Hvaða laun hafa hækkað? Indriði Stefánsson skrifar 11. mars 2022 08:00 Það hefur stundum verið sagt að það sé ekki hægt að bæði borða kökuna og eiga hana. Samtök atvinnurekenda bregðast gjarnan harkalega við þegar kemur að kjaraviðræðum og samtök launþega leggja fram sínar kröfur. Sérstaklega þegar kemur að lægstu launum og óskað er eftir leiðréttingu á þeim. Á vef Hagstofu Íslands má skoða hvernig tekjur þjóðfélagshópa hafa þróast. Þar má skoða þróun og samanburð tekna, eigna, skulda og fleiri hagstærða milli tíunda. Þessar tölur eru unnar upp úr skattframtölum og því er um að ræða opinberlega skráð gögn. Þær tölur sem koma hér fram miðast við þá niðurstöðu sem ég fékk úr reiknivél Hagstofunnar. Hér skoða ég tímabilið frá aldamótum, eins langt og gögnin ná. Lægsta tíundin nær ekki einu sinni að halda í verðbólguna Sé tímabilið frá aldamótum skoðað er verðbólgan á því tímabili hækkun upp á 142%. Ef við skoðum atvinnutekjur lægstu tíundarinnar hafa þær á tímabilinu hækkað um 98%, töluvert minna. Ef við skoðum á móti þróun ráðstöfunartekna er staðan skárri eða hækkun upp á 113% sem nær þó ekki að halda í við verðbólgu. Sé litið til breytinga milli ára sést að lægsta tíundin sker sig nokkuð úr og lækkar gjarnan milli ára. Svo hefur tilfellið verið undanfarin ár og voru ráðstöfunartekjur hennar árið 2020 einungis 87% af því sem þær voru 2018. Á sama tíma hefur húsnæðisverð hækkað um 357%. Eignir lægstu tíundanna í fasteignum dragast saman Þar sem fasteignaverð hefur þróast með talsvert öðrum hætti en laun lægstu tíundanna þarf ekki að koma á óvart að húsnæðiseign lægri tíundanna er minni en hinna. Sú þróun er sláandi, lægstu þrjár tíundirnar mælast vart í eignum en bæta lítillega við sig að nafnvirði. Sé litið til verðbólgu (ekki þróunar fasteignaverðs) dragast eignir þriðju, fjórðu og fimmtu tíundarinnar áberandi saman, svo mjög að segja má að húsnæðiseign lægstu fimm tíundanna mælist vart á meðan hinar hærri hafa hækkað mikið. Sé litið til þróunar húsnæðisverðs kemur svo í ljós að eignir sjöttu tíundarinnar standa að mestu í stað en aukast svo eftir því sem tíundirnar hækka. Húsnæðiseign hæstu tíundarinnar hefur til dæmis hækkað um 88% umfram þróun húsnæðisverðs eða rúmlega áttfaldast að nafnvirði. Hagur hæstu tíundarinnar vænkast mest Það er nánast sama hvaða mælikvarði er skoðaður, hæsta tíundin hefur aukið við sig umfram aðrar og ekki er útlit fyrir að það breytist í bráð. Sennilega er munurinn mestur í fjármagnstekjum þar sem hæsta tíundin er nánast sú eina sem mælist. Heildareignir hennar aukast líka mest. Það er nánast sama hvar borið er niður, hæsta tíundin kemur best út. Frá 2015 hefur hún meira að segja skuldað minna en níunda tíundin og skuldar nú minna en sú áttunda. Hún borgar einnig minna í vexti af íbúðalánum en sjöunda, áttunda og níunda tíundin og svo hefur í raun verið frá 2011. Eðli málsins samkvæmt kemur hæsta tíundin best út úr slíkum samanburði sem hér um ræðir en það sem er áhyggjuefni er að hún bætir stöðu sína langt umfram aðrar tíundir. Hvað myndi kosta að laga kjör lægstu tíundanna? Við hljótum flest að vera sammála um að það gengur ekki að lægstu tíundirnar dragist aftur úr. Hér er í raun sama við hvaða mælikvarða miðað er, þróunin er engan veginn ásættanleg. Ef einhver hélt að það væri mjög dýrt að laga þetta, þá er það sorglega að ef hæsta tíundin hefði gefið eftir þriðjung hækkunar atvinnutekna sinna milli 2019 og 2020, þegar lægsta tíundin lækkaði um 17%, dygði það ekki bara til að leiðrétta skekkjuna milli ára heldur myndi það duga til að leiðrétta skekkjuna sem hefur verið að safnast upp frá aldamótum og svipað gildir um ráðstöfunartekjur. Hvað getum við þá gert í þessu? Það er í raun með ólíkindum að þegar við fréttum af kaupaukum og launakjörum stjórnenda fyrirtækja heyrist ekkert í þeim sem bregðast við af hörku þegar talið berst að launakjörum og launahækkunum almennings. Það er alveg ljóst að þróunin siglir í þá átt að á Íslandi fari þeim sífellt fækkandi sem njóti almennilegra lífskjara. Sú staða er þegar komin upp á ýmsum sviðum samfélagsins, eins og margir sem eru í húsnæðisleit finna nú fyrir. Þrátt fyrir að skoða þurfi almenn kjör allra landsmanna, er alveg ljóst að þörfin er brýnust hjá verst setta hópnum og þar verðum við að byrja. