Ballið búið hjá LA Lakers eftir enn eitt tapið í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2022 07:31 LeBron James var í borgarlegum klæðum í nótt en hér ræðir hann við Chris Paul á meðan leiknum stóð. AP/Rick Scuteri Los Angeles Lakers á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en síðasta vonin dó í nótt eftir tap á móti Phoenix Suns á sama tíma og San Antonio Spurs vann sinn leik. Devin Booker gerði Lakers lífið leitt með 32 stigum á 30 mínútum þegar Phoenix Suns vann 121-110 sigur á Los Angeles Lakers og skellti með því úrslitakeppnishurðinni á nefið á Lakers mönnum. Ayton var með 22 stig og 13 fráköst á aðeins 27 mínútum og Chris Paul gaf 12 stoðsendingar á 24 mínútum. Þetta var 63. sigur Phoenix á tímabilinu sem er félagsmet. Devin Booker finishes off the alley oop in #PhantomCam19 points for Book on NBA TV pic.twitter.com/vaZCDZ9TVi— NBA (@NBA) April 6, 2022 Lakers hefur nú tapað sjö leikjum í röð og þessi endir á tímabilinu hefur verið ansi vandræðalegur fyrir þetta stórveldi sem ætlaði sér að keppa um titilinn í ár. Russell Westbrook skoraði 28 stig og Anthony Davis var með 21 stig og 13 fráköst en það dugði ekki Lakers. LeBron James missti af öðrum leiknum í röð vegna meiðsla og getur nú hvílt út tímabilið af því að það er ekkert lengur í boði. LeBron þarf þó tvo leiki til að eiga möguleika á að ná lágmörkunum til að verða stigakóngur NBA-deildarinnar á hans aldri. Það má því búast við að hann reyni við það í lokaleikjum liðsins þó að liðið geti ekki gert neitt í þeim. JOEL EMBIID IS GOING OFF ON NBA LEAGUE PASSHe's up to 39 points (17/26 FGM).Watch Now: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/4L5jfoA6fq— NBA (@NBA) April 6, 2022 Devin Vassell og Keldon Johnson voru báðir með 20 stig þegar San Antonio Spurs vann 116-97 útisigur á Denver Nuggets og þessi tryggði liðinu síðasta sætið í umspilinu á kostnað Lakers. Lakers varð því að vinna en gerði það ekki. Nikola Jokic var með 41 stig og 17 fráköst hjá Denver en hitti aðeins úr 18 af 35 skotum sem. Liðið átti möguleika að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en tókst það ekki. The @sixers set a franchise record with 22 3PM tonight!Tyrese Maxey drains his 8th three-pointer of the night (career high).Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/mGBMoBNvoj— NBA (@NBA) April 6, 2022 Joel Embiid minnir áfram á sig fyrir um umræðuna um mikilvægasta leikmann deildarinnar en hann var með 45 stig og 13 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 131-122 sigur á Indiana Pacers. Með sigrinum komst 76ers liðið upp að hliða Boston Celtics og Milwaukee Bucks í öðru sæti Austurdeildarinnar. Með þessu á Embiid möguleika að verða fyrsti miðherjinn síðan Shaquille O'Neal til að verða stigakóngur og hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Russell Westbrook 2016-17 sem nær tólf leikjum með að minnsta kosti 40 stigum og 10 fráköstum. 41 points x Kyrie Irving pic.twitter.com/3WBb5vgUGf— NBA (@NBA) April 6, 2022 Kyrie Irving má nú spila heimaleikina og hann var með 42 stig þegar Brooklyn Nets vann 118-105 sigur á Houston Rockets. Irving skoraði sautján af stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Þar sem að Cleveland, Atlanta og Charlotte töpuðu öll þá jafnaði Nets við Atlanta Hawks í áttunda sætinu í Austurdeildinni. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 121-110 Denver Nuggets - San Antonio Spurs 97-116 Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 106-127 Brooklyn Nets - Houston Rockets 118-105 Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 122-131 Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 120-115 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 98-94 Miami Heat - Charlotte Hornets 144-115 Toronto Raptors - Atlanta Hawks 118-108 Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 114-132 Utah Jazz - Memphis Grizzlies 121-115 (framlengt) Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 109-123 Tyler Herro has 33 PTS & 6 3PM Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/biNSKfL29e— NBA (@NBA) April 6, 2022 NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Sjá meira
