OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu næsta árið vegna stríðsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. mars 2022 15:43 OECD spáir verulegum samdrætti um heim allan á næstu mánuðum. AP Photo/Vitaly Timkiv Stríð Rússa í Úkraínu mun trufla alþjóðleg viðskipti verulega og rjúfa aðfangakeðjur, minnka hagvöxt og þrýsta á verðbólgu um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri og mjög svartsýnni spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Í spá stofnunarinnar er gert ráð fyrir að á næsta árinu muni verg landsframleiðsla dragast saman um 1,08 prósent um heim allan vegna stríðsins. Verg landsframleiðsla muni dragast saman um 1,4 prósent í þeim nítján ríkjum sem nota evruna og um 0,88 prósent í Bandaríkjunum. Stofnunin segir þó í skýrslunni að ríki geti brugðist við þessu og dregið úr áhrifunum með því að auka útgjöld og draga úr sköttum. Verðbólga var þegar farin að aukast um heim allan þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst og aðfangakeðjur sömuleiðis rofnar, meðal annars vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. OECD spáði um 4,2 prósenta verðbólgu í heiminum í desember en spáir því nú að átökin muni hækka hana um 2,47 prósentustig til viðbótar næsta árið. „Á sama tíma og það leit út fyrir að heimurinn færi að jafna á sig á tveggja ára efnahagskreppu vegna Covid-19 hófst hræðilegt stríð í Evrópu,“ sagði Laurence Boone, yfirhagfræðingur hjá OECD í tilkynningu sem fylgdi spánni. „Við vitum ekki hvaða áhrif stríðið mun hafa í raun en við vitum að það mun koma verulega niður á viðréttigu heimsmarkaða og mun þrýsta á verðbólgu um heim allan.“ Saman mynda Rússland og Úkraína minna en 2 prósent af alþjóðahagkerfinu. Ríkin eru hins vegar bæði þungaviktarframleiðendur á hinum ýmsu vörum. Til að mynda má rekja þriðjung alls hveitis, sem verlsað er með í heiminum, til ríkjanna tveggja. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir fátækari ríki, sem mörg stóla á að geta keypt ódýrt hveiti frá Rússlandi og Úkraínu. Ríki á borð við Egyptaland og Líbanon undirbúa sig nú þess vegna fyrir matvælaskort á næstu mánuðum. Þá er um 27 prósent allrar hráolíu, sem flutt er inn til Evrópusambandsins, frá Rússlandi og meira en 41 prósent alls jarðgass. Olíu- og gasverð hefur hækkað nær stöðugt frá því í janúar vegna þessa. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Tengdar fréttir LME lokar fyrir viðskipti með nikkel eftir 177 prósenta verðhækkun London Metal Exchange (LME) lokaði í dag fyrir viðskipti með nikkel og gerir ráð fyrir áframhaldandi lokun næstu daga. Í tilkynningu segja forsvarsmenn LME um að ræða fordæmalausar aðstæður. 8. mars 2022 19:36 Innrásin muni hafa hamfarakennd áhrif á framboð og verð matvæla Innrás Rússlands í Úkraínu mun hafa hamfarakennd áhrif á framboð og verð matvæla á heimsvísu að mati framkvæmdastjóra eins stærsta áburðarframleiðanda heimsins. 7. mars 2022 09:00 Olíurisi gagnrýndur fyrir að kaupa mikið magn rússneskrar hráolíu Olíurisinn Shell hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að kaupa mikið magn hráolíu frá Rússlandi á föstudaginn var. Olíuverð í heiminum hefur ekki verið hærra í mörg ár vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2022 07:36 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Í spá stofnunarinnar er gert ráð fyrir að á næsta árinu muni verg landsframleiðsla dragast saman um 1,08 prósent um heim allan vegna stríðsins. Verg landsframleiðsla muni dragast saman um 1,4 prósent í þeim nítján ríkjum sem nota evruna og um 0,88 prósent í Bandaríkjunum. Stofnunin segir þó í skýrslunni að ríki geti brugðist við þessu og dregið úr áhrifunum með því að auka útgjöld og draga úr sköttum. Verðbólga var þegar farin að aukast um heim allan þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst og aðfangakeðjur sömuleiðis rofnar, meðal annars vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. OECD spáði um 4,2 prósenta verðbólgu í heiminum í desember en spáir því nú að átökin muni hækka hana um 2,47 prósentustig til viðbótar næsta árið. „Á sama tíma og það leit út fyrir að heimurinn færi að jafna á sig á tveggja ára efnahagskreppu vegna Covid-19 hófst hræðilegt stríð í Evrópu,“ sagði Laurence Boone, yfirhagfræðingur hjá OECD í tilkynningu sem fylgdi spánni. „Við vitum ekki hvaða áhrif stríðið mun hafa í raun en við vitum að það mun koma verulega niður á viðréttigu heimsmarkaða og mun þrýsta á verðbólgu um heim allan.“ Saman mynda Rússland og Úkraína minna en 2 prósent af alþjóðahagkerfinu. Ríkin eru hins vegar bæði þungaviktarframleiðendur á hinum ýmsu vörum. Til að mynda má rekja þriðjung alls hveitis, sem verlsað er með í heiminum, til ríkjanna tveggja. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir fátækari ríki, sem mörg stóla á að geta keypt ódýrt hveiti frá Rússlandi og Úkraínu. Ríki á borð við Egyptaland og Líbanon undirbúa sig nú þess vegna fyrir matvælaskort á næstu mánuðum. Þá er um 27 prósent allrar hráolíu, sem flutt er inn til Evrópusambandsins, frá Rússlandi og meira en 41 prósent alls jarðgass. Olíu- og gasverð hefur hækkað nær stöðugt frá því í janúar vegna þessa.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Tengdar fréttir LME lokar fyrir viðskipti með nikkel eftir 177 prósenta verðhækkun London Metal Exchange (LME) lokaði í dag fyrir viðskipti með nikkel og gerir ráð fyrir áframhaldandi lokun næstu daga. Í tilkynningu segja forsvarsmenn LME um að ræða fordæmalausar aðstæður. 8. mars 2022 19:36 Innrásin muni hafa hamfarakennd áhrif á framboð og verð matvæla Innrás Rússlands í Úkraínu mun hafa hamfarakennd áhrif á framboð og verð matvæla á heimsvísu að mati framkvæmdastjóra eins stærsta áburðarframleiðanda heimsins. 7. mars 2022 09:00 Olíurisi gagnrýndur fyrir að kaupa mikið magn rússneskrar hráolíu Olíurisinn Shell hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að kaupa mikið magn hráolíu frá Rússlandi á föstudaginn var. Olíuverð í heiminum hefur ekki verið hærra í mörg ár vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2022 07:36 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
LME lokar fyrir viðskipti með nikkel eftir 177 prósenta verðhækkun London Metal Exchange (LME) lokaði í dag fyrir viðskipti með nikkel og gerir ráð fyrir áframhaldandi lokun næstu daga. Í tilkynningu segja forsvarsmenn LME um að ræða fordæmalausar aðstæður. 8. mars 2022 19:36
Innrásin muni hafa hamfarakennd áhrif á framboð og verð matvæla Innrás Rússlands í Úkraínu mun hafa hamfarakennd áhrif á framboð og verð matvæla á heimsvísu að mati framkvæmdastjóra eins stærsta áburðarframleiðanda heimsins. 7. mars 2022 09:00
Olíurisi gagnrýndur fyrir að kaupa mikið magn rússneskrar hráolíu Olíurisinn Shell hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að kaupa mikið magn hráolíu frá Rússlandi á föstudaginn var. Olíuverð í heiminum hefur ekki verið hærra í mörg ár vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2022 07:36