Ný móttökumiðstöð bylting í þjónustu Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 12. apríl 2022 10:30 Fólki sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fjölgað gríðarlega að undanförnu, ekki síst vegna innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að taka vel á móti fólki sem hingað leitar, en liður í því var að færa alla þjónustu við fólk sem hér sækir um alþjóðlega vernd til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis frá dómsmálaráðuneyti. Þar með verður öll þjónusta við fólk fyrir og eftir að það fær vernd undir sama ráðuneyti. Fólk á flótta er að koma úr gríðarlega erfiðum aðstæðum þar sem það hefur þurft að yfirgefa heimili sín með skömmum fyrirvara og skilja við fyrra líf sitt. Mikilvægi þess að grípa þetta fólk og hlúa að því dylst því engum. Þess vegna er það ákaflega ánægjulegt að hafa nýlega opnað nýja móttökumiðstöð þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd fá alla helstu þjónustu sem það þarf við komuna til landsins á einum stað. Í móttökumiðstöðinni koma saman ólíkar stofnanir sem áður voru á mörgum stöðum, en vinna nú á sama stað með það að markmiði að taka sem best á móti því fólki sem hér sækir um alþjóðlega vernd og veita því skjóta og skilvirka þjónustu við komuna og stuðla jafnframt að jákvæðari upplifun fólks af þjónustunni. Í móttökumiðstöðinni sér lögreglan um skráningu og auðkenningu fólks, Útlendingastofnun tekur móttökuviðtöl, undirbýr fyrstu búsetu og í tilfelli umsækjenda frá Úkraínu afgreiðir stofnunin umsóknir þeirra yfirleitt samdægurs. Heilsugæslan framkvæmir fyrstu heilbrigðisskoðun og Fjölmenningarsetur gerir þarfagreiningu í tengslum við varanleg húsnæðisúrræði og miðlar jafnframt umsækjendum sem komnir eru með vernd í bráðabirgðahúsnæði. Þá mun Vinnumálastofnun einnig fá aðstöðu í móttökumiðstöðinni til að miðla upplýsingum um atvinnumöguleika hérlendis. Móttökumiðstöðin felur því í sér mun betri þjónusta við fólk sem hingað leitar og hún skapar hagræði og yfirsýn fyrir okkur sem veitum þjónustuna. Móttökumiðstöðin er því bylting í þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ber ég miklar vonir til þess að hún sé komin til að vera. Höfundur er félag- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Fólki sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fjölgað gríðarlega að undanförnu, ekki síst vegna innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að taka vel á móti fólki sem hingað leitar, en liður í því var að færa alla þjónustu við fólk sem hér sækir um alþjóðlega vernd til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis frá dómsmálaráðuneyti. Þar með verður öll þjónusta við fólk fyrir og eftir að það fær vernd undir sama ráðuneyti. Fólk á flótta er að koma úr gríðarlega erfiðum aðstæðum þar sem það hefur þurft að yfirgefa heimili sín með skömmum fyrirvara og skilja við fyrra líf sitt. Mikilvægi þess að grípa þetta fólk og hlúa að því dylst því engum. Þess vegna er það ákaflega ánægjulegt að hafa nýlega opnað nýja móttökumiðstöð þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd fá alla helstu þjónustu sem það þarf við komuna til landsins á einum stað. Í móttökumiðstöðinni koma saman ólíkar stofnanir sem áður voru á mörgum stöðum, en vinna nú á sama stað með það að markmiði að taka sem best á móti því fólki sem hér sækir um alþjóðlega vernd og veita því skjóta og skilvirka þjónustu við komuna og stuðla jafnframt að jákvæðari upplifun fólks af þjónustunni. Í móttökumiðstöðinni sér lögreglan um skráningu og auðkenningu fólks, Útlendingastofnun tekur móttökuviðtöl, undirbýr fyrstu búsetu og í tilfelli umsækjenda frá Úkraínu afgreiðir stofnunin umsóknir þeirra yfirleitt samdægurs. Heilsugæslan framkvæmir fyrstu heilbrigðisskoðun og Fjölmenningarsetur gerir þarfagreiningu í tengslum við varanleg húsnæðisúrræði og miðlar jafnframt umsækjendum sem komnir eru með vernd í bráðabirgðahúsnæði. Þá mun Vinnumálastofnun einnig fá aðstöðu í móttökumiðstöðinni til að miðla upplýsingum um atvinnumöguleika hérlendis. Móttökumiðstöðin felur því í sér mun betri þjónusta við fólk sem hingað leitar og hún skapar hagræði og yfirsýn fyrir okkur sem veitum þjónustuna. Móttökumiðstöðin er því bylting í þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ber ég miklar vonir til þess að hún sé komin til að vera. Höfundur er félag- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar