Sara gæti „léttilega“ spilað en takkaskór Dagnýjar týndust Sindri Sverrisson skrifar 6. apríl 2022 12:36 Dagný Brynjarsdóttir auglýsti eftir takkaskónum sínum á Instagram. Hún hefur endurheimt Söru Björk Gunnarsdóttur sem liðsfélaga í landsliðinu. Instagram/@dagnybrynjars og vísir/vilhelm Staðan á leikmannahópi íslenska landsliðsins er nokkuð góð fyrir leikinn mikilvæga við Hvíta-Rússland í Belgrad á morgun, í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari greindi frá því á blaðamannafundi í hádeginu að miðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir yrði að vísu ekki með í leiknum á morgun, vegna minni háttar hnémeiðsla. Hún verður hins vegar klár í slaginn gegn Tékklandi næsta þriðjudag, samkvæmt Þorsteini. Sara Björk Gunnarsdóttir, sem eignaðist son í nóvember, hefur litið vel út á sínum fyrstu landsliðsæfingum í langan tíma og Þorsteinn segir hana alveg ráða við að spila 90 mínútna leik. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) „Hún er á fínum stað, svipuð og ég bjóst við og vonaðist eftir. Auðvitað vitum við að hún er kannski ekki í leikæfingu en hún er í fínu standi,“ sagði Þorsteinn sem vildi ekki segja til um hvort að Sara yrði í byrjunarliðinu á morgun: „Ég er ekki búinn að tilkynna byrjunarliðið en það kemur bara í ljós. Hún er í formi til að spila, getur það alveg léttilega, og allar þrek- og hlaupatölur koma vel út fyrir hana. Ég hef engar áhyggjur af því að hún geti ekki spilað í níutíu mínútur. Hún er á virkilega góðum stað miðað við hversu stuttur tími þetta er [frá fæðingunni]. Hún hefur náttúrulega lagt hart að sér til að komast í þetta stand á þessum tíma, og að ná því fylgir líka einhver heppni svo að þú lendir ekki í einhverju bakslagi. Sem betur fer fyrir hana og okkur þá hefur þetta bara gengið vel hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. Stutt að fara til að kaupa nýja skó Dagný Brynjarsdóttir, sem leikur með West Ham, auglýsti á Instagram eftir ferðatösku sinni sem virðist hafa orðið eftir á Heathrow-flugvelli. Hún er hins vegar komin með takkaskó fyrir leikinn á morgun: „Það er verslunarmiðstöð hérna 100 metra frá okkur þannig að það var ekki flókið mál fyrir hana að græja það. Það eina sem hana vantaði var takkaskór og legghlífar og það tók enga stund að leysa það,“ sagði Þorsteinn léttur í bragði. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sonurinn í góðum höndum hjá Árna meðan Sara spilar með landsliðinu Sara Björk Gunnarsdóttir segist hafa átt kost á því að taka son sinn með í verkefnið með íslenska landsliðinu. Hann verði hins vegar hjá föður sínum í Frakklandi á meðan því stendur. 6. apríl 2022 09:00 Sonurinn í góðum höndum hjá Árna meðan Sara spilar með landsliðinu Sara Björk Gunnarsdóttir segist hafa átt kost á því að taka son sinn með í verkefnið með íslenska landsliðinu. Hann verði hins vegar hjá föður sínum í Frakklandi á meðan því stendur. 6. apríl 2022 09:00 AC Milan hafði áhuga á Svövu en hún gæti ekki verið ánægðari með að hafa valið Brann Eftir erfiða tíma í Frakklandi þar sem hún fékk nánast ekkert að spila nýtur Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í fótbolta, lífsins hjá Brann í Noregi. 5. apríl 2022 16:30 „Ekki í mínu besta standi en held, vona og líður eins og ég sé ekki langt frá því“ Sara Björk Gunnarsdóttir segist ekki enn vera komin í sitt besta form en það styttist í það. Hún hefði viljað fá fleiri tækifæri með Lyon eftir að hún sneri aftur eftir barnsburð. 5. apríl 2022 14:01 Sara snýr aftur í landsliðið Sara Björk Gunnarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í næsta mánuði. Sara hefur ekki leikið með landsliðinu í rúmt ár vegna barneigna. 25. mars 2022 13:10 Kynnti hópinn sem mætir Tékkum í algjörum lykilleik Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hvaða leikmenn færu í leikina mikilvægu við Hvíta-Rússland og Tékklandi í undankeppni heimsmeistaramótsins. 25. mars 2022 13:01 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari greindi frá því á blaðamannafundi í hádeginu að miðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir yrði að vísu ekki með í leiknum á morgun, vegna minni háttar hnémeiðsla. Hún verður hins vegar klár í slaginn gegn Tékklandi næsta þriðjudag, samkvæmt Þorsteini. Sara Björk Gunnarsdóttir, sem eignaðist son í nóvember, hefur litið vel út á sínum fyrstu landsliðsæfingum í langan tíma og Þorsteinn segir hana alveg ráða við að spila 90 mínútna leik. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) „Hún er á fínum stað, svipuð og ég bjóst við og vonaðist eftir. Auðvitað vitum við að hún er kannski ekki í leikæfingu en hún er í fínu standi,“ sagði Þorsteinn sem vildi ekki segja til um hvort að Sara yrði í byrjunarliðinu á morgun: „Ég er ekki búinn að tilkynna byrjunarliðið en það kemur bara í ljós. Hún er í formi til að spila, getur það alveg léttilega, og allar þrek- og hlaupatölur koma vel út fyrir hana. Ég hef engar áhyggjur af því að hún geti ekki spilað í níutíu mínútur. Hún er á virkilega góðum stað miðað við hversu stuttur tími þetta er [frá fæðingunni]. Hún hefur náttúrulega lagt hart að sér til að komast í þetta stand á þessum tíma, og að ná því fylgir líka einhver heppni svo að þú lendir ekki í einhverju bakslagi. Sem betur fer fyrir hana og okkur þá hefur þetta bara gengið vel hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. Stutt að fara til að kaupa nýja skó Dagný Brynjarsdóttir, sem leikur með West Ham, auglýsti á Instagram eftir ferðatösku sinni sem virðist hafa orðið eftir á Heathrow-flugvelli. Hún er hins vegar komin með takkaskó fyrir leikinn á morgun: „Það er verslunarmiðstöð hérna 100 metra frá okkur þannig að það var ekki flókið mál fyrir hana að græja það. Það eina sem hana vantaði var takkaskór og legghlífar og það tók enga stund að leysa það,“ sagði Þorsteinn léttur í bragði.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sonurinn í góðum höndum hjá Árna meðan Sara spilar með landsliðinu Sara Björk Gunnarsdóttir segist hafa átt kost á því að taka son sinn með í verkefnið með íslenska landsliðinu. Hann verði hins vegar hjá föður sínum í Frakklandi á meðan því stendur. 6. apríl 2022 09:00 Sonurinn í góðum höndum hjá Árna meðan Sara spilar með landsliðinu Sara Björk Gunnarsdóttir segist hafa átt kost á því að taka son sinn með í verkefnið með íslenska landsliðinu. Hann verði hins vegar hjá föður sínum í Frakklandi á meðan því stendur. 6. apríl 2022 09:00 AC Milan hafði áhuga á Svövu en hún gæti ekki verið ánægðari með að hafa valið Brann Eftir erfiða tíma í Frakklandi þar sem hún fékk nánast ekkert að spila nýtur Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í fótbolta, lífsins hjá Brann í Noregi. 5. apríl 2022 16:30 „Ekki í mínu besta standi en held, vona og líður eins og ég sé ekki langt frá því“ Sara Björk Gunnarsdóttir segist ekki enn vera komin í sitt besta form en það styttist í það. Hún hefði viljað fá fleiri tækifæri með Lyon eftir að hún sneri aftur eftir barnsburð. 5. apríl 2022 14:01 Sara snýr aftur í landsliðið Sara Björk Gunnarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í næsta mánuði. Sara hefur ekki leikið með landsliðinu í rúmt ár vegna barneigna. 25. mars 2022 13:10 Kynnti hópinn sem mætir Tékkum í algjörum lykilleik Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hvaða leikmenn færu í leikina mikilvægu við Hvíta-Rússland og Tékklandi í undankeppni heimsmeistaramótsins. 25. mars 2022 13:01 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Sonurinn í góðum höndum hjá Árna meðan Sara spilar með landsliðinu Sara Björk Gunnarsdóttir segist hafa átt kost á því að taka son sinn með í verkefnið með íslenska landsliðinu. Hann verði hins vegar hjá föður sínum í Frakklandi á meðan því stendur. 6. apríl 2022 09:00
Sonurinn í góðum höndum hjá Árna meðan Sara spilar með landsliðinu Sara Björk Gunnarsdóttir segist hafa átt kost á því að taka son sinn með í verkefnið með íslenska landsliðinu. Hann verði hins vegar hjá föður sínum í Frakklandi á meðan því stendur. 6. apríl 2022 09:00
AC Milan hafði áhuga á Svövu en hún gæti ekki verið ánægðari með að hafa valið Brann Eftir erfiða tíma í Frakklandi þar sem hún fékk nánast ekkert að spila nýtur Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í fótbolta, lífsins hjá Brann í Noregi. 5. apríl 2022 16:30
„Ekki í mínu besta standi en held, vona og líður eins og ég sé ekki langt frá því“ Sara Björk Gunnarsdóttir segist ekki enn vera komin í sitt besta form en það styttist í það. Hún hefði viljað fá fleiri tækifæri með Lyon eftir að hún sneri aftur eftir barnsburð. 5. apríl 2022 14:01
Sara snýr aftur í landsliðið Sara Björk Gunnarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í næsta mánuði. Sara hefur ekki leikið með landsliðinu í rúmt ár vegna barneigna. 25. mars 2022 13:10
Kynnti hópinn sem mætir Tékkum í algjörum lykilleik Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hvaða leikmenn færu í leikina mikilvægu við Hvíta-Rússland og Tékklandi í undankeppni heimsmeistaramótsins. 25. mars 2022 13:01