Siakam sendi þunnskipað lið Boston niður um þrjú sæti Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2022 07:30 Pascal Siakam keyrir framhjá Aaron Nesmith í sigri Toronto Raptors í nótt. AP/Frank Gunn Pascal Siakam skoraði 40 stig þegar Toronto Raptors unnu mikilvægan sigur og sendu Boston Celtics niður úr efsta sæti austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í gær. Leikurinn var annar tveggja leikja sem fóru í framlengingu. Miami Heat er núna eitt á toppi austurdeildarinnar, eftir öruggan 123-100 sigur á Sacramento Kings í gær, en Boston fór alveg niður í 4. sæti. Toronto náði hins vegar að lyfta sér upp úr umspilssæti og í 6. sæti austurdeildarinnar. The NBA Standings after Monday night!The Miami Heat reclaim #1 in the Easthttps://t.co/xhCSbzNSi7 pic.twitter.com/my4nQM4qh4— NBA (@NBA) March 29, 2022 Siakam skoraði ekki bara 40 stig heldur tók 13 fráköst í 115-112 sigri Toronto í gær. Hann skoraði til að mynda mikilvæga körfu seint í framlengingunni. 4 0 piece SPICY Pascal Siakam ERUPTED for a season-high 40 points including the game deciding basket in OT! #WeTheNorth@pskills43: 40 PTS, 13 REB, 3 STL, 2 BLK pic.twitter.com/vyRPyWTKJc— NBA (@NBA) March 29, 2022 Lið Boston var ansi þunnskipað og lék án Jaylen Brown, Jason Tatum, Al Horford og Robert Williams III, í aðeins fimmta tapleik sínum í síðustu 29 leikjum. Brown og Tatum munu báðir hafa verið aumir í hnjánum en ættu að vera með á morgun þegar Boston fær Miami í heimsókn í sannkölluðum stórleik. Jokic með þrefalda tvennu Einnig var framlengt í Portland þar sem gestirnir frá Oklahoma City Thunder unnu 134-131 sigur. Isaiah Roby skoraði 30 stig fyrir Oklahoma og Aaron Wiggins 28 en liðið er engu að síður næstneðst í vesturdeildinni og vonir Portland um að komast upp í umspil eru einnig afar litlar. Isaiah Roby WENT OFF for a career-high 30 points (11-13 FGM) in the @okcthunder win, and hit a CLUTCH 3 with seconds remaining to force OT! #ThunderUp@roby_isaiah: 30 PTS, 8 REB, 4 AST, 2 STL, 2 BLK, 4 3PM pic.twitter.com/OcvNEEYQrA— NBA (@NBA) March 29, 2022 Nikola Jokic og félagar í Denver Nuggets eru hins vegar í 6. sæti vesturdeildarinnar og nálægt næstu liðum eftir 113-109 sigur gegn Charlotte Hornets. Jókerinn stóð fyrir sínu og skoraði 26 stig, tók 19 fráköst og gaf 11 stoðsendingar, og náði þar með sinni nítjándu þrennu í vetur. Nikola Jokic dropped his 19th triple-double of the season to propel the @nuggets to the win! #MileHighBasketball 26 PTS | 19 REB | 11 AST | 2 STL pic.twitter.com/bTAQyRvwxD— NBA (@NBA) March 29, 2022 Úrslitin í gær: Charlotte 109-113 Denver Cleveland 107-101 Orlando Indiana 123-132 Atlanta Miami 123-100 Sacramento New York 109-104 Chicago Toronto 115-112 (e. framl.) Boston Houston 120-123 San Antonio Memphis 123-95 Golden State Portland 131-134 (e. framl.) Oklahoma NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Miami Heat er núna eitt á toppi austurdeildarinnar, eftir öruggan 123-100 sigur á Sacramento Kings í gær, en Boston fór alveg niður í 4. sæti. Toronto náði hins vegar að lyfta sér upp úr umspilssæti og í 6. sæti austurdeildarinnar. The NBA Standings after Monday night!The Miami Heat reclaim #1 in the Easthttps://t.co/xhCSbzNSi7 pic.twitter.com/my4nQM4qh4— NBA (@NBA) March 29, 2022 Siakam skoraði ekki bara 40 stig heldur tók 13 fráköst í 115-112 sigri Toronto í gær. Hann skoraði til að mynda mikilvæga körfu seint í framlengingunni. 4 0 piece SPICY Pascal Siakam ERUPTED for a season-high 40 points including the game deciding basket in OT! #WeTheNorth@pskills43: 40 PTS, 13 REB, 3 STL, 2 BLK pic.twitter.com/vyRPyWTKJc— NBA (@NBA) March 29, 2022 Lið Boston var ansi þunnskipað og lék án Jaylen Brown, Jason Tatum, Al Horford og Robert Williams III, í aðeins fimmta tapleik sínum í síðustu 29 leikjum. Brown og Tatum munu báðir hafa verið aumir í hnjánum en ættu að vera með á morgun þegar Boston fær Miami í heimsókn í sannkölluðum stórleik. Jokic með þrefalda tvennu Einnig var framlengt í Portland þar sem gestirnir frá Oklahoma City Thunder unnu 134-131 sigur. Isaiah Roby skoraði 30 stig fyrir Oklahoma og Aaron Wiggins 28 en liðið er engu að síður næstneðst í vesturdeildinni og vonir Portland um að komast upp í umspil eru einnig afar litlar. Isaiah Roby WENT OFF for a career-high 30 points (11-13 FGM) in the @okcthunder win, and hit a CLUTCH 3 with seconds remaining to force OT! #ThunderUp@roby_isaiah: 30 PTS, 8 REB, 4 AST, 2 STL, 2 BLK, 4 3PM pic.twitter.com/OcvNEEYQrA— NBA (@NBA) March 29, 2022 Nikola Jokic og félagar í Denver Nuggets eru hins vegar í 6. sæti vesturdeildarinnar og nálægt næstu liðum eftir 113-109 sigur gegn Charlotte Hornets. Jókerinn stóð fyrir sínu og skoraði 26 stig, tók 19 fráköst og gaf 11 stoðsendingar, og náði þar með sinni nítjándu þrennu í vetur. Nikola Jokic dropped his 19th triple-double of the season to propel the @nuggets to the win! #MileHighBasketball 26 PTS | 19 REB | 11 AST | 2 STL pic.twitter.com/bTAQyRvwxD— NBA (@NBA) March 29, 2022 Úrslitin í gær: Charlotte 109-113 Denver Cleveland 107-101 Orlando Indiana 123-132 Atlanta Miami 123-100 Sacramento New York 109-104 Chicago Toronto 115-112 (e. framl.) Boston Houston 120-123 San Antonio Memphis 123-95 Golden State Portland 131-134 (e. framl.) Oklahoma NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Charlotte 109-113 Denver Cleveland 107-101 Orlando Indiana 123-132 Atlanta Miami 123-100 Sacramento New York 109-104 Chicago Toronto 115-112 (e. framl.) Boston Houston 120-123 San Antonio Memphis 123-95 Golden State Portland 131-134 (e. framl.) Oklahoma
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira