Aron unnið stóran titil þrettán tímabil í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 10:01 Aron Pálmarsson fagnar með íslenska landsliðinu á síðasta Evrópumóti. Getty/Kolektiff Images Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson er mikill sigurvegari í handboltanum og Aron bætti við enn einum titlinum um helgina. Þeir stóru eru nú orðnir þrjátíu í atvinnumennskunni. Aron og félagar í Aalborg Håndbold urðu danskir bikarmeistarar í gærkvöldi eftir 30-27 sigur á GOG í úrslitaleiknum. Aron var markahæstur í sínu liðið með sjö mörk og fór mikinn á lokakafla leiksins. View this post on Instagram A post shared by Aalborg Ha ndbold (@aalborghaandbold) Þetta er fyrsta tímabil Arons í Álaborg en hann heldur áfram uppteknum hætti að raða inn titlunum með félögum sínum. Hann gerði það með Kiel í Þýskalandi, með Veszprém í Ungverjalandi og með Barcelona á Spáni. Þetta er nefnilega þrettánda tímabilið í röð þar sem Aron vinnur að minnsta kosti einn stóran titil og oftast hafa þeir verið fleiri en einn. Þetta er um leið þrettánda tímabil Arons í atvinnumennsku og síðasta titlalausa tímabilið hans var veturinn 2008-09 með liði FH. Aron hefur nú unnið þrjátíu stóra titla á ferlinum þar af hefur hann ellefu sinnum orðið landsmeistari, fjórum sinnum deildarbikarmeistari, þrisvar sinnum unnið Meistaradeildina og tvisvar sinnum unnið heimsmeistarakeppni félagsliða. Þetta var síðan tímamóta bikarmeistaratitill eða sá tíundi í röðinni. Hann vann þýska bikarinn þrisvar með Kiel og hefur nú orðið bikarmeistari á síðustu sjö tímabilum, tvisvar í Ungverjalandi, fjórum sinnum á Spáni og nú í fyrsta sinn í Danmörku. Þetta var aðeins annar bikarmeistaratitil Álaborgarliðsins í sögunni en hinn vannst árið 2018. View this post on Instagram A post shared by Aalborg Ha ndbold (@aalborghaandbold) Landsmeistara- og bikarmeistaratitlar Arons Pálmarsson á þrettán tímabilum í röð: 2009-10 með Kiel: Meistari 2010-12 með Kiel: Bikarmeistari 2011-12 með Kiel: Meistari og bikarmeistari 2012-13 með Kiel: Meistari og bikarmeistari 2013-14 með Kiel: Meistari 2014-15 með Kiel: Meistari 2015-16 með Veszprém: Meistari og bikarmeistari 2016-17 með Veszprém: Meistari og bikarmeistari 2017-18 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2018-19 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2019-20 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2020-21 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2021-22 með Aalborg Håndbold: Bikarmeistari Danski handboltinn Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Aron og félagar í Aalborg Håndbold urðu danskir bikarmeistarar í gærkvöldi eftir 30-27 sigur á GOG í úrslitaleiknum. Aron var markahæstur í sínu liðið með sjö mörk og fór mikinn á lokakafla leiksins. View this post on Instagram A post shared by Aalborg Ha ndbold (@aalborghaandbold) Þetta er fyrsta tímabil Arons í Álaborg en hann heldur áfram uppteknum hætti að raða inn titlunum með félögum sínum. Hann gerði það með Kiel í Þýskalandi, með Veszprém í Ungverjalandi og með Barcelona á Spáni. Þetta er nefnilega þrettánda tímabilið í röð þar sem Aron vinnur að minnsta kosti einn stóran titil og oftast hafa þeir verið fleiri en einn. Þetta er um leið þrettánda tímabil Arons í atvinnumennsku og síðasta titlalausa tímabilið hans var veturinn 2008-09 með liði FH. Aron hefur nú unnið þrjátíu stóra titla á ferlinum þar af hefur hann ellefu sinnum orðið landsmeistari, fjórum sinnum deildarbikarmeistari, þrisvar sinnum unnið Meistaradeildina og tvisvar sinnum unnið heimsmeistarakeppni félagsliða. Þetta var síðan tímamóta bikarmeistaratitill eða sá tíundi í röðinni. Hann vann þýska bikarinn þrisvar með Kiel og hefur nú orðið bikarmeistari á síðustu sjö tímabilum, tvisvar í Ungverjalandi, fjórum sinnum á Spáni og nú í fyrsta sinn í Danmörku. Þetta var aðeins annar bikarmeistaratitil Álaborgarliðsins í sögunni en hinn vannst árið 2018. View this post on Instagram A post shared by Aalborg Ha ndbold (@aalborghaandbold) Landsmeistara- og bikarmeistaratitlar Arons Pálmarsson á þrettán tímabilum í röð: 2009-10 með Kiel: Meistari 2010-12 með Kiel: Bikarmeistari 2011-12 með Kiel: Meistari og bikarmeistari 2012-13 með Kiel: Meistari og bikarmeistari 2013-14 með Kiel: Meistari 2014-15 með Kiel: Meistari 2015-16 með Veszprém: Meistari og bikarmeistari 2016-17 með Veszprém: Meistari og bikarmeistari 2017-18 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2018-19 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2019-20 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2020-21 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2021-22 með Aalborg Håndbold: Bikarmeistari
Landsmeistara- og bikarmeistaratitlar Arons Pálmarsson á þrettán tímabilum í röð: 2009-10 með Kiel: Meistari 2010-12 með Kiel: Bikarmeistari 2011-12 með Kiel: Meistari og bikarmeistari 2012-13 með Kiel: Meistari og bikarmeistari 2013-14 með Kiel: Meistari 2014-15 með Kiel: Meistari 2015-16 með Veszprém: Meistari og bikarmeistari 2016-17 með Veszprém: Meistari og bikarmeistari 2017-18 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2018-19 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2019-20 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2020-21 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2021-22 með Aalborg Håndbold: Bikarmeistari
Danski handboltinn Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik