„Þurftu að bíða í björgunarbátunum í fimm sólarhringa“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2022 16:30 Atli Arnarsson vinnur að sinni fyrstu plötu. Birna Schram Tónlistarmaðurinn Atli Arnarsson gefur út sitt fyrsta tónlistarmyndband í dag við nýtt lag af komandi plötu hans Stígandi. Lagið nefnist Siglandi. Atli vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu sólóplötu sem kemur út síðar á árinu. Tónlistin á plötunni Stígandi er „instrumental“ og byggð á kassagítargrunnum og strengjakvartett. Biðu fimm daga í björgunarbátum Þema plötunnar er sjóslys sem varð árið 1967 þegar síldarbáturinn Stígandi sökk, langt norður í hafi. Í áhöfninni voru tólf menn sem allir náðu að komast í björgunarbáta. Afi Atla er einn þeirra. Mennirnir þurftu að bíða í björgunarbátunum í fimm sólarhringa, nánast án matar og drykkjar, áður en þeir loks fundust og björguðust allir. Hvert lag á plötunni táknar ákveðinn tímapunkt í ferlinu frá því að Stígandi sigldi af stað frá Ólafsfirði og þangað til áhöfnin bjargaðist. Samhliða tónlistinni hefur Atli unnið sem hljóðmaður og leggur nú stund á nám í hljóðhönnun við Den Danske Filmskole í Kaupmannahöfn. Klippa: Atli Arnarson - Siglandi Pláss fyrir litlu augnablikin Tónlistarmyndbandið við lagið var tekið upp í Kaupmannahöfn síðast liðinn desember og er leikstýrt af Birnu Ketilsdóttur Schram. Hún starfar sem leikstjóri í Kaupmannahöfn en myndin hennar Brávallagata 12 vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Stockfish í flokki heimildarverka nú á dögunum. Atli ArnarssonBirna Schram Birna segir mjúka og dreymandi tónlist Atla hafa hreyft við sér um leið og hún heyrði hana. „Ég sá strax fyrir mér senur við lagið. Mig langaði að gera myndband sem leikur á andstæður mýktarinnar með myndbandi sem fylgir degi í lífi byggingaverkamanna. Sýna næmni og vináttu í hráu og hörðu umhverfi. Gefa pláss fyrir litlu augnablikin, pásurnar og andardrættina í amstri hversdagsins“. Myndbandið og lagið kom út í dag og er nú aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum og í spilaranum ofar í fréttinni. Tónlist Tengdar fréttir Hreiðrið, Brávallagata 12, Chrysalis og Vesturbæjar Beach sigurvegarar Sprettfisks Um helgina fór fram uppskeruhátíð Sprettfisks, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar, með pomp og pragt. Sigurvegarar voru tilkynntir en þeir hljóta stærstu verðlaun sem veitt hafa verið á kvikmyndahátíð hér á landi til þessa. 5. apríl 2022 09:56 Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Atli vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu sólóplötu sem kemur út síðar á árinu. Tónlistin á plötunni Stígandi er „instrumental“ og byggð á kassagítargrunnum og strengjakvartett. Biðu fimm daga í björgunarbátum Þema plötunnar er sjóslys sem varð árið 1967 þegar síldarbáturinn Stígandi sökk, langt norður í hafi. Í áhöfninni voru tólf menn sem allir náðu að komast í björgunarbáta. Afi Atla er einn þeirra. Mennirnir þurftu að bíða í björgunarbátunum í fimm sólarhringa, nánast án matar og drykkjar, áður en þeir loks fundust og björguðust allir. Hvert lag á plötunni táknar ákveðinn tímapunkt í ferlinu frá því að Stígandi sigldi af stað frá Ólafsfirði og þangað til áhöfnin bjargaðist. Samhliða tónlistinni hefur Atli unnið sem hljóðmaður og leggur nú stund á nám í hljóðhönnun við Den Danske Filmskole í Kaupmannahöfn. Klippa: Atli Arnarson - Siglandi Pláss fyrir litlu augnablikin Tónlistarmyndbandið við lagið var tekið upp í Kaupmannahöfn síðast liðinn desember og er leikstýrt af Birnu Ketilsdóttur Schram. Hún starfar sem leikstjóri í Kaupmannahöfn en myndin hennar Brávallagata 12 vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Stockfish í flokki heimildarverka nú á dögunum. Atli ArnarssonBirna Schram Birna segir mjúka og dreymandi tónlist Atla hafa hreyft við sér um leið og hún heyrði hana. „Ég sá strax fyrir mér senur við lagið. Mig langaði að gera myndband sem leikur á andstæður mýktarinnar með myndbandi sem fylgir degi í lífi byggingaverkamanna. Sýna næmni og vináttu í hráu og hörðu umhverfi. Gefa pláss fyrir litlu augnablikin, pásurnar og andardrættina í amstri hversdagsins“. Myndbandið og lagið kom út í dag og er nú aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum og í spilaranum ofar í fréttinni.
Tónlist Tengdar fréttir Hreiðrið, Brávallagata 12, Chrysalis og Vesturbæjar Beach sigurvegarar Sprettfisks Um helgina fór fram uppskeruhátíð Sprettfisks, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar, með pomp og pragt. Sigurvegarar voru tilkynntir en þeir hljóta stærstu verðlaun sem veitt hafa verið á kvikmyndahátíð hér á landi til þessa. 5. apríl 2022 09:56 Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hreiðrið, Brávallagata 12, Chrysalis og Vesturbæjar Beach sigurvegarar Sprettfisks Um helgina fór fram uppskeruhátíð Sprettfisks, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar, með pomp og pragt. Sigurvegarar voru tilkynntir en þeir hljóta stærstu verðlaun sem veitt hafa verið á kvikmyndahátíð hér á landi til þessa. 5. apríl 2022 09:56