Rasismi á Íslandi Magnús Davíð Norðdahl skrifar 29. apríl 2022 11:15 Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin. Í þessu felst ekki ásökun eða upphrópun heldur er um að ræða fyrsta skrefið í að takast á við vandann, það er að viðurkenna skilyrðislaust að til staðar sé vandamál. Án slíkrar viðurkenningar er ekki von á því að okkur takist að bæta samfélagið hvað þetta varðar. Áhugavert er að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri boðaði rannsókn á kynþáttafordómum innan lögreglunnar í viðtali við RÚV þann 12. júní 2020. Þar sagði hún orðrétt: „Við getum ekki bara sagt þið eigið að treysta okkur og það er allt í lagi hjá okkur. Við þurfum að byrja að fá rannsóknir sem sýna hvernig þetta er hjá okkur í raun og veru.“ Spurning er hvort þessari rannsókn sé lokið og hverjar niðurstöðurnar hafi verið. Atvik síðustu daga undirstrika mikilvægi þess að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar án tafar. Ef rannsókninni er enn ólokið þarf að setja það í algjöran forgang að ljúka henni. Í viðtalinu fjallar Sigríður Björk einnig um það vandamál hversu fáir lögregluþjónar eru af erlendu bergi brotnir í ljósi þess að sami hópur telur um fimmtung af íslensku þjóðinni. Spurning er hvort þetta ástand innan lögreglunnar hafi versnað eða batnað á síðustu tveimur árum. Sigríður Björk á heiður skilinn fyrir að hafa fjölgað lögreglukonum á sínum starfstíma og það þarf enginn að efast um það að hún er fullfær um að auka fjölbreytileika þeirra sem sinna lögreglustörfum ekki síst þegar kemur að innflytjendum. Eina sem þarf er einlægur vilji. Í öðru viðtali sem RÚV tók við Hrein Júlíus Ingvarsson lögreglumann þann 11. júní 2020 segir hann orðrétt: „Við finnum það alveg dagsdaglega hjá erlendum aðilum að sumir eru hreinlega skíthræddir við okkur. Við þurfum að gera betur þar.“ Þetta viðtal við Hrein er upplýsandi og ljóst að þar er á ferð góður lögreglumaður sem einlæglega vill brúa bilið milli lögreglu og almennings og ekki síst íbúa af erlendum uppruna. Hann er óhræddur við að viðurkenna að til staðar sé vandamál sem þarf að leysa. Það er óskandi að hann sé enn starfandi sem lögreglumaður. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra og bætt lífsskilyrði fólks af erlendum uppruna. Rasismi er óásættanlegur í öllum sínum myndum og okkur ber skylda til þess að uppræta hann, ekki síst hjá opinberum stofnunum sem verða að njóta trausts í samfélaginu. Höfundur er mannréttindalögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Lögreglan Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin. Í þessu felst ekki ásökun eða upphrópun heldur er um að ræða fyrsta skrefið í að takast á við vandann, það er að viðurkenna skilyrðislaust að til staðar sé vandamál. Án slíkrar viðurkenningar er ekki von á því að okkur takist að bæta samfélagið hvað þetta varðar. Áhugavert er að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri boðaði rannsókn á kynþáttafordómum innan lögreglunnar í viðtali við RÚV þann 12. júní 2020. Þar sagði hún orðrétt: „Við getum ekki bara sagt þið eigið að treysta okkur og það er allt í lagi hjá okkur. Við þurfum að byrja að fá rannsóknir sem sýna hvernig þetta er hjá okkur í raun og veru.“ Spurning er hvort þessari rannsókn sé lokið og hverjar niðurstöðurnar hafi verið. Atvik síðustu daga undirstrika mikilvægi þess að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar án tafar. Ef rannsókninni er enn ólokið þarf að setja það í algjöran forgang að ljúka henni. Í viðtalinu fjallar Sigríður Björk einnig um það vandamál hversu fáir lögregluþjónar eru af erlendu bergi brotnir í ljósi þess að sami hópur telur um fimmtung af íslensku þjóðinni. Spurning er hvort þetta ástand innan lögreglunnar hafi versnað eða batnað á síðustu tveimur árum. Sigríður Björk á heiður skilinn fyrir að hafa fjölgað lögreglukonum á sínum starfstíma og það þarf enginn að efast um það að hún er fullfær um að auka fjölbreytileika þeirra sem sinna lögreglustörfum ekki síst þegar kemur að innflytjendum. Eina sem þarf er einlægur vilji. Í öðru viðtali sem RÚV tók við Hrein Júlíus Ingvarsson lögreglumann þann 11. júní 2020 segir hann orðrétt: „Við finnum það alveg dagsdaglega hjá erlendum aðilum að sumir eru hreinlega skíthræddir við okkur. Við þurfum að gera betur þar.“ Þetta viðtal við Hrein er upplýsandi og ljóst að þar er á ferð góður lögreglumaður sem einlæglega vill brúa bilið milli lögreglu og almennings og ekki síst íbúa af erlendum uppruna. Hann er óhræddur við að viðurkenna að til staðar sé vandamál sem þarf að leysa. Það er óskandi að hann sé enn starfandi sem lögreglumaður. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra og bætt lífsskilyrði fólks af erlendum uppruna. Rasismi er óásættanlegur í öllum sínum myndum og okkur ber skylda til þess að uppræta hann, ekki síst hjá opinberum stofnunum sem verða að njóta trausts í samfélaginu. Höfundur er mannréttindalögmaður.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun