Tæplega átta tíma gat á gögnum Hvíta hússins frá 6. janúar Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2022 10:49 Donald Trump vildi sitja áfram í embætti, þó hann hefði tapað forsetakosningunum 2020. AP/Alex Brandon Upplýsingar um símtöl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á tæplega átta klukkustunda tímabili vantar inn í gögn Hvíta hússins frá deginum þegar stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna. Þingnefnd sem hefur árásina á þinghúsið til rannsóknar kannar nú hvort Trump hafi notað aðrar og óformlegar leiðir til að ræða við starfsmenn sína og stuðningsmenn. Samkvæmt gögnum Hvíta hússins sem afhent voru þinginu, ræddi Trump ekki við neinn í síma milli 11:17 og 18:54 þann 6. janúar. Það er þrátt fyrir að fyrir liggi að Trump ræddi við fjölda fólks á þessum tíma. Þetta var þegar fjölmargir stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Ekki hafa fundist vísbendingar um að átt hafi verið við gögnin og því er talið að Trump hafi rætt við fólk með óformlegum leiðum. Gögnin voru afhent nefndinni fyrr á árinu eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði þingið mega fá þau. Sjá einnig: Hæstiréttur brást vonum Trumps Í aðdraganda dagsins hringdi Trump í fjölmarga þingmenn Repúblikanaflokksins en hann vildi beita Mike Pence, varaforseta, þrýstingi og fá hann til að hafna úrslitum kosninganna í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Það er eitthvað sem Pence hafði ekki formlegt vald til að gera. Í frétt Washington Post segir að fyrir liggi að Trump hafi rætt við ýmsa bandamenn sína á tímabilinu sem um ræðir. Þeirra á meðal séu öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee og Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni. Heimildarmenn WP í þinginu segja að verið sé að skoða hvort Trump sé að reyna að hylma yfir við hverja hann ræddi þennan dag og um hvað. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump í mál við Clinton og flokksstjórn Demókrata Donald Trump hefur höfðað mál gegn Hillary Clinton, flokksstjórn Demókrataflokksins og tuttugu og sex öðrum einstaklingum vegna ásakana um tengingu hans við Rússland í kosningabaráttunni árið 2016 og fer fram á milljónir dollara í skaðabætur. 24. mars 2022 22:46 Varðist ásökunum um linkind í garð barnaníðinga Ketanji Brown Jackson hefur varið undanförnum tveimur dögum í að svara fjölmörgum spurningum bandarískra öldungadeildarþingmanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt hana til Hæstaréttar og ef hún kemst í gegnum staðfestingaferli öldungadeildarinnar verður hún fyrsta þeldökka konan í Hæstarétti Bandaríkjanna. 23. mars 2022 10:09 Segir Pútín hafa ætlað að bíða þar til Trump losaði sig við NATO Fyrrum öryggisráðgjafi Donald Trump sagði í viðtali í dag að hann telji að Vladimir Pútín hafi ætlað sér að bíða með innrás í Úkraínu þar til Trump yrði endurkjörinn og myndi draga Bandaríkin úr NATO. 5. mars 2022 23:01 Hvert áfallið á fætur öðru hjá Trump Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna hefur staðfest að Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók leynileg gögn með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu til Flórída í byrjun árs í fyrra. Trump hefur orðið fyrir hverju lagalegu áfallinu á fætur öðru í vikunni. 19. febrúar 2022 09:48 Tók leynileg gögn með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók leynileg gögn með sér til Flórída eftir að hann steig úr embætti. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. 10. febrúar 2022 23:40 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Samkvæmt gögnum Hvíta hússins sem afhent voru þinginu, ræddi Trump ekki við neinn í síma milli 11:17 og 18:54 þann 6. janúar. Það er þrátt fyrir að fyrir liggi að Trump ræddi við fjölda fólks á þessum tíma. Þetta var þegar fjölmargir stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Ekki hafa fundist vísbendingar um að átt hafi verið við gögnin og því er talið að Trump hafi rætt við fólk með óformlegum leiðum. Gögnin voru afhent nefndinni fyrr á árinu eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði þingið mega fá þau. Sjá einnig: Hæstiréttur brást vonum Trumps Í aðdraganda dagsins hringdi Trump í fjölmarga þingmenn Repúblikanaflokksins en hann vildi beita Mike Pence, varaforseta, þrýstingi og fá hann til að hafna úrslitum kosninganna í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Það er eitthvað sem Pence hafði ekki formlegt vald til að gera. Í frétt Washington Post segir að fyrir liggi að Trump hafi rætt við ýmsa bandamenn sína á tímabilinu sem um ræðir. Þeirra á meðal séu öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee og Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni. Heimildarmenn WP í þinginu segja að verið sé að skoða hvort Trump sé að reyna að hylma yfir við hverja hann ræddi þennan dag og um hvað.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump í mál við Clinton og flokksstjórn Demókrata Donald Trump hefur höfðað mál gegn Hillary Clinton, flokksstjórn Demókrataflokksins og tuttugu og sex öðrum einstaklingum vegna ásakana um tengingu hans við Rússland í kosningabaráttunni árið 2016 og fer fram á milljónir dollara í skaðabætur. 24. mars 2022 22:46 Varðist ásökunum um linkind í garð barnaníðinga Ketanji Brown Jackson hefur varið undanförnum tveimur dögum í að svara fjölmörgum spurningum bandarískra öldungadeildarþingmanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt hana til Hæstaréttar og ef hún kemst í gegnum staðfestingaferli öldungadeildarinnar verður hún fyrsta þeldökka konan í Hæstarétti Bandaríkjanna. 23. mars 2022 10:09 Segir Pútín hafa ætlað að bíða þar til Trump losaði sig við NATO Fyrrum öryggisráðgjafi Donald Trump sagði í viðtali í dag að hann telji að Vladimir Pútín hafi ætlað sér að bíða með innrás í Úkraínu þar til Trump yrði endurkjörinn og myndi draga Bandaríkin úr NATO. 5. mars 2022 23:01 Hvert áfallið á fætur öðru hjá Trump Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna hefur staðfest að Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók leynileg gögn með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu til Flórída í byrjun árs í fyrra. Trump hefur orðið fyrir hverju lagalegu áfallinu á fætur öðru í vikunni. 19. febrúar 2022 09:48 Tók leynileg gögn með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók leynileg gögn með sér til Flórída eftir að hann steig úr embætti. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. 10. febrúar 2022 23:40 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Trump í mál við Clinton og flokksstjórn Demókrata Donald Trump hefur höfðað mál gegn Hillary Clinton, flokksstjórn Demókrataflokksins og tuttugu og sex öðrum einstaklingum vegna ásakana um tengingu hans við Rússland í kosningabaráttunni árið 2016 og fer fram á milljónir dollara í skaðabætur. 24. mars 2022 22:46
Varðist ásökunum um linkind í garð barnaníðinga Ketanji Brown Jackson hefur varið undanförnum tveimur dögum í að svara fjölmörgum spurningum bandarískra öldungadeildarþingmanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt hana til Hæstaréttar og ef hún kemst í gegnum staðfestingaferli öldungadeildarinnar verður hún fyrsta þeldökka konan í Hæstarétti Bandaríkjanna. 23. mars 2022 10:09
Segir Pútín hafa ætlað að bíða þar til Trump losaði sig við NATO Fyrrum öryggisráðgjafi Donald Trump sagði í viðtali í dag að hann telji að Vladimir Pútín hafi ætlað sér að bíða með innrás í Úkraínu þar til Trump yrði endurkjörinn og myndi draga Bandaríkin úr NATO. 5. mars 2022 23:01
Hvert áfallið á fætur öðru hjá Trump Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna hefur staðfest að Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók leynileg gögn með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu til Flórída í byrjun árs í fyrra. Trump hefur orðið fyrir hverju lagalegu áfallinu á fætur öðru í vikunni. 19. febrúar 2022 09:48
Tók leynileg gögn með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók leynileg gögn með sér til Flórída eftir að hann steig úr embætti. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. 10. febrúar 2022 23:40