Við erum ekki komnir upp til að bara berjast um einhver stig Árni Jóhannsson skrifar 2. maí 2022 21:40 Guðmundur fagnar marki sínu. Vísir/Vilhelm „Já já, fínt að fá fyrsta stigið í sumar enda búnir að vera að leita eftir því í síðustu tveimur leikjum“, sagði Guðmundur Magnússon markaskorari Fram eftir 1-1 jafntefli þeirra við ÍA í þriðju umferð Bestu deildarinnar fyrr í kvöld. Eins og komið hefur fram var hann sáttur við stigið og frammistaða Framara kætti hann einnig. „Frammistöðulega séð fannst mér við vera betri aðilinn mikinn part í fyrri hálfleiknum. Eftir markið dettum við aðeins niður og þeir ná að jafna með ódýru marki. Í seinni hálfleik þá var þetta stál í stál til að byrja með en mér fannst við vera hættulegri þó að þeir hafi náð að skapa sér eitthvað smá með löngum boltum. Fótboltalega séð fannst mér við vera betri í kvöld.“ Það er bæting í leik Framara og jákvæð teikn á lofti en hvernig sér Guðmundur þróunina vera á liðinu? „Við erum nýliðar og það er alltaf erfitt að koma inn í deildina og mæta KR og FH sem eru betri lið en við erum. Mér finnst við samt hafa sýnt ágætis spilamennsku framan af og þurfum síðan að byggja ofan á frammistöður eins og í kvöld. Það er langt eftir og nægur tími til að bæta okkar leik.“ Guðmundur skoraði eitt mark og setti svo knöttinn yfir línuna öðru sinni 50. mínútu en var dæmdur rangstæður. Rangstæðan var tæp og var Guðmundur spurður út í hans álit á atvikinu. „Mér fannst það tæpt. Sóknarmanni finnst hann náttúrlega aldrei rangstæður en tilfinningin var þannig að ég var ekki fyrir innan. En ég var síðan nokkrum sinnum tæpur eftir það þannig að vonandi er þetta eins og með tómatsósuna að þetta komi bara núna.“ Framarar fara í Garðabæinn næst og geta verið bjartsýnir fyrir þann leik eftir leikinn í kvöld. Eða hvað? „Við getum haldið áfram í því sem við erum að gera. Við viljum spila fótbolta. Við erum ekki komnir upp til að bara berjast um einhver stig með því að vera í einhverri baráttu. Við viljum spila fótbolta og erum með gott fótbolta lið. Við erum bara að byggja upp sjálfstraustið hjá okkur og halda áfram. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Fram Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍA 1-1 | Allt jafnt í Safamýri Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. 2. maí 2022 20:15 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Eins og komið hefur fram var hann sáttur við stigið og frammistaða Framara kætti hann einnig. „Frammistöðulega séð fannst mér við vera betri aðilinn mikinn part í fyrri hálfleiknum. Eftir markið dettum við aðeins niður og þeir ná að jafna með ódýru marki. Í seinni hálfleik þá var þetta stál í stál til að byrja með en mér fannst við vera hættulegri þó að þeir hafi náð að skapa sér eitthvað smá með löngum boltum. Fótboltalega séð fannst mér við vera betri í kvöld.“ Það er bæting í leik Framara og jákvæð teikn á lofti en hvernig sér Guðmundur þróunina vera á liðinu? „Við erum nýliðar og það er alltaf erfitt að koma inn í deildina og mæta KR og FH sem eru betri lið en við erum. Mér finnst við samt hafa sýnt ágætis spilamennsku framan af og þurfum síðan að byggja ofan á frammistöður eins og í kvöld. Það er langt eftir og nægur tími til að bæta okkar leik.“ Guðmundur skoraði eitt mark og setti svo knöttinn yfir línuna öðru sinni 50. mínútu en var dæmdur rangstæður. Rangstæðan var tæp og var Guðmundur spurður út í hans álit á atvikinu. „Mér fannst það tæpt. Sóknarmanni finnst hann náttúrlega aldrei rangstæður en tilfinningin var þannig að ég var ekki fyrir innan. En ég var síðan nokkrum sinnum tæpur eftir það þannig að vonandi er þetta eins og með tómatsósuna að þetta komi bara núna.“ Framarar fara í Garðabæinn næst og geta verið bjartsýnir fyrir þann leik eftir leikinn í kvöld. Eða hvað? „Við getum haldið áfram í því sem við erum að gera. Við viljum spila fótbolta. Við erum ekki komnir upp til að bara berjast um einhver stig með því að vera í einhverri baráttu. Við viljum spila fótbolta og erum með gott fótbolta lið. Við erum bara að byggja upp sjálfstraustið hjá okkur og halda áfram. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Fram Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍA 1-1 | Allt jafnt í Safamýri Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. 2. maí 2022 20:15 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍA 1-1 | Allt jafnt í Safamýri Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. 2. maí 2022 20:15