Konan sem storkaði dauðanum með bros á vör Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2022 11:05 Vinkonurnar virtust ekki hafa hina minnstu hugmynd um að þær eru í hættu staddar. Brimið er heillandi, mikilúðlegt og fallegt í senn. vísir/rax Ljósmyndarar Vísis sáu sér til skelfingar þegar brimið náði taki á konu nokkurri, bandarískum ferðamanni, en betur fór en á horfðist. Myndirnar sem þeir náðu af atvikinu eru einhvers staðar mitt á milli þess að geta talist stórfenglegar og skelfilegar. Ljósmyndadeild Vísis, sem samanstendur af þeim Vilhelm Gunnarssyni og Ragnari Axelssyni (Rax), var á ferð um landið. Báðir voru þeir í fríi en þetta er það sem ljósmyndarar gera í sínum frítíma, fara um landið með ljósmyndavélina hangandi um hálsinn. „Þú getur kallað þetta hvataferð ljósmyndadeildarinnar,“ segir Villi og hlær. Honum er þó ekki hlátur í huga en hann er björgunarsveitarmaður og gerir sér fulla grein fyrir alvöru máls. Hann og Rax voru staddir í Reynisfjöru í gær og urðu vitni af því þegar bandarískir ferðamenn vildu leika sér við stórhættulegar öldurnar. Mikið var um ferðamenn á staðnum í gær og svo virðist sem ferðaþjónustan sé komin á fullan snúning þrátt fyrir risjótta tíð. Annað hvort láta ferðamenn það ekki trufla sig og/eða að það er hluti aðdráttaraflsins. Brimið í Reynisfjöru virðist ómótstæðilegt en eins og landsmenn vita er það ekkert lamb að leika sér við. Á undanförnum áratug hafa fimm látist í Reynisfjöru. Ef brimið nær tökum á fólki sleppir það ekki svo auðveldlega. Útsog er mikið og straumar sterkir. Að sögn þeirra Villa og Raxa virðast viðvörunarskilti sem sjá má þar hvarvetna ekki hafa tilætluð áhrif. Þeir sáu þegar þrjár konur vildu leika sér við öldurnar, elta þær út fjöruna og svo hlaupa undan þeim þegar þær koma aftur að landi. En öldurnar eru misstórar og þegar ein stór kom hlupu þær að klettasnös sem þarna er að finna. Aldan náði að hrifsa eina með sér en hún slapp með skrekkinn. Hún og vinkonur hennar hlógu að þessu „ævintýri“ og virtust ekki hafa nokkra hugmynd um það þarna var háski á ferð. Sjón er sögu ríkari. Þessi virðist vera óvenju stór. Best að forða sér upp í klettana.vísir/rax Þetta er nú orðið ágætt.vísir/vilhelm En aldan var ekki hætt heldur færðist í aukana.vísir/vilhelm Og nú kemur brimið að öllu afli og skellur á klettunum, það ætlar sér að ná taki á konunum.vísir/rax Eins og sjá má var þessi alda ekkert lambið að leika sér við.vísir/vilhelm Ljósmyndararnir sá sér til skelfingar að þarna var hætta á ferð. En lítið sem þeir gátu aðhafst, annað en ná þessu á filmu.vísir/rax Útsogið er sterkt og sjórinn kaldur.vísir/rax Aldan náði taki á einni kvennanna, dró hana með sér út í fjöru en missti þá takið.vísir/rax Eins og sjá má af þessari mynd skríður konan að landi aftur.vísir/rax Henni var nóg um og vill komast að klettunum aftur.vísir/rax Jæja, enginn er verri þó hann vökni.vísir/rax Vinkonurnar koma hlaupandi til að huga að þeirri sem slapp við illan leik.vísir/vilhelm Jæja, þetta var nú aldeilis skemmtilegt.vísir/vilhelm Ferðamennirnir rennandi blautir virtust ekki gera sér mikla grein fyrir því að þarna var hætta á ferðum. Og hafa sögu að segja þegar þeir koma heim. En ekki eru allir til frásagnar sem aldan hefur hrifsað með sér í Reynisfjöru.vísir/vilhelm Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Ljósmyndun Reynisfjara Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Ljósmyndadeild Vísis, sem samanstendur af þeim Vilhelm Gunnarssyni og Ragnari Axelssyni (Rax), var á ferð um landið. Báðir voru þeir í fríi en þetta er það sem ljósmyndarar gera í sínum frítíma, fara um landið með ljósmyndavélina hangandi um hálsinn. „Þú getur kallað þetta hvataferð ljósmyndadeildarinnar,“ segir Villi og hlær. Honum er þó ekki hlátur í huga en hann er björgunarsveitarmaður og gerir sér fulla grein fyrir alvöru máls. Hann og Rax voru staddir í Reynisfjöru í gær og urðu vitni af því þegar bandarískir ferðamenn vildu leika sér við stórhættulegar öldurnar. Mikið var um ferðamenn á staðnum í gær og svo virðist sem ferðaþjónustan sé komin á fullan snúning þrátt fyrir risjótta tíð. Annað hvort láta ferðamenn það ekki trufla sig og/eða að það er hluti aðdráttaraflsins. Brimið í Reynisfjöru virðist ómótstæðilegt en eins og landsmenn vita er það ekkert lamb að leika sér við. Á undanförnum áratug hafa fimm látist í Reynisfjöru. Ef brimið nær tökum á fólki sleppir það ekki svo auðveldlega. Útsog er mikið og straumar sterkir. Að sögn þeirra Villa og Raxa virðast viðvörunarskilti sem sjá má þar hvarvetna ekki hafa tilætluð áhrif. Þeir sáu þegar þrjár konur vildu leika sér við öldurnar, elta þær út fjöruna og svo hlaupa undan þeim þegar þær koma aftur að landi. En öldurnar eru misstórar og þegar ein stór kom hlupu þær að klettasnös sem þarna er að finna. Aldan náði að hrifsa eina með sér en hún slapp með skrekkinn. Hún og vinkonur hennar hlógu að þessu „ævintýri“ og virtust ekki hafa nokkra hugmynd um það þarna var háski á ferð. Sjón er sögu ríkari. Þessi virðist vera óvenju stór. Best að forða sér upp í klettana.vísir/rax Þetta er nú orðið ágætt.vísir/vilhelm En aldan var ekki hætt heldur færðist í aukana.vísir/vilhelm Og nú kemur brimið að öllu afli og skellur á klettunum, það ætlar sér að ná taki á konunum.vísir/rax Eins og sjá má var þessi alda ekkert lambið að leika sér við.vísir/vilhelm Ljósmyndararnir sá sér til skelfingar að þarna var hætta á ferð. En lítið sem þeir gátu aðhafst, annað en ná þessu á filmu.vísir/rax Útsogið er sterkt og sjórinn kaldur.vísir/rax Aldan náði taki á einni kvennanna, dró hana með sér út í fjöru en missti þá takið.vísir/rax Eins og sjá má af þessari mynd skríður konan að landi aftur.vísir/rax Henni var nóg um og vill komast að klettunum aftur.vísir/rax Jæja, enginn er verri þó hann vökni.vísir/rax Vinkonurnar koma hlaupandi til að huga að þeirri sem slapp við illan leik.vísir/vilhelm Jæja, þetta var nú aldeilis skemmtilegt.vísir/vilhelm Ferðamennirnir rennandi blautir virtust ekki gera sér mikla grein fyrir því að þarna var hætta á ferðum. Og hafa sögu að segja þegar þeir koma heim. En ekki eru allir til frásagnar sem aldan hefur hrifsað með sér í Reynisfjöru.vísir/vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Ljósmyndun Reynisfjara Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira