Mannræktarverkefni sem fór í háaloft þegar krumpað hótunarbréf kom inn um lúguna Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2022 15:00 Ísak Andri Ólafsson og Snæbjörn Guðmundsson fóru um tíma með stjórn Zuism. Aðsend/Samsett Þegar trúleysingjarnir Snæbjörn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson uppgötvuðu að til stæði að afskrá trúarfélagið Zuism sáu þeir kjörið tækifæri til að mótmæla stöðu trúmála á Íslandi og sýna fram á ankannaleika kerfisins. Sú vegferð átti eftir að reynast þyrnum stráð og endaði með því að bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið. Annar dagur aðalmeðferðar í máli héraðsaksóknara gegn bræðrunum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ágúst og Einar stofnuðu Zuism ásamt Ólafi Helga Þorgrímssyni og fengu það skráð sem trúfélag hjá stjórnvöldum árið 2013. Ólafur sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að Einar hafi kynnt hugmyndina fyrir sér og óskað eftir því að hann yrði skráður forstöðumaður félagsins. Ólafur féllst á það sagðist hafa litið svo á að einkennismerki Zuism væri manngæska og mannrækt. „Hugurinn minn var alveg hreinn í þessu máli og þeirra eins og ég upplifði það, þetta var bara spennandi á sínum tíma,“ sagði Ólafur. Félagið hafi þó eiginlega aldrei farið almennilega af stað og fljótlega hafi hann hætt öllum afskiptum af Zuism af persónulegum ástæðum. „Upprunalega var ég mjög spenntur að finna lausnir þarna til að nýta trúna til koma góðri mannrækt af stað og þess háttar en það kom aldrei til þess einhvern veginn.“ Eftir þetta hafi trúfélagið í raun verið óvirkt. Sáu kjörið tækifæri Snæbjörn Guðmundsson var meðal þeirra sem tóku yfir Zuism árið 2015 og stýrði hann því um tíma. Hann sagði fyrir dómi að hópurinn hafi frétt að einungis væru þrír eða fjórir félagar skráðir í trúfélagið, starfsemi þess hafi verið lítil og til stæði að afskrá það. „Við sáum þar tækifæri til að taka yfir trúfélagið og nota það til að mótmæla sóknargjaldakerfinu.“ Sú hugmynd hafi snemma komið upp að greiða sóknargjöldin út til meðlima trúfélagsins til að mótmæla kerfinu í verki og hann hafi haft slíkar hugmyndir í kollinum í þó nokkurn tíma. Var talið að um væri að ræða tólf þúsund krónur á einstakling á ársgrundvelli og stóð til að greiða hverju einustu krónu út úr félaginu hvert ár. Þá ætlaði stjórnin að gefa vinnu sína. Um 40 manna grasrótarhópur kom að yfirtökunni. Hundrað milljóna króna hjónavígslur „Þetta var öðrum þræði til gamans og til að benda á þessa feila í kerfinu,“ sagði Snæbjörn. Á sama tíma hafi verið að reynt að uppfylla þau skilyrði sem gerð voru til skráðra trúfélaga sem fengu sóknargjöld frá ríkinu. Samkvæmt lögum þurfa slík félög að bjóða upp á athafnir á borð við útfarir, giftingar og skírnir og þarf kjarni félagsmanna að taka þátt í reglulegum samkomum. Snæbjörn sagði fyrir héraðsdómi að nýir stjórnendur félagsins hafi haft lítinn áhuga á því að standa fyrir athöfnum og talið að borgaralegar athafnir ættu ekki að vera á borði trúfélaga. Því hafi til að mynda verið ákveðið að bjóða upp á hjónavígslur gegn 100 milljóna króna greiðslu sem var augljóslega ætlað að vera fráhrindandi. Fram hefur komið í fyrri dómsmálum og fjölmiðlaumfjöllun að algengustu samkomurnar á vegum Zuism hafi verið svokallaðar „bjór og bæn,“ samverustundir sem gjarnan fóru fram á veitingahúsum. Enginn skráð sig af trúarlegum ástæðum Eftir að yfirtakan á trúfélaginu gekk eftir voru Snæbjörn og Ísak Andri Ólafsson, þáverandi forstöðumaður Zuism, áberandi í fjölmiðlum og lofuðu því að endurgreiða félagsmönnum sóknargjöldin. Snæbjörn sagði í skýrslutöku fyrir héraðsdómi að viðtökur hafi farið langt fram úr þeirra björtustu vonum og allt í einu hafi um þrjú þúsund einstaklingar verði skráðir í Zuism. Aðspurður um hvort hann teldi að fólk hafi skráð sig í Zuism af trúarlegum ástæðum eða til að fá endurgreiðslu sóknargjalda sagði Snæbjörn að hann hafi ekki orðið var við að fólk hafi skráð sig því það trúði á speki Zuism. Raunar efist hann um að nokkur þessara nýskráðu meðlima hafi fylgt þessum trúarbrögðum. Vandi með rekstrarfélagið Það sem flækti stöðuna er að þrátt fyrir að yfirtökuhópurinn, sem titlaði sig Öldungaráð zúista, hafi á þessum tímapunkti verið búinn að ná völdum í trúfélaginu stýrði hann ekki rekstrarfélaginu sem Ágúst Arnar og Einar stofnuðu fyrir það á sínum tíma. Snæbjörn sagði hópurinn hafi vitað af rekstrarfélaginu en ekki hver stýrði því. Fulltrúi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra hafi komið þeim í skilning um að það væri hægt að stofna nýtt rekstrarfélag eftir að búið væri að taka yfir trúfélagið. Rekstarfélög trúfélaga sjá meðal annars um að taka við sóknargjaldsgreiðslum frá ríkinu. Hann sagði jafnframt að það hafi ekki hvarflað að þeim að þeir sem hafi áður verið skráðir í stjórn Zuism ættu eftir að bregðast við yfirtökunni. Fulltrúi sýslumanns hafi sagt að þeir aðilar hafi ekki sýnt félaginu neinn áhuga. Vildu fara gætilega í samskiptum Að sögn Snæbjörns settu Ágúst og Einar sig fyrst í samband við nýja stjórn eftir að búið var að fjalla um endurgreiðslufyrirætlanirnar í fjölmiðlum. Þarna fyrst hafi hópurinn áttað sig á tengslum bræðranna við félagið og þeim hafi ekki litið sérstaklega vel á blikuna. Ágúst og Einar hafi á þessum tíma helst verið þekktir fyrir tengsl sín við fjársvikamál og ýmsa vafasama gjörninga. Árið 2017 var Einar dæmdur í fangelsi fyrir að svíkja 74 milljónir króna af fjórum einstaklingum. Landsréttur staðfesti dóminn í nóvember ári síðar. Snæbjörn sagði að hópurinn hafi ákveðið að fara gætilega í samskiptum sínum við bræðurna í ljósi fortíðar þeirra. „Svo fór þetta allt í háaloft. Það sem átti að vera skemmtilegur aktívismi voru bara tóm leiðindi í töluverðan tíma,“ bætti Snæbjörn við. Nýja stjórnin hafi þarna óskað eftir því að Fjársýsla ríkisins myndi frysta greiðslur sóknargjalda til Zuism þangað til að það lægi fyrir hverjir væru með raunveruleg yfirráð yfir félaginu. Ágúst Arnar Ágústsson.Vísir/Vilhelm Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra samþykkti í júní 2015 að áðurnefndur Ísak yrði nýr forstöðumaður Zuism þar sem enginn annar hafði gengist við félaginu. Líkt og Snæbjörn sagðist Ísak ekki hafa vitað hver hafi upphaflega komið að stofnun trúfélagsins og hver færi með stjórn rekstrarfélagsins. „Hefðum við vitað að það væru þessir tveir menn áður en við fórum