russia will now carry a penalty of up to 5 years in prison.Repression in Russia accelerating rapidly — Dmitri Alperovitch (@DAlperovitch) March 4, 2022 Rússar mega nú hvorki tala um stríðið sem stríð, innrás eða áras, enda vilja rússnesk stjórnvöld meina að um „sértækja hernaðaraðgerð“ sé að ræða til þess að koma stjórnvöldum, sem hylmi yfir nasista og dópista, frá völdum. Þá sé hernaðaraðgerðin auk þess til þess gerð að stöðva þjóðarmorðið sem úkraínsk stjórnvöld hafi framið á íbúum austurhéraða Úkraínu undanfarin ár. Það ber að taka fram að engar haldbærar sannanir liggja fyrir um þessar ásakanir Rússa. Í gær var fjölmiðlum í Rússlandi lokað fyrir að fylgja ekki skipunum frá Kreml um umfjöllun um innrás Rússlands í Úkraínu og margir rússneskir blaðamenn hafa nú yfirgefið landið. Þar á meðal eru erlendir blaðamenn sem segja mikla óreiðu á landamærum Rússlands. Sögusagnir hafa verið á kreiki um það að Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætli að setja herlög og loka landamærunum. Þá óttast fólk að vera kvatt í herinn og þvingað til að taka þátt í hernaði. I've lived & reported in Russia for more than 10 years & have seen people get kicked out of the country. But this was the 1st time there seemed to be a real risk of being kept in it. (Though you'd hope foreigners would be allowed to slide) https://t.co/JxF9NHNTif— Alec Luhn (@ASLuhn) March 3, 2022 Þá hafa rússneskir þingmenn lagt fram frumvarp sem snýr að því að þvinga fólk, sem hefur verið handtekið fyrir að mótmæla innrásinni í Úkraínu, í rússneska herinn. Þingmennirnir sem lögðu fram frumvarpið tilheyra minnihluta í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Kevin Rothrock blaðamaður sagðist í gær telja ólíklegt að tillagan verði samþykkt. Þess í stað sé frumvarpinu ætlað að hræða rússneskan almenning og koma í veg fyrir mótmæli gegn innrásinni. A note of caution here: The draft legislation about conscripting anti-war protesters was introduced by minority party deputies. Informed people say this is a scare tactic by the authorities that’s unlikely to pass. I, for one, would be scared. https://t.co/KdGprG09Hj— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 3, 2022
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira