Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. mars 2022 22:00 Fjölmenni var á hátíðinni. Ráðherrar, ráðgjafar, frumkvöðlar og fjárfestar með fulla vasa. Vísir/Arnar Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stóð fyrir hátíðinni, þar sem markmiðið var að kynna nýsköpunarfyrirtæki á Norðurlandi fyrir fjárfestum. Matur, vatn og orka voru áhersluorð hátíðarinnar. „Þetta snýst rosa mikið um tengslamyndun og líka bara akkúrat að fá fjárfestana norður. Þetta hefur oft verið þannig að við höfum verið að fara suður til að sækja fjármagn ef þess þarf í start-up verkefni,“ sagði Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, sem kom að skipulagningu hátíðarinnar. Fulltrúar fjársterkra aðila fylgdust grannt með kynningum frumkvöðlanna, þar á meðal fulltrúi Eyris Venture Management, sem sérhæfir sig í að fjárfesta í verkefnum sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir - Framkvæmdastjóri EimsVísir/Arnar Þið eruð væntanlega með alla anga úti að reyna að finna vænlega kosti. Er það oft sem þið fáið tækifæri eins og þetta, að koma eitthvað út á land að kynnast því sem er í gangi þar? „Nei, það er ekki oft sem við fáum þetta tækifæri að koma út á land að kynnast þeim tækifærum sem eru úti á landi,“ sagði Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Venture Management. „Það að það sé skipulagður svona viðburður þar sem við getum komið að sunnan, kynnt okkur þetta allt og fengið að sjá hvað hvað er að gerast. Þetta skiptir rosalega miklu máli, líka fyrir okkur, fyrir þau sem eru að starfa í þessum sprotafyrirtækjum og fyrir okkur sem erum í fjárfestingum,“ sagði hún einnig. Möguleg stórfyrirtæki framtíðarinnar Frumkvöðlafyrirtækin tíu eru fjölbreytt en öll með það að markmiði að vekja athygli á hátíðinni í dag. Efla tengslsin, frá ráðgjöf og mögulega næla sér í fjármagn fyrir framtíðina. Á meðal þeirra sem hélt kynningu í dag var Júlía Katrín Björke, framkvæmdastjóri Mýsköpunar, en Vísir kíkti í heimsókn í nýsköpunarfyrirtæki hennar í vetur. „Þetta var náttúrulega mjög spennandi en dálítil áskorun líka. Það er ekki á hverjum degi sem maður er að kynna fyrirtækið sitt fyrir fullum sal af fólki og ráðherrum líka en frábært tækifæri,“ sagði Júlía Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar hélt erindi áður en frumkvöðlarnir kynntu fyrirtæki sín. Hvatti hún þá til dáða.Vísir/Arnar Ráðherra nýsköpunarmála fylgdist grannt með og var ánægð með nýskökunarkraftinn á Norðurlandi. Kannski leynist næsta stórfyrirtæki landsins hér? „Þau leynast oft á svona stöðum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar Nýsköpun Tækni Umhverfismál Matvælaframleiðsla Fjallabyggð Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stóð fyrir hátíðinni, þar sem markmiðið var að kynna nýsköpunarfyrirtæki á Norðurlandi fyrir fjárfestum. Matur, vatn og orka voru áhersluorð hátíðarinnar. „Þetta snýst rosa mikið um tengslamyndun og líka bara akkúrat að fá fjárfestana norður. Þetta hefur oft verið þannig að við höfum verið að fara suður til að sækja fjármagn ef þess þarf í start-up verkefni,“ sagði Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, sem kom að skipulagningu hátíðarinnar. Fulltrúar fjársterkra aðila fylgdust grannt með kynningum frumkvöðlanna, þar á meðal fulltrúi Eyris Venture Management, sem sérhæfir sig í að fjárfesta í verkefnum sem hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir - Framkvæmdastjóri EimsVísir/Arnar Þið eruð væntanlega með alla anga úti að reyna að finna vænlega kosti. Er það oft sem þið fáið tækifæri eins og þetta, að koma eitthvað út á land að kynnast því sem er í gangi þar? „Nei, það er ekki oft sem við fáum þetta tækifæri að koma út á land að kynnast þeim tækifærum sem eru úti á landi,“ sagði Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Venture Management. „Það að það sé skipulagður svona viðburður þar sem við getum komið að sunnan, kynnt okkur þetta allt og fengið að sjá hvað hvað er að gerast. Þetta skiptir rosalega miklu máli, líka fyrir okkur, fyrir þau sem eru að starfa í þessum sprotafyrirtækjum og fyrir okkur sem erum í fjárfestingum,“ sagði hún einnig. Möguleg stórfyrirtæki framtíðarinnar Frumkvöðlafyrirtækin tíu eru fjölbreytt en öll með það að markmiði að vekja athygli á hátíðinni í dag. Efla tengslsin, frá ráðgjöf og mögulega næla sér í fjármagn fyrir framtíðina. Á meðal þeirra sem hélt kynningu í dag var Júlía Katrín Björke, framkvæmdastjóri Mýsköpunar, en Vísir kíkti í heimsókn í nýsköpunarfyrirtæki hennar í vetur. „Þetta var náttúrulega mjög spennandi en dálítil áskorun líka. Það er ekki á hverjum degi sem maður er að kynna fyrirtækið sitt fyrir fullum sal af fólki og ráðherrum líka en frábært tækifæri,“ sagði Júlía Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar hélt erindi áður en frumkvöðlarnir kynntu fyrirtæki sín. Hvatti hún þá til dáða.Vísir/Arnar Ráðherra nýsköpunarmála fylgdist grannt með og var ánægð með nýskökunarkraftinn á Norðurlandi. Kannski leynist næsta stórfyrirtæki landsins hér? „Þau leynast oft á svona stöðum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar
Nýsköpun Tækni Umhverfismál Matvælaframleiðsla Fjallabyggð Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira