Sekt vegna ólögmætrar teppaútsölu lækkuð í eina milljón króna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2022 12:58 Alan Talib eigandi Cromwell Rugs ehf. var síður en svo ánægður með stjórnvaldssektina sem Neytendastofa gerði honum að greiða. Vísir Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur lækkað þriggja milljóna króna stjórnvaldssekt sem lögð var á Cromwell Rugs ehf. á síðasta ári niður í eina milljón króna. Félagið auglýsti í fyrra „krísu-útrýmingarsölu“ á handofnum persneskum teppum, sem féll í grýttan jarðveg. Heilsíðuauglýsing Cromwell Rugs ehf. um krísu-útrýmingarsölu birtist í Morgunblaðinu í byrjun októbermánaðar í fyrra og þar auglýst handofin persnesk teppi. Fullyrt var í auglýsingunni að teppi, sem allajafna kosti 1,1 milljón króna, væri nú fáanlegt á 430 þúsund krónur. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu um miðjan október, eftir umkvartanir meðal annars Neytendasamtakanna, að Cromwell Rugs ehf. hefði brotið lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og var félagið sektað um þrjár milljónir króna. Áfrýjunarnefnd hefur nú staðfest hluta úrskurðar Neytendastofu um brot, þar sem ekki var sýnt fram á að verðlækkun á teppunum væri raunveruleg. Nefndin felldi hins vegar úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem sneri að fullyrðingum um tilefni verðlækkana. Var þar um að ræða fullyrðingarnar: „Covid-19 og alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Íran hafa haft slæm áhrif á framboð okkar, heildsölu, viðskiptavini og sjóðsstreymi“ og „Upprunalegt verð er löggilt vátryggingargildi vörunnar. Hverju teppi fylgir verðmatsvottorð sem gefið er út af löglegum teppamatsmanni.“ Cromwell Rugs er þá gert að greiða milljónina í ríkissjóð innan þriggja mánaða. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Kópavogur Tengdar fréttir Auglýsing á „krísu-útrýmingarsölu“ ekki lögmæt Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. um eina milljón króna fyrir brot á neytendalögum. Félagið var einnig sektað af Neytendastofu í október síðastliðnum, þá um þrjár milljónir króna. 4. apríl 2022 16:09 Þurfa að sanna raunverulegar útsölur sem mega ekki vara lengur en sex vikur Reglur um útsölur eru á þann veg að sýna þarf fram á að um raunverulegan afslátt sé að ræða. Þá má útsala ekki vara lengur en í sex vikur. Þetta sagði Þórunn Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 19. október 2021 21:13 Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
Heilsíðuauglýsing Cromwell Rugs ehf. um krísu-útrýmingarsölu birtist í Morgunblaðinu í byrjun októbermánaðar í fyrra og þar auglýst handofin persnesk teppi. Fullyrt var í auglýsingunni að teppi, sem allajafna kosti 1,1 milljón króna, væri nú fáanlegt á 430 þúsund krónur. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu um miðjan október, eftir umkvartanir meðal annars Neytendasamtakanna, að Cromwell Rugs ehf. hefði brotið lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og var félagið sektað um þrjár milljónir króna. Áfrýjunarnefnd hefur nú staðfest hluta úrskurðar Neytendastofu um brot, þar sem ekki var sýnt fram á að verðlækkun á teppunum væri raunveruleg. Nefndin felldi hins vegar úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem sneri að fullyrðingum um tilefni verðlækkana. Var þar um að ræða fullyrðingarnar: „Covid-19 og alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Íran hafa haft slæm áhrif á framboð okkar, heildsölu, viðskiptavini og sjóðsstreymi“ og „Upprunalegt verð er löggilt vátryggingargildi vörunnar. Hverju teppi fylgir verðmatsvottorð sem gefið er út af löglegum teppamatsmanni.“ Cromwell Rugs er þá gert að greiða milljónina í ríkissjóð innan þriggja mánaða.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Kópavogur Tengdar fréttir Auglýsing á „krísu-útrýmingarsölu“ ekki lögmæt Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. um eina milljón króna fyrir brot á neytendalögum. Félagið var einnig sektað af Neytendastofu í október síðastliðnum, þá um þrjár milljónir króna. 4. apríl 2022 16:09 Þurfa að sanna raunverulegar útsölur sem mega ekki vara lengur en sex vikur Reglur um útsölur eru á þann veg að sýna þarf fram á að um raunverulegan afslátt sé að ræða. Þá má útsala ekki vara lengur en í sex vikur. Þetta sagði Þórunn Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 19. október 2021 21:13 Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
Auglýsing á „krísu-útrýmingarsölu“ ekki lögmæt Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. um eina milljón króna fyrir brot á neytendalögum. Félagið var einnig sektað af Neytendastofu í október síðastliðnum, þá um þrjár milljónir króna. 4. apríl 2022 16:09
Þurfa að sanna raunverulegar útsölur sem mega ekki vara lengur en sex vikur Reglur um útsölur eru á þann veg að sýna þarf fram á að um raunverulegan afslátt sé að ræða. Þá má útsala ekki vara lengur en í sex vikur. Þetta sagði Þórunn Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 19. október 2021 21:13
Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50