Þjóðverjum ekki hlátur í hug yfir lestarsögu Glódísar Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2022 15:01 Gleðin var við völd í spjalli Íslendingatríósins við fulltrúa Bayern München. skjáskot/fcbayern.com Íslendingarnir þrír í liði Bayern München voru í stórskemmtilegu viðtali við heimasíðu félagsins þar sem þær ræddu um lífið í þýsku stórborginni, þá merkilegu staðreynd að í liðinu séu þrír Íslendingar, og hvers þær söknuðu frá Íslandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru allar leikmenn Bayern sem er eitt af bestu félagsliðum Evrópu. Þær mættu saman í viðtal hjá Bayern sem sjá má hér, og höfðu húmorinn í lagi þegar þær svöruðu spurningunum. Þær voru meðal annars spurðar um muninn á Íslendingum og Þjóðverjum. Cecilía útskýrði að Þjóðverjar væru talsvert „rúðustrikaðri“ en Íslendingar og Karólína bætti við að Þjóðverjar færu meira eftir leiðbeiningum á meðan að Íslendingar lifðu eftir „þetta reddast“-mottóinu. Glódís tók svo dæmi um muninn á þjóðunum: „Við vorum að keyra í mat með liðinu. Ég var við stýrið og stundum fer maður ranga leið, og fyrir slysni ók ég bílnum út á lestarteina. Við Íslendingarnir hlógum að þessu og fannst þetta þvílíkt fyndið en Mala [Grohs, þýskur leikmaður Bayern] var svo að segja stelpunum í liðinu frá þessu og þær voru bara: „Ha? Ókuð þið út á lestarteina?!“ Grafalvarlegar. Við reyndum að útskýra að þetta væri bara fyndið. Lestin þurfti að stoppa og hann [lestarstjórinn] var að segja okkur að snúa við og fara til baka,“ sagði Glódís skellihlæjandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var fyrst af Íslendingunum þremur til að koma til Bayern, í janúar í fyrra, og nýverið framlengdi hún samning sinn við félagið til 2025.Getty/Daniel Kopatsch Bayern til umræðu í landsliðsferðum Það vekur óneitanlega athygli að í frábærum leikmannahópi Bayern séu þrír leikmenn frá 360.000 manna þjóð á borð við Ísland: „Ég held að þeir hafi verið að reyna að halda mér lengur hérna og þess vegna fá þeir alltaf fleiri og fleiri Íslendinga,“ sagði Karólína létt í bragði. „Já og núna erum við þrjár svo að 10 prósent Íslendinga eru hérna,“ bætti Glódís við hlæjandi. Þær segjast vissulega fá spurningar um Bayern í landsliðsferðum: „Já, enda er Bayern eitt af stóru liðunum. Glódís spurði mig hvernig allt væri hérna og ég sagði mína skoðun og núna er hún hérna. Svo erum við núna með Cecilíu í markinu. Þær spyrja alveg spurninga en ég er ekki bara að segja öllum að koma,“ sagði Karólína létt. „Þjálfararnir ráða þessu,“ bætti hún við. Glódís Perla Viggósdóttir hefur fest sig í sessi í vörn Bayern á sinni fyrstu leiktíð hjá félaginu.Getty/Roland Krivec Sagði að jafnvel Bieber fengi að vera í friði á Íslandi Þá voru þær spurðar hvort að þær fyndu fyrir því að vera frægar á Íslandi en svöruðu því neitandi. „Íslendingar eru svo afslappaðir að það skiptir ekki máli hver þú ert. Jafnvel ef að Justin Bieber kemur þá láta hann allir í friði bara,“ sagði Karólína. „Það er lítið um það á Íslandi að verið sé að gera mikið úr frægu fólki. Ég held að við séum bara þannig, róleg og afslöppuð yfir þessu. Það er mjög algengt að frægt fólk komi til Íslands því það veit að það fær að vera í friði. Þess vegna veit maður lítið um það hvort að fólk veit hver maður er eða ekki,“ sagði Glódís. Viðtalið má sjá í heild sinni með því að smella hér. Þýski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru allar leikmenn Bayern sem er eitt af bestu félagsliðum Evrópu. Þær mættu saman í viðtal hjá Bayern sem sjá má hér, og höfðu húmorinn í lagi þegar þær svöruðu spurningunum. Þær voru meðal annars spurðar um muninn á Íslendingum og Þjóðverjum. Cecilía útskýrði að Þjóðverjar væru talsvert „rúðustrikaðri“ en Íslendingar og Karólína bætti við að Þjóðverjar færu meira eftir leiðbeiningum á meðan að Íslendingar lifðu eftir „þetta reddast“-mottóinu. Glódís tók svo dæmi um muninn á þjóðunum: „Við vorum að keyra í mat með liðinu. Ég var við stýrið og stundum fer maður ranga leið, og fyrir slysni ók ég bílnum út á lestarteina. Við Íslendingarnir hlógum að þessu og fannst þetta þvílíkt fyndið en Mala [Grohs, þýskur leikmaður Bayern] var svo að segja stelpunum í liðinu frá þessu og þær voru bara: „Ha? Ókuð þið út á lestarteina?!“ Grafalvarlegar. Við reyndum að útskýra að þetta væri bara fyndið. Lestin þurfti að stoppa og hann [lestarstjórinn] var að segja okkur að snúa við og fara til baka,“ sagði Glódís skellihlæjandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var fyrst af Íslendingunum þremur til að koma til Bayern, í janúar í fyrra, og nýverið framlengdi hún samning sinn við félagið til 2025.Getty/Daniel Kopatsch Bayern til umræðu í landsliðsferðum Það vekur óneitanlega athygli að í frábærum leikmannahópi Bayern séu þrír leikmenn frá 360.000 manna þjóð á borð við Ísland: „Ég held að þeir hafi verið að reyna að halda mér lengur hérna og þess vegna fá þeir alltaf fleiri og fleiri Íslendinga,“ sagði Karólína létt í bragði. „Já og núna erum við þrjár svo að 10 prósent Íslendinga eru hérna,“ bætti Glódís við hlæjandi. Þær segjast vissulega fá spurningar um Bayern í landsliðsferðum: „Já, enda er Bayern eitt af stóru liðunum. Glódís spurði mig hvernig allt væri hérna og ég sagði mína skoðun og núna er hún hérna. Svo erum við núna með Cecilíu í markinu. Þær spyrja alveg spurninga en ég er ekki bara að segja öllum að koma,“ sagði Karólína létt. „Þjálfararnir ráða þessu,“ bætti hún við. Glódís Perla Viggósdóttir hefur fest sig í sessi í vörn Bayern á sinni fyrstu leiktíð hjá félaginu.Getty/Roland Krivec Sagði að jafnvel Bieber fengi að vera í friði á Íslandi Þá voru þær spurðar hvort að þær fyndu fyrir því að vera frægar á Íslandi en svöruðu því neitandi. „Íslendingar eru svo afslappaðir að það skiptir ekki máli hver þú ert. Jafnvel ef að Justin Bieber kemur þá láta hann allir í friði bara,“ sagði Karólína. „Það er lítið um það á Íslandi að verið sé að gera mikið úr frægu fólki. Ég held að við séum bara þannig, róleg og afslöppuð yfir þessu. Það er mjög algengt að frægt fólk komi til Íslands því það veit að það fær að vera í friði. Þess vegna veit maður lítið um það hvort að fólk veit hver maður er eða ekki,“ sagði Glódís. Viðtalið má sjá í heild sinni með því að smella hér.
Þýski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð