Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2022 20:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/vilhelm Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar fagnar skýrslu um orkumál sem kom út í gær. Hún telur að ef taka eigi út bensín og olíu þá þurfi að setja eitthvað nýtt inn í staðinn. „Við erum auðvitað að tala um það mikið magn að við sjáum það að það þurfi auðvitað nýja orku þarna inn,“ sagði Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti hér innanlands. Þurfum við ekki að virkja ef við ætlum að ná markmiðum um orkuskipti? „Ég held að það hafi ekki nokkur maður neitað því að það sé mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum. Spurningin er hversu mikið? Hvernig getum við nýtt núverandi virkjanir betur eins og hefru verið rætt og boðað að þurfi að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún segir að horfa þurfi til annarra möguleika en vatnsaflsvirkjana. Til að mynda vindorkuvera. Tímafrekt að reisa virkjun Formaður starfshópsins sem vann skýrsluna sagði í gær að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 Megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Kristín segir að það taki tíu til fimmtán ár að hanna og gera rannsóknir svo hægt sé að sækja um leyfi og svo taki fimm ár að byggja virkjun. „Þannig að við erum auðvitað að sjá það að tímaramminn fyrir svona stærri virkjanaframkvæmdir er auðvitað dálítið langur þannig við verðum að vera líka dálítið skynsöm í því hve miklum árangri við getum náð,“ sagði Kristín. Kristín Linda Árnadóttir er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunnar.arnar halldórsson Flokkur Katrínar hefur verið hvað andvígastur virkjunum í gegnum tíðina. Katrín segir Vinstri græna standa fremst í flokki í loftslagsmálum og því telji flokkurinn mikilvægt að taka ákvarðanir um virkjanir frá faglegum forsendum. „Þess vegna höfum við viljað halda í þetta ferli rammaáætlunar og tryggja að við séum þar líka ekki bara að ákveða kosti til að virkja til framtíðar heldur líka hvaða svæði við ætlum að vernda til framtíðar,“ sagði Katrín. Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsvirkjun Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar fagnar skýrslu um orkumál sem kom út í gær. Hún telur að ef taka eigi út bensín og olíu þá þurfi að setja eitthvað nýtt inn í staðinn. „Við erum auðvitað að tala um það mikið magn að við sjáum það að það þurfi auðvitað nýja orku þarna inn,“ sagði Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti hér innanlands. Þurfum við ekki að virkja ef við ætlum að ná markmiðum um orkuskipti? „Ég held að það hafi ekki nokkur maður neitað því að það sé mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum. Spurningin er hversu mikið? Hvernig getum við nýtt núverandi virkjanir betur eins og hefru verið rætt og boðað að þurfi að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún segir að horfa þurfi til annarra möguleika en vatnsaflsvirkjana. Til að mynda vindorkuvera. Tímafrekt að reisa virkjun Formaður starfshópsins sem vann skýrsluna sagði í gær að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 Megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Kristín segir að það taki tíu til fimmtán ár að hanna og gera rannsóknir svo hægt sé að sækja um leyfi og svo taki fimm ár að byggja virkjun. „Þannig að við erum auðvitað að sjá það að tímaramminn fyrir svona stærri virkjanaframkvæmdir er auðvitað dálítið langur þannig við verðum að vera líka dálítið skynsöm í því hve miklum árangri við getum náð,“ sagði Kristín. Kristín Linda Árnadóttir er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunnar.arnar halldórsson Flokkur Katrínar hefur verið hvað andvígastur virkjunum í gegnum tíðina. Katrín segir Vinstri græna standa fremst í flokki í loftslagsmálum og því telji flokkurinn mikilvægt að taka ákvarðanir um virkjanir frá faglegum forsendum. „Þess vegna höfum við viljað halda í þetta ferli rammaáætlunar og tryggja að við séum þar líka ekki bara að ákveða kosti til að virkja til framtíðar heldur líka hvaða svæði við ætlum að vernda til framtíðar,“ sagði Katrín.
Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsvirkjun Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira