Telur mál piltsins ekki merki um rasisma í lögreglunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2022 19:05 Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Doktor í afbrotafræði telur ekki að viðbrögð lögreglu, sem hefur nú haft afskipti af unglingspilti í tengslum við leit að strokufanga tvígang, beri vott um rasisma. Pilturinn er ekkert tengdur málinu en er dökkur á hörund eins og strokufanginn. Hinn tvítugi Gabríel Douane Boama slapp úr haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Sérsveitarmenn höfðu í tengslum við leitina í gær afskipti af sextán ára pilti alls ótengdum málinu í strætisvagni. Móðir piltsins sagði svo frá því í morgun að aftur hefði lögregla haft afskipti af syni hennar, í þetta sinn í Bakarameistaranum í Mjóddinni í Reykjavík. Myndbandi af atvikinu hefur verið dreift á samfélagsmiðlum í dag. Þar sjást lögregluþjónar koma inn í bakaríið þar sem móðir piltsins tekur á móti þeim í uppnámi. Í öðru myndbandi sem fréttastofa hefur undir höndum sjást samskiptin betur og þar tekur lögregluþjónn undir með móðurinni; þau sjái strax að pilturinn sé ekki strokufanginn. Myndbandið sem komist hefur í dreifingu í dag má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. Lögregla hefur í kjölfar atvikanna tveggja verið sökuð um kynþáttafordóma; svokallaða „kynþáttamiðaða löggæslu“ (e. racial profiling), þ.e. þegar kynþáttur fólks einn og sér vekur upp grunsemdir eða aðgerðir af hálfu lögreglu. Spurning hvort nauðsynlegt hafi verið að senda sérsveitina Þessu er Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, ekki endilega sammála. Lögregla sé þarna að bregðast við ábendingum borgara. „Kannski er þetta atvik eitt og sér ekki merki um einhvern rasisma í lögreglunni. En vegna þess að fólk sem er dökkt á hörund er enn í miklum minnihluta í Íslandi, og líka bara vegna þess að málið er þess eðlis, þá verður lögregla að sýna sérstaklega mikla varkárni í sínum aðgerðum þegar þau bregðast við ábendingum borgaranna.“ Þá blöskri henni kynþáttafordómarnir sem komið hafi fram í kommentakerfum í tengslum við leitina. Og hún setur spurningarmerki við aðgerðir sérsveitar. „Það bara vekur óhug. Hvort að þessar aðgerðir hafi ekki verið aðeins of miklar. Hvort það hafi þurft alla þessa sérsveitarmenn. En hvort þetta atvik sé merki um rasisma í lögreglunni, ekkert endilega, myndi ég segja,“ segir Margrét. Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgja áfram ábendingum að gættu meðalhófi og virðingu Leit stendur enn yfir að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Lögregla segir fjölmargar ábendingar hafa borist vegna leitarinnar en allt kapp er lagt á að finna Gabríel. 21. apríl 2022 18:40 Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23 Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Hinn tvítugi Gabríel Douane Boama slapp úr haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Sérsveitarmenn höfðu í tengslum við leitina í gær afskipti af sextán ára pilti alls ótengdum málinu í strætisvagni. Móðir piltsins sagði svo frá því í morgun að aftur hefði lögregla haft afskipti af syni hennar, í þetta sinn í Bakarameistaranum í Mjóddinni í Reykjavík. Myndbandi af atvikinu hefur verið dreift á samfélagsmiðlum í dag. Þar sjást lögregluþjónar koma inn í bakaríið þar sem móðir piltsins tekur á móti þeim í uppnámi. Í öðru myndbandi sem fréttastofa hefur undir höndum sjást samskiptin betur og þar tekur lögregluþjónn undir með móðurinni; þau sjái strax að pilturinn sé ekki strokufanginn. Myndbandið sem komist hefur í dreifingu í dag má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. Lögregla hefur í kjölfar atvikanna tveggja verið sökuð um kynþáttafordóma; svokallaða „kynþáttamiðaða löggæslu“ (e. racial profiling), þ.e. þegar kynþáttur fólks einn og sér vekur upp grunsemdir eða aðgerðir af hálfu lögreglu. Spurning hvort nauðsynlegt hafi verið að senda sérsveitina Þessu er Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, ekki endilega sammála. Lögregla sé þarna að bregðast við ábendingum borgara. „Kannski er þetta atvik eitt og sér ekki merki um einhvern rasisma í lögreglunni. En vegna þess að fólk sem er dökkt á hörund er enn í miklum minnihluta í Íslandi, og líka bara vegna þess að málið er þess eðlis, þá verður lögregla að sýna sérstaklega mikla varkárni í sínum aðgerðum þegar þau bregðast við ábendingum borgaranna.“ Þá blöskri henni kynþáttafordómarnir sem komið hafi fram í kommentakerfum í tengslum við leitina. Og hún setur spurningarmerki við aðgerðir sérsveitar. „Það bara vekur óhug. Hvort að þessar aðgerðir hafi ekki verið aðeins of miklar. Hvort það hafi þurft alla þessa sérsveitarmenn. En hvort þetta atvik sé merki um rasisma í lögreglunni, ekkert endilega, myndi ég segja,“ segir Margrét.
Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgja áfram ábendingum að gættu meðalhófi og virðingu Leit stendur enn yfir að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Lögregla segir fjölmargar ábendingar hafa borist vegna leitarinnar en allt kapp er lagt á að finna Gabríel. 21. apríl 2022 18:40 Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23 Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Mikilvægt að fylgja áfram ábendingum að gættu meðalhófi og virðingu Leit stendur enn yfir að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Lögregla segir fjölmargar ábendingar hafa borist vegna leitarinnar en allt kapp er lagt á að finna Gabríel. 21. apríl 2022 18:40
Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23
Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01