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Kjaramál Indriði Stefánsson Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Það hefur stundum verið sagt að það sé ekki hægt að bæði borða kökuna og eiga hana. Samtök atvinnurekenda bregðast gjarnan harkalega við þegar kemur að kjaraviðræðum og samtök launþega leggja fram sínar kröfur. Sérstaklega þegar kemur að lægstu launum og óskað er eftir leiðréttingu á þeim. Á vef Hagstofu Íslands má skoða hvernig tekjur þjóðfélagshópa hafa þróast. Þar má skoða þróun og samanburð tekna, eigna, skulda og fleiri hagstærða milli tíunda. Þessar tölur eru unnar upp úr skattframtölum og því er um að ræða opinberlega skráð gögn. Þær tölur sem koma hér fram miðast við þá niðurstöðu sem ég fékk úr reiknivél Hagstofunnar. Hér skoða ég tímabilið frá aldamótum, eins langt og gögnin ná. Lægsta tíundin nær ekki einu sinni að halda í verðbólguna Sé tímabilið frá aldamótum skoðað er verðbólgan á því tímabili hækkun upp á 142%. Ef við skoðum atvinnutekjur lægstu tíundarinnar hafa þær á tímabilinu hækkað um 98%, töluvert minna. Ef við skoðum á móti þróun ráðstöfunartekna er staðan skárri eða hækkun upp á 113% sem nær þó ekki að halda í við verðbólgu. Sé litið til breytinga milli ára sést að lægsta tíundin sker sig nokkuð úr og lækkar gjarnan milli ára. Svo hefur tilfellið verið undanfarin ár og voru ráðstöfunartekjur hennar árið 2020 einungis 87% af því sem þær voru 2018. Á sama tíma hefur húsnæðisverð hækkað um 357%. Eignir lægstu tíundanna í fasteignum dragast saman Þar sem fasteignaverð hefur þróast með talsvert öðrum hætti en laun lægstu tíundanna þarf ekki að koma á óvart að húsnæðiseign lægri tíundanna er minni en hinna. Sú þróun er sláandi, lægstu þrjár tíundirnar mælast vart í eignum en bæta lítillega við sig að nafnvirði. Sé litið til verðbólgu (ekki þróunar fasteignaverðs) dragast eignir þriðju, fjórðu og fimmtu tíundarinnar áberandi saman, svo mjög að segja má að húsnæðiseign lægstu fimm tíundanna mælist vart á meðan hinar hærri hafa hækkað mikið. Sé litið til þróunar húsnæðisverðs kemur svo í ljós að eignir sjöttu tíundarinnar standa að mestu í stað en aukast svo eftir því sem tíundirnar hækka. Húsnæðiseign hæstu tíundarinnar hefur til dæmis hækkað um 88% umfram þróun húsnæðisverðs eða rúmlega áttfaldast að nafnvirði. Hagur hæstu tíundarinnar vænkast mest Það er nánast sama hvaða mælikvarði er skoðaður, hæsta tíundin hefur aukið við sig umfram aðrar og ekki er útlit fyrir að það breytist í bráð. Sennilega er munurinn mestur í fjármagnstekjum þar sem hæsta tíundin er nánast sú eina sem mælist. Heildareignir hennar aukast líka mest. Það er nánast sama hvar borið er niður, hæsta tíundin kemur best út. Frá 2015 hefur hún meira að segja skuldað minna en níunda tíundin og skuldar nú minna en sú áttunda. Hún borgar einnig minna í vexti af íbúðalánum en sjöunda, áttunda og níunda tíundin og svo hefur í raun verið frá 2011. Eðli málsins samkvæmt kemur hæsta tíundin best út úr slíkum samanburði sem hér um ræðir en það sem er áhyggjuefni er að hún bætir stöðu sína langt umfram aðrar tíundir. Hvað myndi kosta að laga kjör lægstu tíundanna? Við hljótum flest að vera sammála um að það gengur ekki að lægstu tíundirnar dragist aftur úr. Hér er í raun sama við hvaða mælikvarða miðað er, þróunin er engan veginn ásættanleg. Ef einhver hélt að það væri mjög dýrt að laga þetta, þá er það sorglega að ef hæsta tíundin hefði gefið eftir þriðjung hækkunar atvinnutekna sinna milli 2019 og 2020, þegar lægsta tíundin lækkaði um 17%, dygði það ekki bara til að leiðrétta skekkjuna milli ára heldur myndi það duga til að leiðrétta skekkjuna sem hefur verið að safnast upp frá aldamótum og svipað gildir um ráðstöfunartekjur. Hvað getum við þá gert í þessu? Það er í raun með ólíkindum að þegar við fréttum af kaupaukum og launakjörum stjórnenda fyrirtækja heyrist ekkert í þeim sem bregðast við af hörku þegar talið berst að launakjörum og launahækkunum almennings. Það er alveg ljóst að þróunin siglir í þá átt að á Íslandi fari þeim sífellt fækkandi sem njóti almennilegra lífskjara. Sú staða er þegar komin upp á ýmsum sviðum samfélagsins, eins og margir sem eru í húsnæðisleit finna nú fyrir. Þrátt fyrir að skoða þurfi almenn kjör allra landsmanna, er alveg ljóst að þörfin er brýnust hjá verst setta hópnum og þar verðum við að byrja. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun