Lengra en Strikið Pawel Bartoszek skrifar 26. apríl 2022 08:01 Ég geng upp Laugaveginn. Á göngugötu-kaflanum tel ég alls 95 rými. Af þeim eru 4 bersýnilega tóm og auglýst “Til leigu”. Í fjórum til viðbótar er verið að standa í framkvæmdum og setja upp nýja starfsemi. Hin rýmin, 87 talsins, eru öll í notkun. Ég ætla ekki að þykjast vera hokinn reynslu af verslunar- og veitingarekstri. Það er ég ekki. En spár um að göngugatan myndi drepa rekstur í miðbænum hafa augljóslega ekki ræst, þvert á móti. Þennan dag í apríl 2022 voru sem sagt 92% allra jarðhæða á göngugötunni í notkun og stærsti hluti af restinni á leið þangað. Þetta er tölfræði sem margar verslunarmiðstöðvar um allan heim dreymir um. Stóðum við okkar en höldum áfram Viðreisn setti það á oddinn í seinustu kosningum að gera Laugaveginn að göngugötu. Að því höfum við unnið og göngugatan nær nú alla leið upp að Frakkastíg. En við viljum halda áfram. Það er stefna okkar í Viðreisn að færa göngugötuna ofar, upp fyrir Vitastíg og alla leið upp að Barónsstíg. Það ætlum við að gera á næsta kjörtímabili. Strikið borið saman við Göngugötu frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Við Hlemm stendur til að ráðast í miklar breytingar sem byrjað verður á strax í sumar. Laugavegurinn ofan við Hlemm færist ögn norðar. Bílastæðin hjá hótelinu hverfa, við fáum nýtt torg. Laugavegurinn milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs verður göngusvæði. Þegar þetta verður allt komið vantar í raun aðeins örfáa kafla til að fullklára göngugötuna frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Þessir kaflar eru: austasti hluti Austurstrætis, neðri hluti Bankastrætis og Laugavegur milli Snorrabrautar og Barónsstígs. Á þessum seinasta hluta er bílastæðahús sem einhvern veginn þyrfti að leysa en allir þessir kaflar henta mjög vel til að vera göngugata að öðru leyti. Klárum dæmið Ein frægasta göngugata Evrópu er Strikið í Kaupmannahöfn. Sú gata er 1,1 km. Frá Ingólfstorgi að Hlemmi eru 1,5 km. Göngugatan okkar mun, líkt og Strikið, liggja milli austurs og vesturs og tengja saman tvö vel heppnuð torg. Við eigum að gera þetta. Og erum raunar þegar byrjuð. Meira en helmingurinn af leiðinni, yfir 750 m, er þegar orðin göngugata. Við eigum að stefna á að klára hitt. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Skipulag Verslun Veitingastaðir Göngugötur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Ég geng upp Laugaveginn. Á göngugötu-kaflanum tel ég alls 95 rými. Af þeim eru 4 bersýnilega tóm og auglýst “Til leigu”. Í fjórum til viðbótar er verið að standa í framkvæmdum og setja upp nýja starfsemi. Hin rýmin, 87 talsins, eru öll í notkun. Ég ætla ekki að þykjast vera hokinn reynslu af verslunar- og veitingarekstri. Það er ég ekki. En spár um að göngugatan myndi drepa rekstur í miðbænum hafa augljóslega ekki ræst, þvert á móti. Þennan dag í apríl 2022 voru sem sagt 92% allra jarðhæða á göngugötunni í notkun og stærsti hluti af restinni á leið þangað. Þetta er tölfræði sem margar verslunarmiðstöðvar um allan heim dreymir um. Stóðum við okkar en höldum áfram Viðreisn setti það á oddinn í seinustu kosningum að gera Laugaveginn að göngugötu. Að því höfum við unnið og göngugatan nær nú alla leið upp að Frakkastíg. En við viljum halda áfram. Það er stefna okkar í Viðreisn að færa göngugötuna ofar, upp fyrir Vitastíg og alla leið upp að Barónsstíg. Það ætlum við að gera á næsta kjörtímabili. Strikið borið saman við Göngugötu frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Við Hlemm stendur til að ráðast í miklar breytingar sem byrjað verður á strax í sumar. Laugavegurinn ofan við Hlemm færist ögn norðar. Bílastæðin hjá hótelinu hverfa, við fáum nýtt torg. Laugavegurinn milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs verður göngusvæði. Þegar þetta verður allt komið vantar í raun aðeins örfáa kafla til að fullklára göngugötuna frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Þessir kaflar eru: austasti hluti Austurstrætis, neðri hluti Bankastrætis og Laugavegur milli Snorrabrautar og Barónsstígs. Á þessum seinasta hluta er bílastæðahús sem einhvern veginn þyrfti að leysa en allir þessir kaflar henta mjög vel til að vera göngugata að öðru leyti. Klárum dæmið Ein frægasta göngugata Evrópu er Strikið í Kaupmannahöfn. Sú gata er 1,1 km. Frá Ingólfstorgi að Hlemmi eru 1,5 km. Göngugatan okkar mun, líkt og Strikið, liggja milli austurs og vesturs og tengja saman tvö vel heppnuð torg. Við eigum að gera þetta. Og erum raunar þegar byrjuð. Meira en helmingurinn af leiðinni, yfir 750 m, er þegar orðin göngugata. Við eigum að stefna á að klára hitt. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun