Clippers vann toppliðið, Nautin töpuðu þriðja leiknum í röð og Durant sökkti Knicks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2022 07:31 Steve Nash er rosalega glaður að hafa Kevin Durant í sínu liði. Sarah Stier/Getty Images Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers lagði besta lið deildarinnar - Phoenix Suns – á meðan Boston Celtics unnu stórsigur á Chicago Bulls og Brooklyn Nets vann borgarslaginn gegn New York Knicks. Gestirnir frá Phoenix eru þegar farnir að undirbúa úrslitakeppnina en tveir af þeirra bestu mönnum, Devin Booker og Chris Paul, voru hvíldir í nótt. Gaf það heimamönnum byr undir báða vængi og fóru þeir á kostum í fyrri hálfleik á meðan ekkert gekk upp hjá Phoenix. Eftir ótrúlegan annan leikhluta – sem endaði 34-9 – þá var staðan í hálfleik 60-31 og leikurinn svo gott sem búinn. Eftir nokkrar mínútur í þriðja leikhluta var staðan 73-36 og mætti halda að gestirnir hafi farið út að skemmta sér eftir sigurinn á Los Angeles Lakers degi áður. Í síðasta fjórðung leiksins vöknuðu gestirnir er heimamenn voru orðnir værukærir. Sólirnar skoruðu 48 stig gegn 26 og voru ekki langt frá því að knýja fram framlengingu, lokatölur 113-109 Clippers í vil. Norman Powell var stigahæstur í liði Clippers með 24 stig á aðeins 23 mínútum. Þetta var hans fyrsti leikur síðan hann fótbrotnaði fyrr á leiktíðinni. Þar á eftir kom Paul George en alls skoruðu sex leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Suns var Ishmail Wainright stigahæstur með 20 stig. Norm Powell leads the @LAClippers to victory in his return!@npowell2404: 24 points (6-10 FGM) pic.twitter.com/JWqoNWKUNN— NBA (@NBA) April 7, 2022 Chicago Bulls átti ekki roð í Boston Celtics í nótt enda fór það svo að Boston vann leikinn með 23 stiga mun, lokatölur 117-94. Þetta var þriðja tap Bulls í röð, allt gegn liðum sem eru ofar í töflunni. Það veltir upp þeirri spurningu hvort Nautin frá Chicago séu almennt tilbúin í úrslitakeppnina. Jaylen Brown skoraði 25 stig í liði Boston á meðan Al Horford skoraði 17 og tók 10 fráköst. Hjá Bulls var DeMar DeRozan með 16 stig. Brooklyn Nets byrjaði leik sinn gegn New York Knicks skelfilega og var 17 stigum undir í hálfleik. Frábær síðari hálfleik, sem endaði með því að liðið skoraði 38 stig gegn 16 í síðasta fjórðung, tryggði Nets sigurinn og montréttinn, lokatölur 110-98. Kevin Durant var með þrefalda tvennu í liði Nets. Hann skoraði 32 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Kyrie Irving með 24 stig. Hjá Knicks var Alec Burks stigahæstur með 24 stig. @KDTrey5's triple-double powers the @BrooklynNets 21-point comeback!32 points10 boards11 assists2 blocks pic.twitter.com/uKxF9WUKPp— NBA (@NBA) April 7, 2022 Trae Young skoraði 30 stig og gaf 11 stoðsendingar í sigri Atlanta Hawks á Washington Wizards, 118-103. Kristaps Porziņģis skoraði 26 stig fyrir galdramennina og tók 18 fráköst. Utah Jazz pakkaði Oklahoma City Thunder saman, 137-101. Þá fór Luka Dončić mikinn er Dallas Mavericks vann Detroit Pistons 131-113. Luka skoraði 26 stig og gaf 14 stoðsendingar á meðan nýliðinn Cade Cunningham skoraði 25 stig í liði Detroit ásamt því að gefa 9 stoðsendingar og taka 7 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Sjá meira
Gestirnir frá Phoenix eru þegar farnir að undirbúa úrslitakeppnina en tveir af þeirra bestu mönnum, Devin Booker og Chris Paul, voru hvíldir í nótt. Gaf það heimamönnum byr undir báða vængi og fóru þeir á kostum í fyrri hálfleik á meðan ekkert gekk upp hjá Phoenix. Eftir ótrúlegan annan leikhluta – sem endaði 34-9 – þá var staðan í hálfleik 60-31 og leikurinn svo gott sem búinn. Eftir nokkrar mínútur í þriðja leikhluta var staðan 73-36 og mætti halda að gestirnir hafi farið út að skemmta sér eftir sigurinn á Los Angeles Lakers degi áður. Í síðasta fjórðung leiksins vöknuðu gestirnir er heimamenn voru orðnir værukærir. Sólirnar skoruðu 48 stig gegn 26 og voru ekki langt frá því að knýja fram framlengingu, lokatölur 113-109 Clippers í vil. Norman Powell var stigahæstur í liði Clippers með 24 stig á aðeins 23 mínútum. Þetta var hans fyrsti leikur síðan hann fótbrotnaði fyrr á leiktíðinni. Þar á eftir kom Paul George en alls skoruðu sex leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Suns var Ishmail Wainright stigahæstur með 20 stig. Norm Powell leads the @LAClippers to victory in his return!@npowell2404: 24 points (6-10 FGM) pic.twitter.com/JWqoNWKUNN— NBA (@NBA) April 7, 2022 Chicago Bulls átti ekki roð í Boston Celtics í nótt enda fór það svo að Boston vann leikinn með 23 stiga mun, lokatölur 117-94. Þetta var þriðja tap Bulls í röð, allt gegn liðum sem eru ofar í töflunni. Það veltir upp þeirri spurningu hvort Nautin frá Chicago séu almennt tilbúin í úrslitakeppnina. Jaylen Brown skoraði 25 stig í liði Boston á meðan Al Horford skoraði 17 og tók 10 fráköst. Hjá Bulls var DeMar DeRozan með 16 stig. Brooklyn Nets byrjaði leik sinn gegn New York Knicks skelfilega og var 17 stigum undir í hálfleik. Frábær síðari hálfleik, sem endaði með því að liðið skoraði 38 stig gegn 16 í síðasta fjórðung, tryggði Nets sigurinn og montréttinn, lokatölur 110-98. Kevin Durant var með þrefalda tvennu í liði Nets. Hann skoraði 32 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Kyrie Irving með 24 stig. Hjá Knicks var Alec Burks stigahæstur með 24 stig. @KDTrey5's triple-double powers the @BrooklynNets 21-point comeback!32 points10 boards11 assists2 blocks pic.twitter.com/uKxF9WUKPp— NBA (@NBA) April 7, 2022 Trae Young skoraði 30 stig og gaf 11 stoðsendingar í sigri Atlanta Hawks á Washington Wizards, 118-103. Kristaps Porziņģis skoraði 26 stig fyrir galdramennina og tók 18 fráköst. Utah Jazz pakkaði Oklahoma City Thunder saman, 137-101. Þá fór Luka Dončić mikinn er Dallas Mavericks vann Detroit Pistons 131-113. Luka skoraði 26 stig og gaf 14 stoðsendingar á meðan nýliðinn Cade Cunningham skoraði 25 stig í liði Detroit ásamt því að gefa 9 stoðsendingar og taka 7 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Sjá meira