Dísella fer með hlutverk Tye drottningar í óperunni sem byggð er á lífi og valdatíð egypska faraósins Akhnaten. Óperan var sett upp í Metropolitan óperunni í New York í Bandaríkjunum og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda.
Hún mætti á Grammy verðlaunin í gær með Braga Jónssyni og voru þau glæsileg á rauða dreglinum. Dísella steig fyrst á stokk í Metropolitan óperunni árið 2013.