Manchester City er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Liðið tapaði þar 1-0 fyrir Chelsea og biðin lengdist því enn. Real Madrid hefur unnið Evrópukeppni meistaraliða og Meistaradeildina samtals þrettán sinnum.
Guardiola says Manchester City must find pleasure in Real Madrid showdown https://t.co/q7zTLFFRCB
— The Guardian (@guardian) April 25, 2022
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræddi leikinn á blaðamannafundi í gær.
„Það er engin þörf á því að tala um það hversu gott lið Real Madrid er,“ sagði Pep Guardiola.
„Ef við þyrftum að keppa við söguna þeirra þá ættum við ekki möguleika. Sagan er skráð og við getum ekki breytt henni. Það verða hins vegar ellefu á móti ellefu að elta einn bolta í þessum leik,“ sagði Guardiola.
„Við munum reyna að vera við sjálfir og spila vel. Við verðum að spila tvo stórkostlega leiki til að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola.
Pep Guardiola admits Manchester City cannot compete with Real Madrid's European pedigree but says they can write a new chapter in the club's history in their Champions League semi-final against the Spanish giants, with the first leg on Tuesday https://t.co/DSLI4ySF1z #AFPSports pic.twitter.com/gW7mYBByhl
— AFP News Agency (@AFP) April 25, 2022
„Það er heiður að vera hér í undanúrslitunum á móti Real Madrid. Þeir hafa verið hér svo oft en við höfum komist hingað líka á síðustu árum,“ sagði Guardiola.
Manchester City sló annað spænskt lið, Atletico Madrid, út í átta liða úrslitunum, 1-0 samanlagt. Seinni leikurinn fer fram á Bernabeu-leikvanginum 4. maí en úrslitaleikurinn verður síðan á Stade de France 28. maí.
Liðið sem hefur betur í leikjum Manchester City og Real Madrid mætir liðinu sem vinnur einvígi Liverpool og Villarreal. Þau spila fyrri leik sinn á morgun.