Lýsa helvíti á jörð í Mariupol Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2022 19:20 Ölduð kona fær aðstoð við að borða í borginni Zaporizhzhia eftir að hafa komist á brott frá Mariupol. AP/Evgeniy Maloletka Óbreyttir borgarar sem komust frá Mariupol um helgina lýsa aðstæðum þar sem algeru helvíti. Rússar hafa byrjað árásir á stáliðjuver borgarinnar á ný. Forsætisráðherra Bretlands sagðist sannfærður um sigur Úkraínu í stríðinu við Rússa þegar hann ávarpaði þing landsins í dag. Sveitum Rauða krossins og Sameinuðu þjóðanna tókst að koma nokkrum tugum óbreyttra borgara frá Mariupol um helgina sem hafði þá leitað skjóls fyrir gegndarlausum árásum Rússa í gögnum undir stáliðjuveri borgarinnar vikum saman. Fyrstu rúturnar komu til Zaporizhzhia í dag þar sem fólk krafðist þess að hermenn sem enn væru innikróaðir í stáliðjuverinu yrðu einnig aðstoðaðir við að komast þaðan. Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu sagði í Saforisía ídag að enn væru tugir og jafnvel hundruð óbreyttra borgara ístáliðjuverinu þar af margir illa særðir. Rússar krefðust skipta á rússneskum hermönnum fyrir óbreytta borgara sem væri brot á Genfarsáttmálanum. Það voru tilfinningaleg augnablik þegar ættingjar tóku á móti sínu fólki sem loks náði að komast frá hryllingnum í Mariupol.AP/Francisco Seco Pascal Hundt fulltrúi Rauða krossins á svæðinu segir Rússa hafa hindrað bottflutning fleiri óbreyttra borgara sem vildu komast burt. „En við hefðum vonað að miklu fleiri gætu komist í bílalestina og komist frá þessu helvíti.“ segir Hundt. Lýsingar þeirra sem þó komust burt væru hræðilegar. Fólk kæmist ekki undan vegna stöðugra stórskotaliðs- og loftárása Rússa á stáliðjuverið. „Þess vegna höfum við áhyggjur og þess vegna höfum við ítrekað hvatt til svipaðra aðgerða. Það er mjög áríðandi,“ segir Hundt. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands var vel fagnað þegar hann ávarpaði úkraínska þingið í dag þar sem hann sagðist sannfærður um sigur Úkraínumanna.AP/úkraínska þingið Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hét Úkraínumönnum frekari hernaðaraðstoð upp á 300 milljónir punda, eða 49 milljarða króna, þegar hann ávarpaði fyrstur vestrænna leiðtoga úkraínska þingið með fjarfundabúnaði í dag. Putin hefði sáð fræjum hörmunga fyrir land sitt með innrásinni í Úkraínu. Stríðið snérist rétt Úkraínu til sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. „Þetta snýst um úkraínskt lýðræði gegn einræði Pútíns. Þetta snýst um frelsi gegn kúgun. Þetta snýst um hið rétta gegn hinu ranga. Þetta snýst um hið góða gegn hinu illa. Það er þess vegna sem Úkraína verður að vinna." sagði Johnson meðal annars. Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Frans páfi sakar Nató um að „gelta við dyr Rússlands“ Frans páfi segist ekki hafa í hyggju að heimsækja Kænugarð en hann sé viljugur til að hitta Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þetta sagði hann í viðtali við dagblaðið Corriere della Sera, þar sem hann líkti átökunum í Úkraínu við þjóðarmorðið í Rúanda. 3. maí 2022 07:26 Sendifulltrúi Rauða krossins kominn til Lviv í Úkraínu Orri Gunnarsson sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og verkfræðingur verður að störfum í Lviv í Úkraínu næstu tvo mánuði sem samræmingaraðili við gerð skýla fyrir fólk á vergangi innan Úkraínu. 2. maí 2022 11:19 Vaktin: Um hundrað almennir borgarar verið fluttir úr Azovstal-stálverinu Forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að landið yrði frjálst. Allar borgir þess sem Rússar þykist ráða ríkjum í verði frelsaðar og fáni Úkraínu verði dreginn að húni þar á ný. Borgarstjóri Mariupol tilkynnti í gær að tuttugu þúsund almennir borgarar hefðu verið drepnir frá upphafi innrásar Rússa. 1. maí 2022 07:40 Bandaríkjaþing uppfærir lög frá seinni heimsstyrjöld til stuðnings Úkraínu Bandaríkjaþing hefur endurvakið lög sem sett voru til að styðja Breta í seinni heimstyrjöld til að forseti Bandaríkjanna geti nánast milliliðalaust útvegað Úkraínu vopn með litlum fyrirvara. Úkraínuforseti segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í gær sýna fyrirlitningu þeirra á Sameinuðu þjóðunum. 29. apríl 2022 19:21 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Sveitum Rauða krossins og Sameinuðu þjóðanna tókst að koma nokkrum tugum óbreyttra borgara frá Mariupol um helgina sem hafði þá leitað skjóls fyrir gegndarlausum árásum Rússa í gögnum undir stáliðjuveri borgarinnar vikum saman. Fyrstu rúturnar komu til Zaporizhzhia í dag þar sem fólk krafðist þess að hermenn sem enn væru innikróaðir í stáliðjuverinu yrðu einnig aðstoðaðir við að komast þaðan. Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu sagði í Saforisía ídag að enn væru tugir og jafnvel hundruð óbreyttra borgara ístáliðjuverinu þar af margir illa særðir. Rússar krefðust skipta á rússneskum hermönnum fyrir óbreytta borgara sem væri brot á Genfarsáttmálanum. Það voru tilfinningaleg augnablik þegar ættingjar tóku á móti sínu fólki sem loks náði að komast frá hryllingnum í Mariupol.AP/Francisco Seco Pascal Hundt fulltrúi Rauða krossins á svæðinu segir Rússa hafa hindrað bottflutning fleiri óbreyttra borgara sem vildu komast burt. „En við hefðum vonað að miklu fleiri gætu komist í bílalestina og komist frá þessu helvíti.“ segir Hundt. Lýsingar þeirra sem þó komust burt væru hræðilegar. Fólk kæmist ekki undan vegna stöðugra stórskotaliðs- og loftárása Rússa á stáliðjuverið. „Þess vegna höfum við áhyggjur og þess vegna höfum við ítrekað hvatt til svipaðra aðgerða. Það er mjög áríðandi,“ segir Hundt. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands var vel fagnað þegar hann ávarpaði úkraínska þingið í dag þar sem hann sagðist sannfærður um sigur Úkraínumanna.AP/úkraínska þingið Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hét Úkraínumönnum frekari hernaðaraðstoð upp á 300 milljónir punda, eða 49 milljarða króna, þegar hann ávarpaði fyrstur vestrænna leiðtoga úkraínska þingið með fjarfundabúnaði í dag. Putin hefði sáð fræjum hörmunga fyrir land sitt með innrásinni í Úkraínu. Stríðið snérist rétt Úkraínu til sjálfstæðis og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. „Þetta snýst um úkraínskt lýðræði gegn einræði Pútíns. Þetta snýst um frelsi gegn kúgun. Þetta snýst um hið rétta gegn hinu ranga. Þetta snýst um hið góða gegn hinu illa. Það er þess vegna sem Úkraína verður að vinna." sagði Johnson meðal annars.
Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Frans páfi sakar Nató um að „gelta við dyr Rússlands“ Frans páfi segist ekki hafa í hyggju að heimsækja Kænugarð en hann sé viljugur til að hitta Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þetta sagði hann í viðtali við dagblaðið Corriere della Sera, þar sem hann líkti átökunum í Úkraínu við þjóðarmorðið í Rúanda. 3. maí 2022 07:26 Sendifulltrúi Rauða krossins kominn til Lviv í Úkraínu Orri Gunnarsson sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og verkfræðingur verður að störfum í Lviv í Úkraínu næstu tvo mánuði sem samræmingaraðili við gerð skýla fyrir fólk á vergangi innan Úkraínu. 2. maí 2022 11:19 Vaktin: Um hundrað almennir borgarar verið fluttir úr Azovstal-stálverinu Forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að landið yrði frjálst. Allar borgir þess sem Rússar þykist ráða ríkjum í verði frelsaðar og fáni Úkraínu verði dreginn að húni þar á ný. Borgarstjóri Mariupol tilkynnti í gær að tuttugu þúsund almennir borgarar hefðu verið drepnir frá upphafi innrásar Rússa. 1. maí 2022 07:40 Bandaríkjaþing uppfærir lög frá seinni heimsstyrjöld til stuðnings Úkraínu Bandaríkjaþing hefur endurvakið lög sem sett voru til að styðja Breta í seinni heimstyrjöld til að forseti Bandaríkjanna geti nánast milliliðalaust útvegað Úkraínu vopn með litlum fyrirvara. Úkraínuforseti segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í gær sýna fyrirlitningu þeirra á Sameinuðu þjóðunum. 29. apríl 2022 19:21 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Vaktin: Frans páfi sakar Nató um að „gelta við dyr Rússlands“ Frans páfi segist ekki hafa í hyggju að heimsækja Kænugarð en hann sé viljugur til að hitta Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þetta sagði hann í viðtali við dagblaðið Corriere della Sera, þar sem hann líkti átökunum í Úkraínu við þjóðarmorðið í Rúanda. 3. maí 2022 07:26
Sendifulltrúi Rauða krossins kominn til Lviv í Úkraínu Orri Gunnarsson sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og verkfræðingur verður að störfum í Lviv í Úkraínu næstu tvo mánuði sem samræmingaraðili við gerð skýla fyrir fólk á vergangi innan Úkraínu. 2. maí 2022 11:19
Vaktin: Um hundrað almennir borgarar verið fluttir úr Azovstal-stálverinu Forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að landið yrði frjálst. Allar borgir þess sem Rússar þykist ráða ríkjum í verði frelsaðar og fáni Úkraínu verði dreginn að húni þar á ný. Borgarstjóri Mariupol tilkynnti í gær að tuttugu þúsund almennir borgarar hefðu verið drepnir frá upphafi innrásar Rússa. 1. maí 2022 07:40
Bandaríkjaþing uppfærir lög frá seinni heimsstyrjöld til stuðnings Úkraínu Bandaríkjaþing hefur endurvakið lög sem sett voru til að styðja Breta í seinni heimstyrjöld til að forseti Bandaríkjanna geti nánast milliliðalaust útvegað Úkraínu vopn með litlum fyrirvara. Úkraínuforseti segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í gær sýna fyrirlitningu þeirra á Sameinuðu þjóðunum. 29. apríl 2022 19:21