Baldur Þór: „Svakaleg orka og ákafi í liðinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2022 20:20 Baldur Þór Ragnarsson var virkilega ánægður eftir mikilvægan sigur Tindastóls í kvöld. vísir/bára „Mér líður bara mjög vel eftir þennan. Hrikalega góð frammistaða á erfiðum útivelli þannig að ég er sáttur,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, eftir virkilega sterkan fimm stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í kvöld. Liðin buðu upp á mikinn hraða í kvöld það var nokkuð augljóst að mikið var undir. Stólarnir spiluðu af miklum ákafa allt frá fyrstu mínútu og gerðu Íslandsmeisturunum erfitt fyrir, en Baldur segir að það hafi í raun ekki verið erfitt að koma mönnum í rétta gírinn fyrir þennan leik. „Í sjálfu sér eru menn bara búnir að vera svakalega mótiveraðir í dágóðan tíma og þetta mótiverar sig sjálft þegar þú ert að spila á móti liðinu sem er í efsta sæti. Það er bara svona eitt af því að vera í efsta sæti. Þá koma lið vanalega tilbúin í þá leiki.“ „Varnarleikurinn var mjög öflugur í kvöld og það var svakaleg orka og ákafi í liðinu.“ Seinast þegar þessi lið mættust í deildinni unnu Þórsarar afar öruggan 43 stiga sigur, 109-66. Baldur segir að munurinn á þeim leik og leiknum í kvöld hafi verið sá að bæði hafi hans menn mætt betur undirbúnir í kvöld og að Þórsarar spiluðu algjörlega frábæran leik á Sauðárkróki. „Það er bara öll orka, vilji og einbeiting sem er munurinn á þessum leikjum. Og geta í körfubolta bæði á sóknarvelli og varnarvelli. Hins vegar er eitt af því sem er líka öðruvísi að Þór Þorlákshöfn spilaðir náttúrulega gjörsamlega frábæran leik á móti okkur á Króknum. Þeir voru að skjóta eitthvað í kringum 70 prósent í hálfleik í þriggja stiga skotum og gerðu það frábærlega í þeim leik.“ Tindastóll mætir Þórsurum fra Akureyri í lokaumferð Subway-deildarinnar næstkomandi fimmtudag. Þórsarar eru fallnir úr deildinni, en Baldur segir að það sé mikilvægt að mæta af sama krafti og í kvöld þar sem það geti verið erfitt að spila á móti algjörlega pressulausum liðum. „Hver einasti leikur er erfiður og þeir eru búnir að vera að spila 50/50 leiki bæði við KR og Blikana. Við verðum að mæta einbeittir og með sömu orku og í kvöld. Ef við ætlum að fara að vera flatir þá bara getum við tapað þeim leik,“ sagði Baldur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski körfuboltinn Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Tindastóll 85-91 | Mikilvægur sigur Stólanna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 28. mars 2022 19:55 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Sjá meira
Liðin buðu upp á mikinn hraða í kvöld það var nokkuð augljóst að mikið var undir. Stólarnir spiluðu af miklum ákafa allt frá fyrstu mínútu og gerðu Íslandsmeisturunum erfitt fyrir, en Baldur segir að það hafi í raun ekki verið erfitt að koma mönnum í rétta gírinn fyrir þennan leik. „Í sjálfu sér eru menn bara búnir að vera svakalega mótiveraðir í dágóðan tíma og þetta mótiverar sig sjálft þegar þú ert að spila á móti liðinu sem er í efsta sæti. Það er bara svona eitt af því að vera í efsta sæti. Þá koma lið vanalega tilbúin í þá leiki.“ „Varnarleikurinn var mjög öflugur í kvöld og það var svakaleg orka og ákafi í liðinu.“ Seinast þegar þessi lið mættust í deildinni unnu Þórsarar afar öruggan 43 stiga sigur, 109-66. Baldur segir að munurinn á þeim leik og leiknum í kvöld hafi verið sá að bæði hafi hans menn mætt betur undirbúnir í kvöld og að Þórsarar spiluðu algjörlega frábæran leik á Sauðárkróki. „Það er bara öll orka, vilji og einbeiting sem er munurinn á þessum leikjum. Og geta í körfubolta bæði á sóknarvelli og varnarvelli. Hins vegar er eitt af því sem er líka öðruvísi að Þór Þorlákshöfn spilaðir náttúrulega gjörsamlega frábæran leik á móti okkur á Króknum. Þeir voru að skjóta eitthvað í kringum 70 prósent í hálfleik í þriggja stiga skotum og gerðu það frábærlega í þeim leik.“ Tindastóll mætir Þórsurum fra Akureyri í lokaumferð Subway-deildarinnar næstkomandi fimmtudag. Þórsarar eru fallnir úr deildinni, en Baldur segir að það sé mikilvægt að mæta af sama krafti og í kvöld þar sem það geti verið erfitt að spila á móti algjörlega pressulausum liðum. „Hver einasti leikur er erfiður og þeir eru búnir að vera að spila 50/50 leiki bæði við KR og Blikana. Við verðum að mæta einbeittir og með sömu orku og í kvöld. Ef við ætlum að fara að vera flatir þá bara getum við tapað þeim leik,“ sagði Baldur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski körfuboltinn Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Tindastóll 85-91 | Mikilvægur sigur Stólanna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 28. mars 2022 19:55 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Tindastóll 85-91 | Mikilvægur sigur Stólanna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 28. mars 2022 19:55
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti