Yfirlýsing vegna listaverksins Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir skrifa 27. apríl 2022 13:30 Verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum var afhjúpað þann 9. apríl sl. fyrir framan Marshallhúsið í Reykjavík. Verkið samanstendur annars vegar af geimflaug, skotpalli og skilti úr brotajárni; hinsvegar af bronsafsteypu af styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson frá árinu 1938. Styttuna gerði Ásmundur fyrir heimssýninguna í New York árið 1939 og byggði á sögunni af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar, Snorra. Afsteypa þessi stóð frá árinu 2000 til 2022 við Laugarbrekku, fæðingarstað Guðríðar á Snæfellsnesi. Þar var styttan sett upp í tilefni þúsund ára afmælis landafundanna svokölluðu: komu norrænna manna til heimsálfunnar sem nú heitir Ameríka. Við, listamennirnir að baki hinu nýja verki, viljum koma þrennu á framfæri: Verkið Farangursheimild er ekki árás á persónur. Við höfum ekki játað þjófnað. Við skorum á lögregluna að skila verkinu okkar óbreyttu á sinn stað, fyrir framan Marshallhúsið. 1. Í verkinu Farangursheimild felast átök um tákn í almannarými og átök um óuppgerðan menningararf. Verkið er ekki árás á persónur. Ekki á Guðríði og Snorra, ekki á listamanninn Ásmund Sveinsson, og ekki á Nýlistasafnið eða stjórn þess. Verkið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku kjarnar í okkar huga hugmyndafræði sem ríkti í íslensku samfélagi þegar styttan var gerð - og ríkir enn í dag. Sú hugmyndafræði heitir rasismi og á sér djúpstæðar, menningarlegar og kerfislægar rætur. Þegar athöfn, orði eða verki er lýst sem rasísku er því ekki sjálfkrafa átt við að þar að baki búi meðvitaður rasískur ásetningur einstaklings. Með verkinu eigum við hér augljóslega ekki við styttuna einbera, heldur einnig og ekki síður það samhengi sem hún var sett upp í, bæði á heimssýningunni og í tilefni landafundaafmælisins. Sagan um viðburðaríka ævi Guðríðar er þar einfölduð niður í hvítan kvenlíkama sem fæðir hvítt barn á landsvæði þar sem heiðið fólk með lit í húð bjó fyrir – fólk sem síðar var myrt í miljónatali af annarri bylgju landtökumanna. Íslenskir þjóðhöfðingjar hafa vígt afsteypur verksins og fært erlendum valdhöfum að gjöf. Í þeim athöfnum birtist vilji til að auka hróður landsins með því að tengja það með einfeldningslegum hætti hinni flóknu og sáru sögu blóðugrar tilurðar þeirrar „Ameríku“ sem titill verksins vísar til. Marshallhúsið hentaði vel sem bakgrunnur verksins Farangursheimild vegna tengingar þess við heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Húsið var byggt fyrir fé úr Marshallaðstoðinni, aðstoð Bandaríkjanna við endur- og innviðabyggingu Evrópuríkja eftir síðari heimsstyrjöld, sem Íslendingar nutu góðs af sökum hernaðarlegs mikilvægis í kalda stríðinu. Verk okkar var sett upp í tilefni listrannsóknarverkefnisins og samsýningarinnar Ónæm sem nú stendur í Nýlistasafninu. Við upplýstum hvorki stjórn safnsins né aðra rekstraraðila Marshallhússins um að afsteypan af Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku væri hluti af verkinu. Það var fagleg ákvörðun okkar því verkið krafðist þess að við nýttum okkur listrænt frelsi til hins ýtrasta. 2. Í fjölmiðlum hefur því verið haldið fram að við höfum játað þjófnað á verkinu Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Það höfum við ekki gert. 3. Föstudaginn 22. apríl sl. fjarlægði aðili á vegum lögreglunnar verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum af sýningarstað sínum. Hvorki okkur né Nýlistasafninu var tilkynnt um aðgerðina. Okkur hefur verði tilkynnt að næsta skref lögreglunnar sé að aðskilja verkin tvö. Á meðan enn er tekist á um hvað skuli gera við þann menningararf sem kjarnast í styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, þá teljum við með öllu óskynsamlegt að skilja verkin að. Geimflaugin er að svo stöddu besti staðurinn fyrir þessa afsteypu af Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku. Við skorum því á lögregluna að láta ekki verða af aðskilnaðinum, heldur skila verkinu Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum óbreyttu aftur á sinn stað fyrir framan Marshallhúsið. Höfundar eru listamenn og höfundar verksins Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Menning Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Myndlist Söfn Reykjavík Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum var afhjúpað þann 9. apríl sl. fyrir framan Marshallhúsið í Reykjavík. Verkið samanstendur annars vegar af geimflaug, skotpalli og skilti úr brotajárni; hinsvegar af bronsafsteypu af styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson frá árinu 1938. Styttuna gerði Ásmundur fyrir heimssýninguna í New York árið 1939 og byggði á sögunni af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar, Snorra. Afsteypa þessi stóð frá árinu 2000 til 2022 við Laugarbrekku, fæðingarstað Guðríðar á Snæfellsnesi. Þar var styttan sett upp í tilefni þúsund ára afmælis landafundanna svokölluðu: komu norrænna manna til heimsálfunnar sem nú heitir Ameríka. Við, listamennirnir að baki hinu nýja verki, viljum koma þrennu á framfæri: Verkið Farangursheimild er ekki árás á persónur. Við höfum ekki játað þjófnað. Við skorum á lögregluna að skila verkinu okkar óbreyttu á sinn stað, fyrir framan Marshallhúsið. 1. Í verkinu Farangursheimild felast átök um tákn í almannarými og átök um óuppgerðan menningararf. Verkið er ekki árás á persónur. Ekki á Guðríði og Snorra, ekki á listamanninn Ásmund Sveinsson, og ekki á Nýlistasafnið eða stjórn þess. Verkið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku kjarnar í okkar huga hugmyndafræði sem ríkti í íslensku samfélagi þegar styttan var gerð - og ríkir enn í dag. Sú hugmyndafræði heitir rasismi og á sér djúpstæðar, menningarlegar og kerfislægar rætur. Þegar athöfn, orði eða verki er lýst sem rasísku er því ekki sjálfkrafa átt við að þar að baki búi meðvitaður rasískur ásetningur einstaklings. Með verkinu eigum við hér augljóslega ekki við styttuna einbera, heldur einnig og ekki síður það samhengi sem hún var sett upp í, bæði á heimssýningunni og í tilefni landafundaafmælisins. Sagan um viðburðaríka ævi Guðríðar er þar einfölduð niður í hvítan kvenlíkama sem fæðir hvítt barn á landsvæði þar sem heiðið fólk með lit í húð bjó fyrir – fólk sem síðar var myrt í miljónatali af annarri bylgju landtökumanna. Íslenskir þjóðhöfðingjar hafa vígt afsteypur verksins og fært erlendum valdhöfum að gjöf. Í þeim athöfnum birtist vilji til að auka hróður landsins með því að tengja það með einfeldningslegum hætti hinni flóknu og sáru sögu blóðugrar tilurðar þeirrar „Ameríku“ sem titill verksins vísar til. Marshallhúsið hentaði vel sem bakgrunnur verksins Farangursheimild vegna tengingar þess við heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Húsið var byggt fyrir fé úr Marshallaðstoðinni, aðstoð Bandaríkjanna við endur- og innviðabyggingu Evrópuríkja eftir síðari heimsstyrjöld, sem Íslendingar nutu góðs af sökum hernaðarlegs mikilvægis í kalda stríðinu. Verk okkar var sett upp í tilefni listrannsóknarverkefnisins og samsýningarinnar Ónæm sem nú stendur í Nýlistasafninu. Við upplýstum hvorki stjórn safnsins né aðra rekstraraðila Marshallhússins um að afsteypan af Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku væri hluti af verkinu. Það var fagleg ákvörðun okkar því verkið krafðist þess að við nýttum okkur listrænt frelsi til hins ýtrasta. 2. Í fjölmiðlum hefur því verið haldið fram að við höfum játað þjófnað á verkinu Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Það höfum við ekki gert. 3. Föstudaginn 22. apríl sl. fjarlægði aðili á vegum lögreglunnar verkið Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum af sýningarstað sínum. Hvorki okkur né Nýlistasafninu var tilkynnt um aðgerðina. Okkur hefur verði tilkynnt að næsta skref lögreglunnar sé að aðskilja verkin tvö. Á meðan enn er tekist á um hvað skuli gera við þann menningararf sem kjarnast í styttunni Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, þá teljum við með öllu óskynsamlegt að skilja verkin að. Geimflaugin er að svo stöddu besti staðurinn fyrir þessa afsteypu af Fyrstu hvítu móðurinni í Ameríku. Við skorum því á lögregluna að láta ekki verða af aðskilnaðinum, heldur skila verkinu Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum óbreyttu aftur á sinn stað fyrir framan Marshallhúsið. Höfundar eru listamenn og höfundar verksins Farangursheimild – Fyrsta hvíta móðirin í geimnum.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun