Sólirnar unnu Curry-lausa Stríðsmenn í hörkuleik | Luka og LaMelo léku listir sínar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. mars 2022 07:31 Chris Paul steig upp þegar mest á reyndi. Ezra Shaw/Getty Images Það var vægast sagt nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Alls fóru 11 leikir fram. Besta lið deildarinnar, Phoenix Suns, vann nauman sigur á Stephen Curry-lausu liði Golden State Warriors, LaMelo Ball var í stuði er Charlotte Hornets vann New York Knicks og Luka Dončić heldur áfram að heilla með Dallas Mavericks. Sólirnar frá Phoenix heimsóttu Stríðsmennina í Golden State í stórleik næturinnar. Fyrir fram var búist við sigri gestanna enda vantaði skærustu stjörnu heimamanna, Stephen Curry. Úr varð hins vegar hörkuleikur þar sem allt var í járnum frá upphafi til enda. Jordan Poole steig upp í liði Golden State og átti frábæran leik og fékk boltann í hendurnar undir lok leiks þegar heimamenn þurftu þrist til að jafna metin. Eftir að Chris Paul hafði komið gestunum þremur stigum yfir fékk Poole boltann. CP3 drops the floater to secure the win for the @Suns! pic.twitter.com/rIWqjeN7Ja— NBA (@NBA) March 31, 2022 Með fjórar sekúndur eftir á klukkunni ákvað Poole hins vegar að taka skot frá miðju sem rataði ekki ofan í, heimamenn brutu og Sólirnar kláruðu leikinn á vítalínunni, lokatölur 103-107. Jordan Poole launched from halfcourt with four seconds left Suns win. pic.twitter.com/AhBefW7DFr— ESPN (@espn) March 31, 2022 Poole endaði leikinn með 38 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar. Var þetta fimmtándi leikur hans í röð með 20 stig eða meira. Hjá gestunum voru Devin Booker og Mikal Bridges stigahæstir með 22 stig hvor. Þar á eftir kom Deandre Ayton með 16 stig og jafn mörg fráköst. LaMelo Ball fór hamförum er Geitungarnir frá Charlotte unnu heillum horfið lið New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Heimamenn gerðu sitt besta en það dugði ekki til gegn spræku liði Charlotte, lokatölur 114-125. LaMelo Ball dimed out a career high 15 assists in NYC to orchestrate the @hornets to the win! #AllFly@MELOD1P: 20 PTS, 5 REB, 15 AST, 3 STL pic.twitter.com/E0ZmLRF5DW— NBA (@NBA) March 31, 2022 LaMelo var reyndar ekki stigahæstur í liði gestanna en hann skoraði „aðeins“ 20 stig á meðan Miles Bridges setti niður 31 og Kelly Oubre Junior skoraði 21 stig. LaMelo gaf hins vegar 15 stoðsendingar í leiknum, eitthvað sem hann hefur aldrei gert áður. Hjá Knicks var Evan Fournier stigahæstur með 30 stig og þar á eftir kom RJ Barrett með 25 stig. Cleveland Cavaliers tók á móti Dallas Mavericks í hörkuleik. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en Cleveland leiddi í hálfleik til þess eins að hrynja í 3. leikhluta þar sem Luka og félagar fóru á kostum. Á endanum fór það svo að gestirnir frá Dallas unnu með átta stiga mun, lokatölur 112-120. Caris LeVert skoraði 32 stig í liði heimamanna og Darius Garlandi var með 25 stig ásamt 10 stoðsendingum. Í liði Dallas var Luka með 35 stig og 13 stoðsendingar á meðan Dorian Finney-Smith skoraði 28 stig. Luka had the magic on display in the @dallasmavs win, dropping 23 points in the second-half to erase their halftime deficit! #MFFL@luka7doncic: 35 PTS, 9 REB, 13 AST, 2 BLK pic.twitter.com/Wzns2JGk3z— NBA (@NBA) March 31, 2022 Í öðrum leikjum þá vann Miami Heat frábæran endurkomu sigur á Boston Celtics þökk sé frábærum 4. leikhluta, lokatölur í Boston 98-106. Jaylen Brown stigahæstur í liði heimamanna með 28 stig á meðan Jimmy Butler skoraði 24 fyrir Heat. Memphis Grizzlies unnu nauman eins stigs sigur á San Antonio Spurs, lokatölur 112-111. Dejounte Murray var að venju allt í öllu hjá Spurs, hann skoraði 33 stig og tók 13 fráköst. Hjá Grizzlies var Tyus Jones stigahæstur með 25 stig. Þá skoraði Trae Young 41 stig í öruggum sigri Atlanta Hawks á Oklahoma City Thunder, lokatölur 136-118 Hawks í vil. 41 PTS, 8 AST, 2 STL, 4 3PM @TheTraeYoung erupted for 41 points in just 3 quarters of play to propel the @ATLHawks to their 3rd straight win! #TrueToAtlanta pic.twitter.com/5JrHr3KgPb— NBA (@NBA) March 31, 2022 Önnur úrslit Portland Trail Blazers 107-117 New Orleans Pelicans Houston Rockets 118-121 Sacramento Kings Washington Wizards 127-110 Orlandi Magic Toronto Raptors 125-102 Minnesota Timberwolves Indiana Pacers 118-125 Denver Nuggets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Sjá meira
Sólirnar frá Phoenix heimsóttu Stríðsmennina í Golden State í stórleik næturinnar. Fyrir fram var búist við sigri gestanna enda vantaði skærustu stjörnu heimamanna, Stephen Curry. Úr varð hins vegar hörkuleikur þar sem allt var í járnum frá upphafi til enda. Jordan Poole steig upp í liði Golden State og átti frábæran leik og fékk boltann í hendurnar undir lok leiks þegar heimamenn þurftu þrist til að jafna metin. Eftir að Chris Paul hafði komið gestunum þremur stigum yfir fékk Poole boltann. CP3 drops the floater to secure the win for the @Suns! pic.twitter.com/rIWqjeN7Ja— NBA (@NBA) March 31, 2022 Með fjórar sekúndur eftir á klukkunni ákvað Poole hins vegar að taka skot frá miðju sem rataði ekki ofan í, heimamenn brutu og Sólirnar kláruðu leikinn á vítalínunni, lokatölur 103-107. Jordan Poole launched from halfcourt with four seconds left Suns win. pic.twitter.com/AhBefW7DFr— ESPN (@espn) March 31, 2022 Poole endaði leikinn með 38 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar. Var þetta fimmtándi leikur hans í röð með 20 stig eða meira. Hjá gestunum voru Devin Booker og Mikal Bridges stigahæstir með 22 stig hvor. Þar á eftir kom Deandre Ayton með 16 stig og jafn mörg fráköst. LaMelo Ball fór hamförum er Geitungarnir frá Charlotte unnu heillum horfið lið New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Heimamenn gerðu sitt besta en það dugði ekki til gegn spræku liði Charlotte, lokatölur 114-125. LaMelo Ball dimed out a career high 15 assists in NYC to orchestrate the @hornets to the win! #AllFly@MELOD1P: 20 PTS, 5 REB, 15 AST, 3 STL pic.twitter.com/E0ZmLRF5DW— NBA (@NBA) March 31, 2022 LaMelo var reyndar ekki stigahæstur í liði gestanna en hann skoraði „aðeins“ 20 stig á meðan Miles Bridges setti niður 31 og Kelly Oubre Junior skoraði 21 stig. LaMelo gaf hins vegar 15 stoðsendingar í leiknum, eitthvað sem hann hefur aldrei gert áður. Hjá Knicks var Evan Fournier stigahæstur með 30 stig og þar á eftir kom RJ Barrett með 25 stig. Cleveland Cavaliers tók á móti Dallas Mavericks í hörkuleik. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en Cleveland leiddi í hálfleik til þess eins að hrynja í 3. leikhluta þar sem Luka og félagar fóru á kostum. Á endanum fór það svo að gestirnir frá Dallas unnu með átta stiga mun, lokatölur 112-120. Caris LeVert skoraði 32 stig í liði heimamanna og Darius Garlandi var með 25 stig ásamt 10 stoðsendingum. Í liði Dallas var Luka með 35 stig og 13 stoðsendingar á meðan Dorian Finney-Smith skoraði 28 stig. Luka had the magic on display in the @dallasmavs win, dropping 23 points in the second-half to erase their halftime deficit! #MFFL@luka7doncic: 35 PTS, 9 REB, 13 AST, 2 BLK pic.twitter.com/Wzns2JGk3z— NBA (@NBA) March 31, 2022 Í öðrum leikjum þá vann Miami Heat frábæran endurkomu sigur á Boston Celtics þökk sé frábærum 4. leikhluta, lokatölur í Boston 98-106. Jaylen Brown stigahæstur í liði heimamanna með 28 stig á meðan Jimmy Butler skoraði 24 fyrir Heat. Memphis Grizzlies unnu nauman eins stigs sigur á San Antonio Spurs, lokatölur 112-111. Dejounte Murray var að venju allt í öllu hjá Spurs, hann skoraði 33 stig og tók 13 fráköst. Hjá Grizzlies var Tyus Jones stigahæstur með 25 stig. Þá skoraði Trae Young 41 stig í öruggum sigri Atlanta Hawks á Oklahoma City Thunder, lokatölur 136-118 Hawks í vil. 41 PTS, 8 AST, 2 STL, 4 3PM @TheTraeYoung erupted for 41 points in just 3 quarters of play to propel the @ATLHawks to their 3rd straight win! #TrueToAtlanta pic.twitter.com/5JrHr3KgPb— NBA (@NBA) March 31, 2022 Önnur úrslit Portland Trail Blazers 107-117 New Orleans Pelicans Houston Rockets 118-121 Sacramento Kings Washington Wizards 127-110 Orlandi Magic Toronto Raptors 125-102 Minnesota Timberwolves Indiana Pacers 118-125 Denver Nuggets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Sjá meira