í þetta þá hefðum við hugsað okkur tvisvar um,“ sagði Ísak við aðalmeðferðina. Hann hefði talið að um væri að ræða trúarhobbíista sem hafi einfaldlega misst áhuga. Síðar átti Ágúst eftir að gera tilkall til yfirráða í trúarfélaginu og fjármunanna sem þúsundir nýrra félagsmanna áttu eftir að færa því. Ísak segir að hópurinn hafi upphaflega talið að það væri nóg að vera með trúfélagið. Síðar hafi komið í ljós að það væri erfiðara sagt en gert að stofna nýtt rekstrarfélag og öll sóknargjöldin væru á leið til rekstrarfélagsins, sem væri undir stjórn Ágústs og Einars. „Þetta var bara vankunnátta hjá okkur,“ sagði Ísak við aðalmeðferðina. Fljótlega farið í hart Snæbjörn segir að það hafi verið tortryggilegt að Einar og Ágúst hafi ekki sýnt yfirtökunni neinn áhuga fyrr en fjallað var um að gríðarlegur fjöldi hafi skráð sig í félagið og miklir peningar væru í húfi. „Þá birtast þeir allt í einu og reyna að hringja í okkur,“ sagði Ísak og bætti við að bræðurnir hafi endilega viljað hitta forsvarsmenn hópsins til að fá þá til að skrifa undir einhverja ónefnda pappíra. Ísak bætti við að erindið hafi verið óljóst og hann hafi óskað eftir því að öll framtíðar samskipti yrðu skrifleg svo þau væru skjalfest. Í kjölfarið hafi svartur bíll mætt fyrir utan heimili hans klukkan tíu á laugardagskvöldi og krumpuðu hótunarbréf verið troðið inn um lúguna, sem hafi verið heldur óþægileg upplifun. Ísak segir að í bréfinu hafi því verið hótað að hann yrði kærður ef hann myndi ekki loka Facebook- og Twitter-aðgöngum sem báru heiti Zuism. Bréfið hafi verið skrifað í nafni lögfræðings Einars og Ágústs. Deilurnar um stjórn félagsins héldu áfram og í janúar 2017 úrskurðaði innanríkisráðuneytið að Ágúst ætti réttmætt tilkall til félagsins og setti Ísak af sem forstöðumann. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra viðurkenndi Ágúst sem forstöðumann Zuism í október sama ár. Þá greiddi Fjársýsla ríkisins félaginu út rúmar 53 milljónir króna í sóknargjöld sem ríkið hafði haldið eftir á meðan deilt var um yfirráð í félaginu. Einar Ágústsson fyrir utan dómssal þann 25. febrúar, á fyrsta degi aðalmeðferðar.Vísir/Vilhelm Orðspor þeirra í húfi Aðspurður um það hvers vegna yfirtökuhópurinn hafi ekki horfið frá félaginu þegar Ágúst og Einar létu vita af sér sagði Snæbjörn að þeir hafi lagt gríðarlega vinnu í að safna þeim þrjú þúsund meðlimum sem voru búnir að skrá sig. Fólk hafi skráð sig á þeim forsendum sem þeir hafi lagt fram. „Okkar fannst að okkar heiður og mannorð væri að einhverju leyti að veði og við gætum ekki bara gefið þetta frá okkur.“ „Það var kominn stór hópur sem við vildum endurgreiða og við höfðum sterkan grun um að þessir bræður myndu nýta þessa peninga í eitthvað annað en að endurgreiða,“ sagði Ísak jafnframt í sinni skýrslutöku. Enginn áhugi hafi verið á því að starfa með Einari og Ágústi, ekki síður vegna reynslu hópsins af samskiptum við þá. Ísak sagði ekki nóg með að hann hafi fljótlega byrjað að fá lögfræðileg hótunarbréf, heldur hafi Wikipedia-síðu Zuism hafi verið breytt og Ísak sakaður þar um fjárglæpi. Auk þess hafi bloggsíða verið stofnuð þar sem hann hafi verið útmálaður sem glæpamaður. Þegar Snæbjörn var spurður hvers vegna hópurinn hafi ekki einfaldlega stofnað nýtt trúfélag í upphafi í stað þess að taka yfir Zuism sagði hann að hópurinn hafi talið þetta greiðari leið að markmiðinu. Mun meira vesen fylgi því að fá nýtt félag skráð þar sem sérstök nefnd þyrfti að úrskurða hvort það fullnægði kröfum laga um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. „Ég hafði haft þessar hugmyndir og líklega margir og þarna sá ég, eins og maður getur orðað það, trúfélag á lausu.“ Zuism Lögreglumál Dómsmál Trúmál Tengdar fréttir Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01 Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25. febrúar 2022 13:24 Kröfu zúista um frávísun á fjársvikamáli hafnað Lögmenn tveggja bræðra sem eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism kröfðust þess í morgun að málinu gegn þeim yrði vísað frá vegna meints vanhæfis saksóknara. Dómari ákvað eftir að hafa velt málinu fyrir sér í um klukkustund að vísa kröfunni frá. 25. febrúar 2022 10:29 Zúistabróðir fer fram á endurupptöku á þungum fjársvikadómi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem héldu úti trúfélaginu Zuism, hefur óskað eftir því að þungur fangelsisdómur sem hann hlaut fyrir tugmilljóna króna fjárdrátt verði tekinn upp aftur. Þeir bræður eru ákærðir fyrir peningaþvætti og fjársvik vegna Zuism. 30. nóvember 2021 08:00 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Sú vegferð átti eftir að reynast þyrnum stráð og endaði með því að bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið. Annar dagur aðalmeðferðar í máli héraðsaksóknara gegn bræðrunum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ágúst og Einar stofnuðu Zuism ásamt Ólafi Helga Þorgrímssyni og fengu það skráð sem trúfélag hjá stjórnvöldum árið 2013. Ólafur sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að Einar hafi kynnt hugmyndina fyrir sér og óskað eftir því að hann yrði skráður forstöðumaður félagsins. Ólafur féllst á það sagðist hafa litið svo á að einkennismerki Zuism væri manngæska og mannrækt. „Hugurinn minn var alveg hreinn í þessu máli og þeirra eins og ég upplifði það, þetta var bara spennandi á sínum tíma,“ sagði Ólafur. Félagið hafi þó eiginlega aldrei farið almennilega af stað og fljótlega hafi hann hætt öllum afskiptum af Zuism af persónulegum ástæðum. „Upprunalega var ég mjög spenntur að finna lausnir þarna til að nýta trúna til koma góðri mannrækt af stað og þess háttar en það kom aldrei til þess einhvern veginn.“ Eftir þetta hafi trúfélagið í raun verið óvirkt. Sáu kjörið tækifæri Snæbjörn Guðmundsson var meðal þeirra sem tóku yfir Zuism árið 2015 og stýrði hann því um tíma. Hann sagði fyrir dómi að hópurinn hafi frétt að einungis væru þrír eða fjórir félagar skráðir í trúfélagið, starfsemi þess hafi verið lítil og til stæði að afskrá það. „Við sáum þar tækifæri til að taka yfir trúfélagið og nota það til að mótmæla sóknargjaldakerfinu.“ Sú hugmynd hafi snemma komið upp að greiða sóknargjöldin út til meðlima trúfélagsins til að mótmæla kerfinu í verki og hann hafi haft slíkar hugmyndir í kollinum í þó nokkurn tíma. Var talið að um væri að ræða tólf þúsund krónur á einstakling á ársgrundvelli og stóð til að greiða hverju einustu krónu út úr félaginu hvert ár. Þá ætlaði stjórnin að gefa vinnu sína. Um 40 manna grasrótarhópur kom að yfirtökunni. Hundrað milljóna króna hjónavígslur „Þetta var öðrum þræði til gamans og til að benda á þessa feila í kerfinu,“ sagði Snæbjörn. Á sama tíma hafi verið að reynt að uppfylla þau skilyrði sem gerð voru til skráðra trúfélaga sem fengu sóknargjöld frá ríkinu. Samkvæmt lögum þurfa slík félög að bjóða upp á athafnir á borð við útfarir, giftingar og skírnir og þarf kjarni félagsmanna að taka þátt í reglulegum samkomum. Snæbjörn sagði fyrir héraðsdómi að nýir stjórnendur félagsins hafi haft lítinn áhuga á því að standa fyrir athöfnum og talið að borgaralegar athafnir ættu ekki að vera á borði trúfélaga. Því hafi til að mynda verið ákveðið að bjóða upp á hjónavígslur gegn 100 milljóna króna greiðslu sem var augljóslega ætlað að vera fráhrindandi. Fram hefur komið í fyrri dómsmálum og fjölmiðlaumfjöllun að algengustu samkomurnar á vegum Zuism hafi verið svokallaðar „bjór og bæn,“ samverustundir sem gjarnan fóru fram á veitingahúsum. Enginn skráð sig af trúarlegum ástæðum Eftir að yfirtakan á trúfélaginu gekk eftir voru Snæbjörn og Ísak Andri Ólafsson, þáverandi forstöðumaður Zuism, áberandi í fjölmiðlum og lofuðu því að endurgreiða félagsmönnum sóknargjöldin. Snæbjörn sagði í skýrslutöku fyrir héraðsdómi að viðtökur hafi farið langt fram úr þeirra björtustu vonum og allt í einu hafi um þrjú þúsund einstaklingar verði skráðir í Zuism. Aðspurður um hvort hann teldi að fólk hafi skráð sig í Zuism af trúarlegum ástæðum eða til að fá endurgreiðslu sóknargjalda sagði Snæbjörn að hann hafi ekki orðið var við að fólk hafi skráð sig því það trúði á speki Zuism. Raunar efist hann um að nokkur þessara nýskráðu meðlima hafi fylgt þessum trúarbrögðum. Vandi með rekstrarfélagið Það sem flækti stöðuna er að þrátt fyrir að yfirtökuhópurinn, sem titlaði sig Öldungaráð zúista, hafi á þessum tímapunkti verið búinn að ná völdum í trúfélaginu stýrði hann ekki rekstrarfélaginu sem Ágúst Arnar og Einar stofnuðu fyrir það á sínum tíma. Snæbjörn sagði hópurinn hafi vitað af rekstrarfélaginu en ekki hver stýrði því. Fulltrúi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra hafi komið þeim í skilning um að það væri hægt að stofna nýtt rekstrarfélag eftir að búið væri að taka yfir trúfélagið. Rekstarfélög trúfélaga sjá meðal annars um að taka við sóknargjaldsgreiðslum frá ríkinu. Hann sagði jafnframt að það hafi ekki hvarflað að þeim að þeir sem hafi áður verið skráðir í stjórn Zuism ættu eftir að bregðast við yfirtökunni. Fulltrúi sýslumanns hafi sagt að þeir aðilar hafi ekki sýnt félaginu neinn áhuga. Vildu fara gætilega í samskiptum Að sögn Snæbjörns settu Ágúst og Einar sig fyrst í samband við nýja stjórn eftir að búið var að fjalla um endurgreiðslufyrirætlanirnar í fjölmiðlum. Þarna fyrst hafi hópurinn áttað sig á tengslum bræðranna við félagið og þeim hafi ekki litið sérstaklega vel á blikuna. Ágúst og Einar hafi á þessum tíma helst verið þekktir fyrir tengsl sín við fjársvikamál og ýmsa vafasama gjörninga. Árið 2017 var Einar dæmdur í fangelsi fyrir að svíkja 74 milljónir króna af fjórum einstaklingum. Landsréttur staðfesti dóminn í nóvember ári síðar. Snæbjörn sagði að hópurinn hafi ákveðið að fara gætilega í samskiptum sínum við bræðurna í ljósi fortíðar þeirra. „Svo fór þetta allt í háaloft. Það sem átti að vera skemmtilegur aktívismi voru bara tóm leiðindi í töluverðan tíma,“ bætti Snæbjörn við. Nýja stjórnin hafi þarna óskað eftir því að Fjársýsla ríkisins myndi frysta greiðslur sóknargjalda til Zuism þangað til að það lægi fyrir hverjir væru með raunveruleg yfirráð yfir félaginu. Ágúst Arnar Ágústsson.Vísir/Vilhelm Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra samþykkti í júní 2015 að áðurnefndur Ísak yrði nýr forstöðumaður Zuism þar sem enginn annar hafði gengist við félaginu. Líkt og Snæbjörn sagðist Ísak ekki hafa vitað hver hafi upphaflega komið að stofnun trúfélagsins og hver færi með stjórn rekstrarfélagsins. „Hefðum við vitað að það væru þessir tveir menn áður en við fórum í þetta þá hefðum við hugsað okkur tvisvar um,“ sagði Ísak við aðalmeðferðina. Hann hefði talið að um væri að ræða trúarhobbíista sem hafi einfaldlega misst áhuga. Síðar átti Ágúst eftir að gera tilkall til yfirráða í trúarfélaginu og fjármunanna sem þúsundir nýrra félagsmanna áttu eftir að færa því. Ísak segir að hópurinn hafi upphaflega talið að það væri nóg að vera með trúfélagið. Síðar hafi komið í ljós að það væri erfiðara sagt en gert að stofna nýtt rekstrarfélag og öll sóknargjöldin væru á leið til rekstrarfélagsins, sem væri undir stjórn Ágústs og Einars. „Þetta var bara vankunnátta hjá okkur,“ sagði Ísak við aðalmeðferðina. Fljótlega farið í hart Snæbjörn segir að það hafi verið tortryggilegt að Einar og Ágúst hafi ekki sýnt yfirtökunni neinn áhuga fyrr en fjallað var um að gríðarlegur fjöldi hafi skráð sig í félagið og miklir peningar væru í húfi. „Þá birtast þeir allt í einu og reyna að hringja í okkur,“ sagði Ísak og bætti við að bræðurnir hafi endilega viljað hitta forsvarsmenn hópsins til að fá þá til að skrifa undir einhverja ónefnda pappíra. Ísak bætti við að erindið hafi verið óljóst og hann hafi óskað eftir því að öll framtíðar samskipti yrðu skrifleg svo þau væru skjalfest. Í kjölfarið hafi svartur bíll mætt fyrir utan heimili hans klukkan tíu á laugardagskvöldi og krumpuðu hótunarbréf verið troðið inn um lúguna, sem hafi verið heldur óþægileg upplifun. Ísak segir að í bréfinu hafi því verið hótað að hann yrði kærður ef hann myndi ekki loka Facebook- og Twitter-aðgöngum sem báru heiti Zuism. Bréfið hafi verið skrifað í nafni lögfræðings Einars og Ágústs. Deilurnar um stjórn félagsins héldu áfram og í janúar 2017 úrskurðaði innanríkisráðuneytið að Ágúst ætti réttmætt tilkall til félagsins og setti Ísak af sem forstöðumann. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra viðurkenndi Ágúst sem forstöðumann Zuism í október sama ár. Þá greiddi Fjársýsla ríkisins félaginu út rúmar 53 milljónir króna í sóknargjöld sem ríkið hafði haldið eftir á meðan deilt var um yfirráð í félaginu. Einar Ágústsson fyrir utan dómssal þann 25. febrúar, á fyrsta degi aðalmeðferðar.Vísir/Vilhelm Orðspor þeirra í húfi Aðspurður um það hvers vegna yfirtökuhópurinn hafi ekki horfið frá félaginu þegar Ágúst og Einar létu vita af sér sagði Snæbjörn að þeir hafi lagt gríðarlega vinnu í að safna þeim þrjú þúsund meðlimum sem voru búnir að skrá sig. Fólk hafi skráð sig á þeim forsendum sem þeir hafi lagt fram. „Okkar fannst að okkar heiður og mannorð væri að einhverju leyti að veði og við gætum ekki bara gefið þetta frá okkur.“ „Það var kominn stór hópur sem við vildum endurgreiða og við höfðum sterkan grun um að þessir bræður myndu nýta þessa peninga í eitthvað annað en að endurgreiða,“ sagði Ísak jafnframt í sinni skýrslutöku. Enginn áhugi hafi verið á því að starfa með Einari og Ágústi, ekki síður vegna reynslu hópsins af samskiptum við þá. Ísak sagði ekki nóg með að hann hafi fljótlega byrjað að fá lögfræðileg hótunarbréf, heldur hafi Wikipedia-síðu Zuism hafi verið breytt og Ísak sakaður þar um fjárglæpi. Auk þess hafi bloggsíða verið stofnuð þar sem hann hafi verið útmálaður sem glæpamaður. Þegar Snæbjörn var spurður hvers vegna hópurinn hafi ekki einfaldlega stofnað nýtt trúfélag í upphafi í stað þess að taka yfir Zuism sagði hann að hópurinn hafi talið þetta greiðari leið að markmiðinu. Mun meira vesen fylgi því að fá nýtt félag skráð þar sem sérstök nefnd þyrfti að úrskurða hvort það fullnægði kröfum laga um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. „Ég hafði haft þessar hugmyndir og líklega margir og þarna sá ég, eins og maður getur orðað það, trúfélag á lausu.“
Zuism Lögreglumál Dómsmál Trúmál Tengdar fréttir Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01 Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25. febrúar 2022 13:24 Kröfu zúista um frávísun á fjársvikamáli hafnað Lögmenn tveggja bræðra sem eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism kröfðust þess í morgun að málinu gegn þeim yrði vísað frá vegna meints vanhæfis saksóknara. Dómari ákvað eftir að hafa velt málinu fyrir sér í um klukkustund að vísa kröfunni frá. 25. febrúar 2022 10:29 Zúistabróðir fer fram á endurupptöku á þungum fjársvikadómi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem héldu úti trúfélaginu Zuism, hefur óskað eftir því að þungur fangelsisdómur sem hann hlaut fyrir tugmilljóna króna fjárdrátt verði tekinn upp aftur. Þeir bræður eru ákærðir fyrir peningaþvætti og fjársvik vegna Zuism. 30. nóvember 2021 08:00 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01
Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25. febrúar 2022 13:24
Kröfu zúista um frávísun á fjársvikamáli hafnað Lögmenn tveggja bræðra sem eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism kröfðust þess í morgun að málinu gegn þeim yrði vísað frá vegna meints vanhæfis saksóknara. Dómari ákvað eftir að hafa velt málinu fyrir sér í um klukkustund að vísa kröfunni frá. 25. febrúar 2022 10:29
Zúistabróðir fer fram á endurupptöku á þungum fjársvikadómi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem héldu úti trúfélaginu Zuism, hefur óskað eftir því að þungur fangelsisdómur sem hann hlaut fyrir tugmilljóna króna fjárdrátt verði tekinn upp aftur. Þeir bræður eru ákærðir fyrir peningaþvætti og fjársvik vegna Zuism. 30. nóvember 2021 08:00
Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23