Við eigum öll rétt til náms! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 31. mars 2022 12:32 Ég sótti þá mögnuðu ráðstefnu Nám er fyrir okkur öll í vikunni. Þegar ég gekk í salinn fór um mig gleði og baráttutilfinning. Þetta var troðfullur salur af fólki sem á það sameiginlegt að hafa verið sett til hliðar í uppbyggingu íslenska menntakerfisins en segir nú: Hingað og ekki lengra! Á ráðstefnunni töluðu fötluð ungmenni og fullorðið fatlað fólk um tækifærin sem þau myndu svo gjarnan vilja hafa. Tækifærin sem við öll hin höfum. Einlægnin, kjarkurinn og baráttuandi þessara frábæru einstaklinga sem hver og einn tók ákvörðun um að stíga fram skein svo sterkt í gegn. Þarna heyrðust raddirnar sem skiptir svo miklu máli að hlustað sé á. Þau sögðu reynslusögurnar sínar um vonina og þrána og hversu óskiljanlegt það er að vera ekki talin verðug þess að njóta menntakerfisins okkar. Hvers vegna í veröldinni erum við að hafna þátttöku fatlaðs fólks með þessum hætti? Á sama tíma og við höfum skuldbundið okkur til annars. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður alveg skýrt á um réttindi fatlaðs fólks til náms. Fötluð ungmenni sækja leik- og grunnskóla eins og önnur börn og langflest sækja nám á starfsbrautum framhaldsskólanna. En við 20 ára aldurinn er líkt og þessir einstaklingar búi ekki lengur í sama samfélagi og áður því við tekur ekkert nema óvissa og of fá tækifæri og hverjar dyrnar lokast á eftir annarri. En við þurfum ekki að hafa þetta svona. Við getum einfaldlega breytt kerfinu okkar og gert mikið mikið betur. Á hverju ári útskrifast 65-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Fötluð ungmenni sem hafa farið í gegnum skólakerfið frá leikskóla yfir í grunnskóla og standa á sömu tímamótum og ófatlaðir jafnaldrar við útskrift úr framhaldsskóla. Eftirvænting og tilhlökkun ætti að vera þeim efst í huga líkt og annarra ungmenna. En menntakerfið skapar ekki rými fyrir alla. Bara suma. Og bara á fáum, afmörkuðum námsleiðum. Það er allt rangt við það hvernig kerfið okkar er að mæta þessum dýrmæta hópi og við því þarf að bregðast. Enginn mælir þessu bót, enginn telur það sanngjarnt eða réttlætanlegt að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda og annað fólk. Kerfið er mannanna verk og því er ekki eftir neinu að bíða. Tökum höndum saman og sköpum námstækifæri fyrir öll. Líka fötluð ungmenni. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sótti þá mögnuðu ráðstefnu Nám er fyrir okkur öll í vikunni. Þegar ég gekk í salinn fór um mig gleði og baráttutilfinning. Þetta var troðfullur salur af fólki sem á það sameiginlegt að hafa verið sett til hliðar í uppbyggingu íslenska menntakerfisins en segir nú: Hingað og ekki lengra! Á ráðstefnunni töluðu fötluð ungmenni og fullorðið fatlað fólk um tækifærin sem þau myndu svo gjarnan vilja hafa. Tækifærin sem við öll hin höfum. Einlægnin, kjarkurinn og baráttuandi þessara frábæru einstaklinga sem hver og einn tók ákvörðun um að stíga fram skein svo sterkt í gegn. Þarna heyrðust raddirnar sem skiptir svo miklu máli að hlustað sé á. Þau sögðu reynslusögurnar sínar um vonina og þrána og hversu óskiljanlegt það er að vera ekki talin verðug þess að njóta menntakerfisins okkar. Hvers vegna í veröldinni erum við að hafna þátttöku fatlaðs fólks með þessum hætti? Á sama tíma og við höfum skuldbundið okkur til annars. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður alveg skýrt á um réttindi fatlaðs fólks til náms. Fötluð ungmenni sækja leik- og grunnskóla eins og önnur börn og langflest sækja nám á starfsbrautum framhaldsskólanna. En við 20 ára aldurinn er líkt og þessir einstaklingar búi ekki lengur í sama samfélagi og áður því við tekur ekkert nema óvissa og of fá tækifæri og hverjar dyrnar lokast á eftir annarri. En við þurfum ekki að hafa þetta svona. Við getum einfaldlega breytt kerfinu okkar og gert mikið mikið betur. Á hverju ári útskrifast 65-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Fötluð ungmenni sem hafa farið í gegnum skólakerfið frá leikskóla yfir í grunnskóla og standa á sömu tímamótum og ófatlaðir jafnaldrar við útskrift úr framhaldsskóla. Eftirvænting og tilhlökkun ætti að vera þeim efst í huga líkt og annarra ungmenna. En menntakerfið skapar ekki rými fyrir alla. Bara suma. Og bara á fáum, afmörkuðum námsleiðum. Það er allt rangt við það hvernig kerfið okkar er að mæta þessum dýrmæta hópi og við því þarf að bregðast. Enginn mælir þessu bót, enginn telur það sanngjarnt eða réttlætanlegt að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda og annað fólk. Kerfið er mannanna verk og því er ekki eftir neinu að bíða. Tökum höndum saman og sköpum námstækifæri fyrir öll. Líka fötluð ungmenni. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Landssamtökunum Þroskahjálp.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun