Svíar stórauka framlög sín til varnarmála Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 09:01 Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. EPA Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að til standi að stórauka framlög til varnarmála og að miðað verði við að tvö prósent af vergri landsframleiðslu verði lögð til málaflokksins. Þá verður fleirum gert að gegna herskyldu. Um sama hlutfall er að ræða og NATO hefur hvatt aðildarríki sín til að leggja í varnarmál, en Svíþjóð er ekki aðili að bandalaginu. Framlög Svía til varnarmála voru 61 milljarður sænskra króna á síðasta ári. Sé miðað við tvö prósent af vergri landsframleiðslu yrðu framlögin 108 milljarðar sænskra króna. Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði á blaðamannafundi í morgun að um gríðarlega útgjaldaaukningu væri að ræða sem einungis sé hægt bera saman við þá sem varð á sjötta áratug síðustu aldar. Svíar lögðu síðast tvö prósent af vergri landsframleiðslu til varnarmála undir lok tíunda áratugarins, en ástæða aukinna útgjalda til varnarmála nú er ástandið í Úkraínu og austurhluta Evrópu. Forsætisráðherrann Magdalena Andersson segist vona að hægt verði að auka framlögin „eins fljótt og auðið er“, en Hultqvist segir að það komi til með að taka tíma að byggja upp herinn. Fylgja í fórspor Dana Danska ríkisstjórnin tilkynnti í síðustu viku að hún ætli sér einnig að stórauka framlög sín til varnarmála og sömuleiðis taka upp viðræður við Bandaríkin um varnarsamstarf sem gæti að falið í sér að bandarískir hermenn gætu stigið á danska jörð. Þá hefur sömuleiðis verið boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku í júní um hvort að Danir eigi að hefja þátttöku í varnarsamstarfi Evrópusambandsins, en Danmörk er nú eina aðildarríki sambandsins sem stendur utan þess. Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku Dana í varnarsamstarfi ESB Dönsk stjórnvöld munu auka framlög sín til varnarmála á næstu árum á þann veg að árið 2033 munu tvö prósent af vergri landsframleiðslu renna til málaflokksins. Þá stendur til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar um þátttöku Danmerkur í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. 7. mars 2022 08:49 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira
Um sama hlutfall er að ræða og NATO hefur hvatt aðildarríki sín til að leggja í varnarmál, en Svíþjóð er ekki aðili að bandalaginu. Framlög Svía til varnarmála voru 61 milljarður sænskra króna á síðasta ári. Sé miðað við tvö prósent af vergri landsframleiðslu yrðu framlögin 108 milljarðar sænskra króna. Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði á blaðamannafundi í morgun að um gríðarlega útgjaldaaukningu væri að ræða sem einungis sé hægt bera saman við þá sem varð á sjötta áratug síðustu aldar. Svíar lögðu síðast tvö prósent af vergri landsframleiðslu til varnarmála undir lok tíunda áratugarins, en ástæða aukinna útgjalda til varnarmála nú er ástandið í Úkraínu og austurhluta Evrópu. Forsætisráðherrann Magdalena Andersson segist vona að hægt verði að auka framlögin „eins fljótt og auðið er“, en Hultqvist segir að það komi til með að taka tíma að byggja upp herinn. Fylgja í fórspor Dana Danska ríkisstjórnin tilkynnti í síðustu viku að hún ætli sér einnig að stórauka framlög sín til varnarmála og sömuleiðis taka upp viðræður við Bandaríkin um varnarsamstarf sem gæti að falið í sér að bandarískir hermenn gætu stigið á danska jörð. Þá hefur sömuleiðis verið boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku í júní um hvort að Danir eigi að hefja þátttöku í varnarsamstarfi Evrópusambandsins, en Danmörk er nú eina aðildarríki sambandsins sem stendur utan þess.
Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku Dana í varnarsamstarfi ESB Dönsk stjórnvöld munu auka framlög sín til varnarmála á næstu árum á þann veg að árið 2033 munu tvö prósent af vergri landsframleiðslu renna til málaflokksins. Þá stendur til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar um þátttöku Danmerkur í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. 7. mars 2022 08:49 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira
Halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku Dana í varnarsamstarfi ESB Dönsk stjórnvöld munu auka framlög sín til varnarmála á næstu árum á þann veg að árið 2033 munu tvö prósent af vergri landsframleiðslu renna til málaflokksins. Þá stendur til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar um þátttöku Danmerkur í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. 7. mars 2022 08:49