Ellefu MR-ingar röðuðu sér í sautján efstu sætin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2022 11:05 Keppendur í húsakynnum HR um helgina þegar gögnin voru afhent. Aðsend Ellefu nemendur við Menntaskólann í Reykjavík höfnuðu í efstu sautján sætunum í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema sem fram fór um helgina. Þrjátíu keppendur mættu til leiks og fór svo að Benedikt Vilji Magnússon úr MR sigraði með 52 stigum af 60 mögulegum. Í 2. sæti var Sverrir Hákonarson, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, með 49 stig, í 3. sæti með 40 stig var Selma Rebekka Kattoll úr Menntaskólanum í Reykjavík og í 4. sæti með 39 stig var Ragna María Sverrisdóttir úr Verzlunarskóla Íslands. Nemendur í 17 efstu sætunum munu taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni fyrir Íslands hönd þann 4. apríl næstkomandi. Til að taka þátt í Ólympíukeppninni í stærðfræði þurfa nemendur að standa sig vel í forkeppni og vera yngri en 20 ára þegar keppnin fer fram í júlí. Þremur nemendum hefur nú þegar verið boðið að taka sæti í sex manna liði Íslands fyrir Ólympíukeppnina í Osló í Noregi í ár en það eru þau Benedikt Vilji, Sverrir og Ragna María. Selma Rebekka verður því miður nýorðin tvítug þegar keppnin fer fram. Ragna María er á fyrsta ári í Verzlunarskólanum og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. Hvaða þrír nemendur til viðbótar bætast í sex manna lið Íslands mun ráðast að lokinni Norrænu keppninni. Það getur verið gott að gæða sér á skúffuköku og mjólk á milli þess sem hann reiknar stærðfræði.Aðsend Úrslit voru tilkynnt í verðlaunahófi í Háskólanum í Reykjavík sunnudaginn 6. mars. Farið var yfir stærðfræðikeppnisárið og viðurkenningar afhentar, en efstu keppendur hlutu auk þess peningaverðlaun; 50 þúsund fyrir 1. sæti, 30 þúsund fyrir 2. sæti og 20 þúsund fyrir 3. sæti. Keppnin er undirbúin í sjálfboðaliðastarfi nefndar á vegum Stærðfræðafélags Íslands og Félags raungreinakennara og fyrir úrslitakeppnina lagði Háskólinn í Reykjavík til húsnæði og kaffiveitingar. Alls 215 nemendur víðs vegar af landinu úr 16 framhaldsskólum tóku þátt í forkeppninni í ár, en þeim rétt rúmlega fjörutíu sem bestum árangri náðu þá var boðið til leiks í úrslitum. Hafa þeir nemendur fengið send æfingardæmi í vetur, til undirbúnings fyrir úrslitarimmuna. Lokakeppnin samanstóð af sex verkefnum sem nemendur fengu fjóra tíma til að glíma við. Bestum árangri náðu þau í dæmi 3 en það var á þessa leið: Hver er mesti fjöldi búta sem fæst þegar hringskífu er skipt með 6 beinum línum? Vitanlega þurfti rökstuðningur að fylgja svarinu. Í efstu 17 sætunum voru eftirfarandi nemendur sem taka munu þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni þann fyrsta apríl: 1. Benedikt Vilji Magnússon - Menntaskólanum í Reykjavík 2. Sverrir Hákonarson - Verzlunarskóli Íslands 3. Selma Rebekka Kattoll - Menntaskólanum í Reykjavík 4. Ragna María Sverrisdóttir - Verzlunarskóli Íslands 5. Kirill Zolotuskiy - Menntaskólanum í Reykjavík 6. Kristján Dagur Jónsson - Menntaskólanum í Reykjavík 7. Hrafnkell Hvanndal Halldórsson - Menntaskólanum í Reykjavík 8.-9. Gústav Nilsson - Verzlunarskóla Íslands 8.-9. Arnar Dór Vignisson - Menntaskólanum í Reykjavík 10. Viktor Már Guðmundsson - Menntaskólanum í Reykjavík 11. Einar Andri Víðisson - Menntaskólanum í Reykjavík 12.-14. Ísak Norðfjörð - Menntaskólanum í Reykjavík 12.-14. Freyr Víkingur Einarsson - Menntaskólanum við Hamrahlíð 12.-14. Ingi Hrannar-Pálmason - Menntaskólanum á Akureyri 15.-16. Veigar Elí Grétarsson - Verzlunarskóla Íslands 15.-16. Matthías Andri Hrafnkelsson - Menntaskólanum í Reykjavík 17. Matthildur Peta Jónsdóttir - Menntaskólanum í Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Í 2. sæti var Sverrir Hákonarson, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, með 49 stig, í 3. sæti með 40 stig var Selma Rebekka Kattoll úr Menntaskólanum í Reykjavík og í 4. sæti með 39 stig var Ragna María Sverrisdóttir úr Verzlunarskóla Íslands. Nemendur í 17 efstu sætunum munu taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni fyrir Íslands hönd þann 4. apríl næstkomandi. Til að taka þátt í Ólympíukeppninni í stærðfræði þurfa nemendur að standa sig vel í forkeppni og vera yngri en 20 ára þegar keppnin fer fram í júlí. Þremur nemendum hefur nú þegar verið boðið að taka sæti í sex manna liði Íslands fyrir Ólympíukeppnina í Osló í Noregi í ár en það eru þau Benedikt Vilji, Sverrir og Ragna María. Selma Rebekka verður því miður nýorðin tvítug þegar keppnin fer fram. Ragna María er á fyrsta ári í Verzlunarskólanum og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. Hvaða þrír nemendur til viðbótar bætast í sex manna lið Íslands mun ráðast að lokinni Norrænu keppninni. Það getur verið gott að gæða sér á skúffuköku og mjólk á milli þess sem hann reiknar stærðfræði.Aðsend Úrslit voru tilkynnt í verðlaunahófi í Háskólanum í Reykjavík sunnudaginn 6. mars. Farið var yfir stærðfræðikeppnisárið og viðurkenningar afhentar, en efstu keppendur hlutu auk þess peningaverðlaun; 50 þúsund fyrir 1. sæti, 30 þúsund fyrir 2. sæti og 20 þúsund fyrir 3. sæti. Keppnin er undirbúin í sjálfboðaliðastarfi nefndar á vegum Stærðfræðafélags Íslands og Félags raungreinakennara og fyrir úrslitakeppnina lagði Háskólinn í Reykjavík til húsnæði og kaffiveitingar. Alls 215 nemendur víðs vegar af landinu úr 16 framhaldsskólum tóku þátt í forkeppninni í ár, en þeim rétt rúmlega fjörutíu sem bestum árangri náðu þá var boðið til leiks í úrslitum. Hafa þeir nemendur fengið send æfingardæmi í vetur, til undirbúnings fyrir úrslitarimmuna. Lokakeppnin samanstóð af sex verkefnum sem nemendur fengu fjóra tíma til að glíma við. Bestum árangri náðu þau í dæmi 3 en það var á þessa leið: Hver er mesti fjöldi búta sem fæst þegar hringskífu er skipt með 6 beinum línum? Vitanlega þurfti rökstuðningur að fylgja svarinu. Í efstu 17 sætunum voru eftirfarandi nemendur sem taka munu þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni þann fyrsta apríl: 1. Benedikt Vilji Magnússon - Menntaskólanum í Reykjavík 2. Sverrir Hákonarson - Verzlunarskóli Íslands 3. Selma Rebekka Kattoll - Menntaskólanum í Reykjavík 4. Ragna María Sverrisdóttir - Verzlunarskóli Íslands 5. Kirill Zolotuskiy - Menntaskólanum í Reykjavík 6. Kristján Dagur Jónsson - Menntaskólanum í Reykjavík 7. Hrafnkell Hvanndal Halldórsson - Menntaskólanum í Reykjavík 8.-9. Gústav Nilsson - Verzlunarskóla Íslands 8.-9. Arnar Dór Vignisson - Menntaskólanum í Reykjavík 10. Viktor Már Guðmundsson - Menntaskólanum í Reykjavík 11. Einar Andri Víðisson - Menntaskólanum í Reykjavík 12.-14. Ísak Norðfjörð - Menntaskólanum í Reykjavík 12.-14. Freyr Víkingur Einarsson - Menntaskólanum við Hamrahlíð 12.-14. Ingi Hrannar-Pálmason - Menntaskólanum á Akureyri 15.-16. Veigar Elí Grétarsson - Verzlunarskóla Íslands 15.-16. Matthías Andri Hrafnkelsson - Menntaskólanum í Reykjavík 17. Matthildur Peta Jónsdóttir - Menntaskólanum í Reykjavík
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent