Safna styrkjum í gegnum list og menningu
Samtökin Arists4Ukraine hófu störf sín í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Sænska listakonan Julia Mai Linnéa Maria fékk hugmynd um að hefja list uppboð til að safna styrkjum fyrir Úkraínu og íslensk-úkraínski listamaðurinn Alexander Zaklynsky stökk beint í að hjálpa til við framtakið. Þannig þróuðu þau hugmyndina að safna pening fyrir góðgerðarsamtökum úti í gegnum list og menningu og með því ná athygli almennings, sýna samstöðu og varpa ljósi á hvernig fólk geti hjálpað og sýnt stuðning.
Samstarf við Bíó Paradís
Í samtali við blaðamann segja þau að upphaflega hafi planið verið að þróa þennan vettvang fyrir listamenn til að gefa verk sín til sölu sem færi beint til góðgerðafélaga en þetta hafi svo þróast í samstarfsverkefni með Bíó Paradís við að sýna úkraínskar kvikmyndir. Þannig getur miðasalan farið beint til góðgerðarsamtaka sem vinna með Úkraínu í yfirvofandi stríði.
Kvikmyndir og listaverkauppboð
Sýningartími hefst klukkan 19:00 og fyrr um daginn fer fram hljóðlaust listaverka uppboð sem stendur frá klukkan tvö til átta. Listamaðurinn Eliash Strongowski mun einnig sýna verk sín og öll sala af verkum hans fer til Hostpitallers Medical Battalion, sem er hópur heilbrigðisstarfsfólks sem vinnur hörðum höndum við að bjarga lífum í Úkraínu um þessar mundir.

Öll sala á sýningarmiðum rennur beint til DOCU/HELP sjóðsins, sem var stofnaður sem styrktarsjóður fyrir úkraínska kvikmyndagerðarmenn sem sýna mikið hugrekki í starfi með því að sýna heiminum frá árásum Rússa og kynna heiminn fyrir samtímamenningu Úkraínu. Einnig auðveldar þetta Úkraínumönnum að koma til Íslands og taka upp efni þeim að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna hér og miðasala fer fram hér.