Slakað á í Sjanghæ: 4,8 milljónum hleypt út í fyrsta sinn í tvær vikur Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2022 09:48 Íbúar borgarinnar hafa búið við harðar sóttvarnaaðgerðir en útgöngubann hefur verið í borginni síðan þann 28. mars, eða í rúmar tvær vikur. AP Yfirvöld í Kína hafa slakað lítillega á sóttvörnum í Sjanghæ og stórum hluta þeirra 25 milljóna sem þar búa var hleypt út í fyrsta sinn í tvær vikur. Fjölmiðlar ytra segja fólk hafa hlaupið í verslanir til að kaupa matvæli eftir mikla inniveru. AP segir myndbönd sýna fólk brjótast inn í matvöruverslun og kalla eftir hjálp. Íbúar borgarinnar hafa búið við harðar sóttvarnaaðgerðir en útgöngubann hefur verið í borginni síðan þann 28. mars, eða í rúmar tvær vikur. Fyrirtækjum var lokað og hafa margir óttast að fólk myndi hreinlega deyja úr hungri á heimilum sínum. Í frétt Reuters segir að slakað hafi verið á takmörkunum á svæðum þar sem um 4,8 milljónir af 25 búa. Þar hafi fólki verið leyft að fara út eftir að enginn hafi greinst smitaður þar í fjórtán daga. Það er þó óljóst hve frjálst ferða sinna viðkomandi fólk er. Einn íbúi sagðist hafa fengið leyfi til að fara út hjá íbúastjórn síns fjölbýlishúss en það leyfi hafi verið afturkallað strax aftur. „Þetta breytist allt mjög hratt. Ef þú getur farið út er gott að gera það strax því það gæti breyst á næstu klukkustund,“ sagði konan við Reuters. Hinar skyndilegu lokanir í Sjanghæ hafa verið gagnrýndar af íbúum og þá sérstaklega vegna þess að fólk hafi ekki haft aðgang að matvælum og lyfjum og hafi ekki getað aðstoðar aldraða ættingja sem búa einir. AP segir ýmislegt benda til þess að lokunin í Sjanghæ hafi verið svo umfangsmikil sé vegna pólitíkur í Kína. Þessi vandræði í auðugustu borg Kína séu skömmustuleg fyrir Xi Jinping, sem ætlar á þessu ári að fara gegn venjum Kína og hefja sitt þriðja fimm ára kjörtímabil sem leiðtogi Kommúnistaflokksins. Smittölur séu tiltölulega lágar í Kína en Kommúnistaflokkurinn hefur haldið ströngum smitreglum sínum til streitu. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira
AP segir myndbönd sýna fólk brjótast inn í matvöruverslun og kalla eftir hjálp. Íbúar borgarinnar hafa búið við harðar sóttvarnaaðgerðir en útgöngubann hefur verið í borginni síðan þann 28. mars, eða í rúmar tvær vikur. Fyrirtækjum var lokað og hafa margir óttast að fólk myndi hreinlega deyja úr hungri á heimilum sínum. Í frétt Reuters segir að slakað hafi verið á takmörkunum á svæðum þar sem um 4,8 milljónir af 25 búa. Þar hafi fólki verið leyft að fara út eftir að enginn hafi greinst smitaður þar í fjórtán daga. Það er þó óljóst hve frjálst ferða sinna viðkomandi fólk er. Einn íbúi sagðist hafa fengið leyfi til að fara út hjá íbúastjórn síns fjölbýlishúss en það leyfi hafi verið afturkallað strax aftur. „Þetta breytist allt mjög hratt. Ef þú getur farið út er gott að gera það strax því það gæti breyst á næstu klukkustund,“ sagði konan við Reuters. Hinar skyndilegu lokanir í Sjanghæ hafa verið gagnrýndar af íbúum og þá sérstaklega vegna þess að fólk hafi ekki haft aðgang að matvælum og lyfjum og hafi ekki getað aðstoðar aldraða ættingja sem búa einir. AP segir ýmislegt benda til þess að lokunin í Sjanghæ hafi verið svo umfangsmikil sé vegna pólitíkur í Kína. Þessi vandræði í auðugustu borg Kína séu skömmustuleg fyrir Xi Jinping, sem ætlar á þessu ári að fara gegn venjum Kína og hefja sitt þriðja fimm ára kjörtímabil sem leiðtogi Kommúnistaflokksins. Smittölur séu tiltölulega lágar í Kína en Kommúnistaflokkurinn hefur haldið ströngum smitreglum sínum til streitu.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira