Atli Barkarson var á sínum stað í vinstri vængbakverði heimamanna í SönderjyskE og þá var Kristófer Ingi Kristinsson fremsti maður. Hjá gestunum var Aron Elís Þrándarson á bekknum en hann er að koma til baka eftir meiðsli.
#StopTheWar pic.twitter.com/pGRE20juCy
— SønderjyskE Fodbold (@SEfodbold) March 6, 2022
Gestirnir frá OB byrjuðu leikinn mun betur og kom Max Fenger þeim yfir á 15. mínútu. Þegar tæpur hálftími var liðinn bætti Sander Svendsen við marki fyrir OB og staðan 2-0 gestunum í vil í hálfleik.
Báðir Íslendingarnir voru teknir af velli í hálfleik og tók það Emil Berggreen – sem kom inn af bekknum fyrir Atla – minnkaði muninn á 48. mínútu. Hann var svo aftur að verki þegar stundarfjórðungur lifði leiks og staðan orðin 2-2.
Aron Elís var sendur á vettvang skömmu síðar en leiknum lauk á endanum með 2-2 jafntefli. Það þýðir að OB er áfram í 9. sæti, nú með 21 stig, á meðan SönderjyskE er fast á botni deildarinnar með aðeins 11 stig.