„Ekki hafa áhyggjur af guðinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 10:31 Kevin Durant átti góðan leik er Brooklyn Nets tapaði með minnsta mun fyrir Milwaukee Bucks í nótt. Al Bello/Getty Images Kevin Durant er samur við sig á samfélagsmiðlum. Það eru fáir íþróttamenn áhugaverðari á samfélagsmiðlum en körfuboltamaðurinn Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets. Ásamt því að vera einn besti körfuboltamaður samtímans þá er Durant með munninn fyrir neðan nefið. Ólíkt mörgum íþróttamönnum – og frægu fólki almennt – sem er með teymi sem sjá um samfélagsmiðla fyrir sig þá sér Durant um þetta alveg sjálfur. Situr hann ekki á skoðunum sínum og svarar fólki fullum hálsi ef hann telur ástæðu til. Honum fannst ástæða til í nótt eftir að fjölmiðlamaðurinn Nick Wright tísti að hann vorkenndi Durant. Wright tjáði sig á Twitter eftir leik Nets og Milwaukee Bucks í nótt. Giannis átti stórleik er meistarar Milwaukee unnu eins stigs sigur. Gríska goðið skoraði hvorki meira né minna en 44 stig og varð um leið stigahæsti leikmaður í sögu Bucks. Durant skoraði 26 stig og gaf 11 stoðsendingar. Wright tísti skömmu eftir leik að Durant hefði verið næstbesti leikmaður NBA-deildarinnar á eftir LeBron James undanfarinn áratug. Nú þegar Durant gæti loks tekið fram úr LeBron þá væri gríska goðið Giannis Antetokounmpo tekinn við keflinu sem besti leikmaður deildarinnar. Tapið sem og skoðun Wright hafði lítil áhrif á Durant sem svaraði fljótlega: „Það er óþarfi að vorkenna guðinum Nicky litli. Lífið hefur verið ótrúlegt.“ Don t feel bad for the god. Life has been incredible little Nicky https://t.co/fZ0jrPHXHm— Kevin Durant (@KDTrey5) April 1, 2022 Wright lét þetta ekki á sig fá og velti fyrir sér ef „Ef KD er „Guð“ hvað er Giannis þá?“ Durant var að sjálfsögðu með svar á reiðum höndum: „Guð. Alveg eins og þú en þú vilt frekar vera peð.“ A god. Just like you are but u rather be a peasant https://t.co/ZSmUmhGl1D— Kevin Durant (@KDTrey5) April 1, 2022 Hinn 33 ára gamli Kevin Durant hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2007. Ásamt því að leika fyrir Brooklyn hefur hann einnig spilað fyrir Oklahoma City Thunder - áður Seattle SuperSonics - og Golden State Warriors þar sem hann varð tvívegis meistari. Durant hefur tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Einnig hefur hann tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður Stjörnuleiks NBA-deildarinnar. Alls hefur hann tekið þátt í Stjörnuleiknum tólf sinnum. Þá á Durant þrjú Ólympíugull (2012, 2016 og 2020) ásamt því að verða heimsmeistari árið 2010. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Sjá meira
Það eru fáir íþróttamenn áhugaverðari á samfélagsmiðlum en körfuboltamaðurinn Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets. Ásamt því að vera einn besti körfuboltamaður samtímans þá er Durant með munninn fyrir neðan nefið. Ólíkt mörgum íþróttamönnum – og frægu fólki almennt – sem er með teymi sem sjá um samfélagsmiðla fyrir sig þá sér Durant um þetta alveg sjálfur. Situr hann ekki á skoðunum sínum og svarar fólki fullum hálsi ef hann telur ástæðu til. Honum fannst ástæða til í nótt eftir að fjölmiðlamaðurinn Nick Wright tísti að hann vorkenndi Durant. Wright tjáði sig á Twitter eftir leik Nets og Milwaukee Bucks í nótt. Giannis átti stórleik er meistarar Milwaukee unnu eins stigs sigur. Gríska goðið skoraði hvorki meira né minna en 44 stig og varð um leið stigahæsti leikmaður í sögu Bucks. Durant skoraði 26 stig og gaf 11 stoðsendingar. Wright tísti skömmu eftir leik að Durant hefði verið næstbesti leikmaður NBA-deildarinnar á eftir LeBron James undanfarinn áratug. Nú þegar Durant gæti loks tekið fram úr LeBron þá væri gríska goðið Giannis Antetokounmpo tekinn við keflinu sem besti leikmaður deildarinnar. Tapið sem og skoðun Wright hafði lítil áhrif á Durant sem svaraði fljótlega: „Það er óþarfi að vorkenna guðinum Nicky litli. Lífið hefur verið ótrúlegt.“ Don t feel bad for the god. Life has been incredible little Nicky https://t.co/fZ0jrPHXHm— Kevin Durant (@KDTrey5) April 1, 2022 Wright lét þetta ekki á sig fá og velti fyrir sér ef „Ef KD er „Guð“ hvað er Giannis þá?“ Durant var að sjálfsögðu með svar á reiðum höndum: „Guð. Alveg eins og þú en þú vilt frekar vera peð.“ A god. Just like you are but u rather be a peasant https://t.co/ZSmUmhGl1D— Kevin Durant (@KDTrey5) April 1, 2022 Hinn 33 ára gamli Kevin Durant hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2007. Ásamt því að leika fyrir Brooklyn hefur hann einnig spilað fyrir Oklahoma City Thunder - áður Seattle SuperSonics - og Golden State Warriors þar sem hann varð tvívegis meistari. Durant hefur tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Einnig hefur hann tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður Stjörnuleiks NBA-deildarinnar. Alls hefur hann tekið þátt í Stjörnuleiknum tólf sinnum. Þá á Durant þrjú Ólympíugull (2012, 2016 og 2020) ásamt því að verða heimsmeistari árið 2010. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Sjá meira