Sá verðmætasti strax á leið í sumarfrí eftir stuld á ögurstundu Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 07:31 Nikola Jokic og Stephen Curry í baráttu um boltann. Getty/Matthew Stockman Golden State Warriors eru einum sigri frá því að komast áfram í undanúrslit vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta eftir þriðja sigur sinn á Denver Nuggets í nótt. Golden State er 3-0 yfir í einvíginu og því útlit fyrir að dýrmætasti leikmaður deildakeppninnar, Nikola Jokic, fari snemma í sumarfrí ásamt liði Denver. Lið sem lent hafa 3-0 undir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hafa endað á að tapa einvíginu í öllum 143 tilvikum. Stephen Curry, Jordan Poole og Klay Thompson skoruðu samtals 80 stig í 118-113 sigri Golden State í nótt. Thompson setti niður sex þrista og skoraði samtals 26 stig, og þeir Curry og Poole stigi meira. Jokic skoraði 37 stig og tók 18 fráköst fyrir Denver og kom liðinu í 111-109 þegar 3 mínútur og 20 sekúndur voru eftir. Þá skellti vörn Golden State í lás. Draymond Green svo gott sem tryggði sigurinn þegar hann stal boltanum af Jokic þegar 35 sekúndur voru eftir og staðan 116-111. Draymond seals the Game 3 win for the @warriors with some lock down DEFENSE Game 4: GSW vs. DENSun. 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/9y8CZU9kFa— NBA (@NBA) April 22, 2022 Dallas Mavericks komust í 2-1 í einvígi sínu gegn Utah Jazz þrátt fyrir að vera án Luka Doncic vegna meiðsla. Dallas vann 126-118 á útivelli í nótt. Doncic hefur misst af öllum þremur leikjunum í einvíginu til þessa vegna kálfatognunar en vonir standa til þess að hann verði með á morgun í fjórða leiknum. Jalen Brunson skoraði 31 stig fyrir Dallas þrátt fyrir eymsli í baki og Donovan Mitchell skoraði 28 af 32 stigum sínum fyrir Utah í seinni hálfleik. 41 PTS in Game 2 31 PTS in Game 3 Mavs 2-1 series lead @jalenbrunson1 BALLED OUT to power the @dallasmavs to the Game 3 win! #MFFLMAVS vs. JAZZ Game 4: Sat. 4:30pm/et on TNT pic.twitter.com/Ogps9mPOZM— NBA (@NBA) April 22, 2022 Loks lentu Memphis Grizzlies 26 stigum undir gegn Minnesota Timberwolves en náðu samt að landa sigri, 104-95, og koma sér í 2-1 í einvígi liðanna. Memphis lenti 26 stigum undir snemma í öðrum leikhluta og var einnig 25 stigum undir seint í þriðja leikhluta, áður en hlutirnir fóru að smella. Liðið hafði aldrei áður unnið upp slíkan mun en vann síðasta korter leiksins 50-16. Úrslitakeppnin heldur áfram í kvöld þegar Miami Heat mætir Atlanta Hawks en þar er staðan 2-0. Staðan er 1-1 í einvígum Milwaukee Bucks og Chicago Bulls, og Phoenix Suns og New Orleans Pelicans, sem einnig mætast í kvöld. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Golden State er 3-0 yfir í einvíginu og því útlit fyrir að dýrmætasti leikmaður deildakeppninnar, Nikola Jokic, fari snemma í sumarfrí ásamt liði Denver. Lið sem lent hafa 3-0 undir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar hafa endað á að tapa einvíginu í öllum 143 tilvikum. Stephen Curry, Jordan Poole og Klay Thompson skoruðu samtals 80 stig í 118-113 sigri Golden State í nótt. Thompson setti niður sex þrista og skoraði samtals 26 stig, og þeir Curry og Poole stigi meira. Jokic skoraði 37 stig og tók 18 fráköst fyrir Denver og kom liðinu í 111-109 þegar 3 mínútur og 20 sekúndur voru eftir. Þá skellti vörn Golden State í lás. Draymond Green svo gott sem tryggði sigurinn þegar hann stal boltanum af Jokic þegar 35 sekúndur voru eftir og staðan 116-111. Draymond seals the Game 3 win for the @warriors with some lock down DEFENSE Game 4: GSW vs. DENSun. 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/9y8CZU9kFa— NBA (@NBA) April 22, 2022 Dallas Mavericks komust í 2-1 í einvígi sínu gegn Utah Jazz þrátt fyrir að vera án Luka Doncic vegna meiðsla. Dallas vann 126-118 á útivelli í nótt. Doncic hefur misst af öllum þremur leikjunum í einvíginu til þessa vegna kálfatognunar en vonir standa til þess að hann verði með á morgun í fjórða leiknum. Jalen Brunson skoraði 31 stig fyrir Dallas þrátt fyrir eymsli í baki og Donovan Mitchell skoraði 28 af 32 stigum sínum fyrir Utah í seinni hálfleik. 41 PTS in Game 2 31 PTS in Game 3 Mavs 2-1 series lead @jalenbrunson1 BALLED OUT to power the @dallasmavs to the Game 3 win! #MFFLMAVS vs. JAZZ Game 4: Sat. 4:30pm/et on TNT pic.twitter.com/Ogps9mPOZM— NBA (@NBA) April 22, 2022 Loks lentu Memphis Grizzlies 26 stigum undir gegn Minnesota Timberwolves en náðu samt að landa sigri, 104-95, og koma sér í 2-1 í einvígi liðanna. Memphis lenti 26 stigum undir snemma í öðrum leikhluta og var einnig 25 stigum undir seint í þriðja leikhluta, áður en hlutirnir fóru að smella. Liðið hafði aldrei áður unnið upp slíkan mun en vann síðasta korter leiksins 50-16. Úrslitakeppnin heldur áfram í kvöld þegar Miami Heat mætir Atlanta Hawks en þar er staðan 2-0. Staðan er 1-1 í einvígum Milwaukee Bucks og Chicago Bulls, og Phoenix Suns og New Orleans Pelicans, sem einnig mætast í kvöld. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira