Er tilgangur ASÍ að berjast gegn Eflingu? Barbara Sawka skrifar 19. apríl 2022 09:01 Árið 2018 fengum við Eflingarfélagar tækifæri til að kjósa um formann í félaginu okkar í fyrsta sinn. Þá völdum við formann, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, til að vinna fyrir okkur. Það gerði hún svo sannarlega: Hún hefur undirbúið, skipulagt og leitt raunverulega baráttu fyrir okkur. Við höfum fengið von um að ef við stöndum saman þá eru okkur allir vegi færir. Því miður hafa frá 2018 verið endalaus vandræði frá starfsfólki skrifstofu Eflingar. Það hefur ekki verið borin virðing fyrir forystu láglaunafólks í þeirra eigin félagi og bæði almennir starfsmenn og stjórnendur hafa vaðið uppi með ótrúlegri frekju. Trúnaður hefur ekki verið virtur og kúganir hafa verið notaðar. Þegar þetta var orðið óbærilegt haustið 2021 þá tók Sólveig rétta ákvörðun um að segja af sér. Mjög sorglegt hefur verið að fylgjast með bandalaginu sem þá varð til milli forystu ASÍ, hörðustu andstæðinga Sólveigar úr röðum starfsfólks og fyrrverandi formanns og varaformanns Eflingar. Með aðstoð ASÍ tókst fyrrum formanni og varaformanni ásamt lögmanni félagsins að tefja aðalfund, þannig að hægt var að nota tímann til að koma í umferð alls konar fáránlegum en mjög alvarlegum ásökunum gegn Sólveigu, til dæmis um fjárdrátt. Þetta hefur forysta ASÍ stutt og tekið undir. Með þessu hafa andstæðingar Sólveigar Önnu sýnt að þeim er ekkert heilagt, ekki einu sinni orðspor félagsins okkar. Framkoman á aðalfundinum fyrr í þessum mánuði, sem vakið hefur athygli, var til skammar. Að starfsfólk félagsins, fyrrverandi formaður þess, starfsfólk, lögmaður og forysta ASÍ hafi tekið þátt í þessu finnst mér ótrúlegt. Mér finnst að þeir sem ganga harðast fram gegn stjórn Eflingar ættu að líta í eigin barm, til dæmis forseti Alþýðusambandsins. Hún tjáði sig ekki um þjófnað glæpafyrirtækisins Init á peningum okkar félagsmanna í verkalýðsfélögum í gegnum lífeyrissjóðinn okkar. Hún samþykkti leynilegt samkomulag við ríkisstjórnina um “Grænbók” þar sem á að taka af okkur samningsrétt og verkfallsvopnið. Það er stór skrítið að við félagsmenn séum að greiða meirihlutann af kostnaði við rekstur ASÍ þegar sambandið vinnur opinskátt á móti félaginu okkar og hagsmunum verkafólks. Hvenær er komið gott af árásum á Eflingu, fordæmingum á formanni okkar og afskiptum af löglegum ákvörðunum stjórnar? Hvernig væri að fara að snúa sér að hinum raunverulegu glæpamönnum Íslands, þeim sem til dæmis stela bönkum og ræna úr vösum verkafólks á hverjum degi? Þessu finnst mér að leiðtogar í verkalýðshreyfingunni mættu velta fyrir sér. Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Árið 2018 fengum við Eflingarfélagar tækifæri til að kjósa um formann í félaginu okkar í fyrsta sinn. Þá völdum við formann, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, til að vinna fyrir okkur. Það gerði hún svo sannarlega: Hún hefur undirbúið, skipulagt og leitt raunverulega baráttu fyrir okkur. Við höfum fengið von um að ef við stöndum saman þá eru okkur allir vegi færir. Því miður hafa frá 2018 verið endalaus vandræði frá starfsfólki skrifstofu Eflingar. Það hefur ekki verið borin virðing fyrir forystu láglaunafólks í þeirra eigin félagi og bæði almennir starfsmenn og stjórnendur hafa vaðið uppi með ótrúlegri frekju. Trúnaður hefur ekki verið virtur og kúganir hafa verið notaðar. Þegar þetta var orðið óbærilegt haustið 2021 þá tók Sólveig rétta ákvörðun um að segja af sér. Mjög sorglegt hefur verið að fylgjast með bandalaginu sem þá varð til milli forystu ASÍ, hörðustu andstæðinga Sólveigar úr röðum starfsfólks og fyrrverandi formanns og varaformanns Eflingar. Með aðstoð ASÍ tókst fyrrum formanni og varaformanni ásamt lögmanni félagsins að tefja aðalfund, þannig að hægt var að nota tímann til að koma í umferð alls konar fáránlegum en mjög alvarlegum ásökunum gegn Sólveigu, til dæmis um fjárdrátt. Þetta hefur forysta ASÍ stutt og tekið undir. Með þessu hafa andstæðingar Sólveigar Önnu sýnt að þeim er ekkert heilagt, ekki einu sinni orðspor félagsins okkar. Framkoman á aðalfundinum fyrr í þessum mánuði, sem vakið hefur athygli, var til skammar. Að starfsfólk félagsins, fyrrverandi formaður þess, starfsfólk, lögmaður og forysta ASÍ hafi tekið þátt í þessu finnst mér ótrúlegt. Mér finnst að þeir sem ganga harðast fram gegn stjórn Eflingar ættu að líta í eigin barm, til dæmis forseti Alþýðusambandsins. Hún tjáði sig ekki um þjófnað glæpafyrirtækisins Init á peningum okkar félagsmanna í verkalýðsfélögum í gegnum lífeyrissjóðinn okkar. Hún samþykkti leynilegt samkomulag við ríkisstjórnina um “Grænbók” þar sem á að taka af okkur samningsrétt og verkfallsvopnið. Það er stór skrítið að við félagsmenn séum að greiða meirihlutann af kostnaði við rekstur ASÍ þegar sambandið vinnur opinskátt á móti félaginu okkar og hagsmunum verkafólks. Hvenær er komið gott af árásum á Eflingu, fordæmingum á formanni okkar og afskiptum af löglegum ákvörðunum stjórnar? Hvernig væri að fara að snúa sér að hinum raunverulegu glæpamönnum Íslands, þeim sem til dæmis stela bönkum og ræna úr vösum verkafólks á hverjum degi? Þessu finnst mér að leiðtogar í verkalýðshreyfingunni mættu velta fyrir sér. Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun