Miami í toppmálum | Ingram og Morant öflugir er Pelicans og Grizzlies jöfnuðu metin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2022 07:30 Jimmy var magnaður í nótt. Michael Reaves/Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Miami Heat er komið 2-0 yfir gegn Atlanta Hawks, New Orleans Pelicans jöfnuðu metin gegn toppliði Phoenix Suns og Memphis Grizzlies jöfnuðu einnig metin gegn Minnesota Timberwolves. Jimmy Butler átti ótrúlegan leik í tíu stiga sigri Heat á Hawks, lokatölur 115-105. Butler virðist vera þannig leikmaður að hann nýtur sín hvað best í úrslitakeppninni og hann sýndi allar sínar bestu hliðar í nótt. Alls skoraði hann 45 stig á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Þá gaf hann fimm stoðsendingar ásamt því að hirða fimm fráköst. Tyler Herro var næststigahæstur í liði Heat með 15 stig. Hjá Hawks skoraði Bogdan Bogdanovic 29 stig og Trae Young skoraði 25 stig. 45 POINTS for Jimmy Buckets A new playoff career-high for @JimmyButler puts the @MiamiHEAT up 2-0!Game 3: Friday, 7 PM ET, ESPN pic.twitter.com/xAjzVassBk— NBA (@NBA) April 20, 2022 Phoenix Suns – óumdeilanlega besta lið deildarkeppninnar – tapaði óvænt gegn Pelicans í nótt en almennt var búist við því að Sólirnar myndu mæta með kúst með sér í einvígið. Gestirnir frá New Orleans voru ekki á því og unnu góðan 11 stiga sigur í nótt, lokatölur 125-114. Brandon Ingram minnti alþjóð á af hverju það var svona mikil spenna í kringum komu hans í deildina. Hann skoraði 37 stig, tók 11 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þar á eftir kom CJ McCollum með 23 stig, níu stoðsendingar og átta fráköst. 37 points for Brandon Ingram 26 in second half 11 rebounds, 9 assists Pelicans tie the series 1-1What a night for @B_Ingram13 in his second-ever playoff game.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/Nj6gKx9UM4— NBA (@NBA) April 20, 2022 Hjá Suns skoraði Devin Booker 31 stig á meðan Chris Paul skoraði 17 og gaf 14 stoðsendingar. Grizzlies gjörsamlega pökkuðu Timberwolves saman og jöfnuðu metin í einvíginu, lokatölur 124-96. Ja Morant skoraði 23 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók níu fráköst. Anthony Edwards skoraði 20 stig fyrir Minnesota. Ja helps the @memgrizz knot the series!23 points9 boards10 assistsGame 3: Thursday, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/m0hZdAowuM— NBA (@NBA) April 20, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Jimmy Butler átti ótrúlegan leik í tíu stiga sigri Heat á Hawks, lokatölur 115-105. Butler virðist vera þannig leikmaður að hann nýtur sín hvað best í úrslitakeppninni og hann sýndi allar sínar bestu hliðar í nótt. Alls skoraði hann 45 stig á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Þá gaf hann fimm stoðsendingar ásamt því að hirða fimm fráköst. Tyler Herro var næststigahæstur í liði Heat með 15 stig. Hjá Hawks skoraði Bogdan Bogdanovic 29 stig og Trae Young skoraði 25 stig. 45 POINTS for Jimmy Buckets A new playoff career-high for @JimmyButler puts the @MiamiHEAT up 2-0!Game 3: Friday, 7 PM ET, ESPN pic.twitter.com/xAjzVassBk— NBA (@NBA) April 20, 2022 Phoenix Suns – óumdeilanlega besta lið deildarkeppninnar – tapaði óvænt gegn Pelicans í nótt en almennt var búist við því að Sólirnar myndu mæta með kúst með sér í einvígið. Gestirnir frá New Orleans voru ekki á því og unnu góðan 11 stiga sigur í nótt, lokatölur 125-114. Brandon Ingram minnti alþjóð á af hverju það var svona mikil spenna í kringum komu hans í deildina. Hann skoraði 37 stig, tók 11 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þar á eftir kom CJ McCollum með 23 stig, níu stoðsendingar og átta fráköst. 37 points for Brandon Ingram 26 in second half 11 rebounds, 9 assists Pelicans tie the series 1-1What a night for @B_Ingram13 in his second-ever playoff game.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/Nj6gKx9UM4— NBA (@NBA) April 20, 2022 Hjá Suns skoraði Devin Booker 31 stig á meðan Chris Paul skoraði 17 og gaf 14 stoðsendingar. Grizzlies gjörsamlega pökkuðu Timberwolves saman og jöfnuðu metin í einvíginu, lokatölur 124-96. Ja Morant skoraði 23 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók níu fráköst. Anthony Edwards skoraði 20 stig fyrir Minnesota. Ja helps the @memgrizz knot the series!23 points9 boards10 assistsGame 3: Thursday, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/m0hZdAowuM— NBA (@NBA) April 20, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira