„Risastórt sem við höfum gert á tveimur árum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2022 23:00 David Moyes var í skýjunum eftir stórsigur West Ham í Evrópudeildinni í kvöld. Claudio Villa/Getty Images David Moyes, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, var stoltur af sínum mönnum eftir 3-0 sigur liðsins gegn Lyon í átta liða úrslitum EVrópudeildarinnar í kvöld. Hann segir það ótrúlegt hvað liðið er komið langt síðan hann tók við stjórnartaumunum. „Ég er hrikalega stoltur af leikmönnunum, frammistöðunni og líklega mest af frammistöðu okkar í síðari hálfleik í fyrri leiknum þegar við vorum orðnir manni færri,“ sagði Moyes að leik loknum. „Það leit út fyrir að vera röng ákvörðun, en leikmennirnir héldu áfram, gáfust aldrei upp og náðu inn marki áður en við fengum á okkur mark. Ég held að ekki nokkur maður hafi haldið að við værum að fara áfram.“ Moyes segir að liðsheildin í West Ham liðinu sé ótrúleg og að það sé magnað að félagið sé að fara í undanúrslit Evrópudeildarinnar svo stuttu eftir að liðið átti í basli í ensku úrvalsdeildinni. „Þegar þú ert með góðan liðsanda - það er eitthvað sem allir þjálfarar vilja hafa og það er ekki auvelt. Þetta kemur aðallega frá því að vinna leiki því góð úrslit búa til góðan liðsanda. Við erum með góðan hóp af strákum og ég er heppinn.“ „Þeir hafa verið frábærir síðan ég kom hingað. Þetta tveggja ára ferðalag að fara frá því að reyna að bjarga okkur frá falli og nú erum við komnir í undanúrslit í stórri Evrópukeppni. Þetta er magnað og við getum farið að láta okkur hlakka til.“ „Þetta er risastórt sem við höfum gert á tveimur árum. Við erum kannski ekki búnir að vinna neina titla hingað til, en við erum að reyna að keppa við stóru liðin og berjast um Evrópusæti aftur. Að komast svona langt - við erum búnir að vinna stór lið sem eru vön Evrópukeppnum. Þú vinnur ekkert fyrir kvöldið í kvöld, en þetta var stórt augnablik fyrir okkur. Að vinna 3-0 á útivelli í Evrópukeppni eru virkilega góð úrslit,“ sagði Moyes að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
„Ég er hrikalega stoltur af leikmönnunum, frammistöðunni og líklega mest af frammistöðu okkar í síðari hálfleik í fyrri leiknum þegar við vorum orðnir manni færri,“ sagði Moyes að leik loknum. „Það leit út fyrir að vera röng ákvörðun, en leikmennirnir héldu áfram, gáfust aldrei upp og náðu inn marki áður en við fengum á okkur mark. Ég held að ekki nokkur maður hafi haldið að við værum að fara áfram.“ Moyes segir að liðsheildin í West Ham liðinu sé ótrúleg og að það sé magnað að félagið sé að fara í undanúrslit Evrópudeildarinnar svo stuttu eftir að liðið átti í basli í ensku úrvalsdeildinni. „Þegar þú ert með góðan liðsanda - það er eitthvað sem allir þjálfarar vilja hafa og það er ekki auvelt. Þetta kemur aðallega frá því að vinna leiki því góð úrslit búa til góðan liðsanda. Við erum með góðan hóp af strákum og ég er heppinn.“ „Þeir hafa verið frábærir síðan ég kom hingað. Þetta tveggja ára ferðalag að fara frá því að reyna að bjarga okkur frá falli og nú erum við komnir í undanúrslit í stórri Evrópukeppni. Þetta er magnað og við getum farið að láta okkur hlakka til.“ „Þetta er risastórt sem við höfum gert á tveimur árum. Við erum kannski ekki búnir að vinna neina titla hingað til, en við erum að reyna að keppa við stóru liðin og berjast um Evrópusæti aftur. Að komast svona langt - við erum búnir að vinna stór lið sem eru vön Evrópukeppnum. Þú vinnur ekkert fyrir kvöldið í kvöld, en þetta var stórt augnablik fyrir okkur. Að vinna 3-0 á útivelli í Evrópukeppni eru virkilega góð úrslit,“ sagði Moyes að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira