Stöð 2 Sport
Upphitun Körfuboltakvölds fyrir stórleik dagsins hefst klukkan 19.45. Hálftíma síðar, klukkan 20.15 hefst svo leikur Vals og Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar í undanúrslitum Subway-deildar karla.
Körfuboltakvöld er svo á dagskrá 22.00 en þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í leik dagsins.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 11.25 sýnum við leik Luton Town og Blackpool í ástríðinni sem er enska B-deildin í fótbolta.
Klukkan 15.50 er leikur Valencia og Urbas Fuenlabrada í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta á dagskrá. Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson leikur með Valencia.
Klukkan 18.00 er leikur Toronto Raptors og Phildadelphia 76ers í beinni útsendingu en 76ers geta unnið fjórða leikinn í einvíginu og þar með sent Raptors í sumarfrí. Klukkan 20.30 er svo komið að leik Utah Jazz og Dallas Mavericks en síðarnefnda liðið leiðir óvænt 2-1 í einvíginu.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 12.50 er komið að leik Íslendingaliðs Venezia og Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arnór Sigurðsson leikur með Venezia. Klukkan 15.50 er svo stórleikur Ítalíumeistara Inter og Roma á dagskrá.
Klukkan 18.35 er komið að leik Hellas Verona og Sampdoria í sömu deild.
Stöð 2 Golf
Klukkan 12.00 er ISPS Handa Championship-mótið í golfi á dagskrá. Klukkan 17.00 er Zurich Classic á dagskrá. LA Open er svo á dagskrá kl. 22.30.
Stöð 2 E-Sport
Klukkan 14.30 er SLT Arena Games þríþrautin á dagskrá.
Klukkan 18.00 eru 8-liða úrslit Stórmeistaramóts Ljósleiðaradeildarinnar á dagskrá. Annar leikur er svo á dagskrá klukkan 21.00