Devin Booker gerði Lakers lífið leitt með 32 stigum á 30 mínútum þegar Phoenix Suns vann 121-110 sigur á Los Angeles Lakers og skellti með því úrslitakeppnishurðinni á nefið á Lakers mönnum. Ayton var með 22 stig og 13 fráköst á aðeins 27 mínútum og Chris Paul gaf 12 stoðsendingar á 24 mínútum. Þetta var 63. sigur Phoenix á tímabilinu sem er félagsmet. Devin Booker finishes off the alley oop in #PhantomCam19 points for Book on NBA TV pic.twitter.com/vaZCDZ9TVi— NBA (@NBA) April 6, 2022 Lakers hefur nú tapað sjö leikjum í röð og þessi endir á tímabilinu hefur verið ansi vandræðalegur fyrir þetta stórveldi sem ætlaði sér að keppa um titilinn í ár. Russell Westbrook skoraði 28 stig og Anthony Davis var með 21 stig og 13 fráköst en það dugði ekki Lakers. LeBron James missti af öðrum leiknum í röð vegna meiðsla og getur nú hvílt út tímabilið af því að það er ekkert lengur í boði. LeBron þarf þó tvo leiki til að eiga möguleika á að ná lágmörkunum til að verða stigakóngur NBA-deildarinnar á hans aldri. Það má því búast við að hann reyni við það í lokaleikjum liðsins þó að liðið geti ekki gert neitt í þeim. JOEL EMBIID IS GOING OFF ON NBA LEAGUE PASSHe's up to 39 points (17/26 FGM).Watch Now: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/4L5jfoA6fq— NBA (@NBA) April 6, 2022 Devin Vassell og Keldon Johnson voru báðir með 20 stig þegar San Antonio Spurs vann 116-97 útisigur á Denver Nuggets og þessi tryggði liðinu síðasta sætið í umspilinu á kostnað Lakers. Lakers varð því að vinna en gerði það ekki. Nikola Jokic var með 41 stig og 17 fráköst hjá Denver en hitti aðeins úr 18 af 35 skotum sem. Liðið átti möguleika að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en tókst það ekki. The @sixers set a franchise record with 22 3PM tonight!Tyrese Maxey drains his 8th three-pointer of the night (career high).Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/mGBMoBNvoj— NBA (@NBA) April 6, 2022 Joel Embiid minnir áfram á sig fyrir um umræðuna um mikilvægasta leikmann deildarinnar en hann var með 45 stig og 13 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 131-122 sigur á Indiana Pacers. Með sigrinum komst 76ers liðið upp að hliða Boston Celtics og Milwaukee Bucks í öðru sæti Austurdeildarinnar. Með þessu á Embiid möguleika að verða fyrsti miðherjinn síðan Shaquille O'Neal til að verða stigakóngur og hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Russell Westbrook 2016-17 sem nær tólf leikjum með að minnsta kosti 40 stigum og 10 fráköstum. 41 points x Kyrie Irving pic.twitter.com/3WBb5vgUGf— NBA (@NBA) April 6, 2022 Kyrie Irving má nú spila heimaleikina og hann var með 42 stig þegar Brooklyn Nets vann 118-105 sigur á Houston Rockets. Irving skoraði sautján af stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Þar sem að Cleveland, Atlanta og Charlotte töpuðu öll þá jafnaði Nets við Atlanta Hawks í áttunda sætinu í Austurdeildinni. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 121-110 Denver Nuggets - San Antonio Spurs 97-116 Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 106-127 Brooklyn Nets - Houston Rockets 118-105 Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 122-131 Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 120-115 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 98-94 Miami Heat - Charlotte Hornets 144-115 Toronto Raptors - Atlanta Hawks 118-108 Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 114-132 Utah Jazz - Memphis Grizzlies 121-115 (framlengt) Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 109-123 Tyler Herro has 33 PTS & 6 3PM Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/biNSKfL29e— NBA (@NBA) April 6, 2022
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 121-110 Denver Nuggets - San Antonio Spurs 97-116 Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 106-127 Brooklyn Nets - Houston Rockets 118-105 Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 122-131 Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 120-115 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 98-94 Miami Heat - Charlotte Hornets 144-115 Toronto Raptors - Atlanta Hawks 118-108 Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 114-132 Utah Jazz - Memphis Grizzlies 121-115 (framlengt) Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 109-123
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Sjá meira