Ungbarnastyrkur brúar bilið Eggert Sigurbergsson skrifar 4. maí 2022 08:31 Það er stefna Miðflokksins í Reykjanesbæ að þegar fæðingarorlofi lýkur við 12 mánaða aldur og fram að leikskólavist þá fái hvert barn ungbarnastyrk. Styrkurinn skal vera hlutfall af raunverulegum kostnaði bæjarfélagsins af hverju leikskólaplássi. Það er ákall samfélagsins að brúa þarf bilið frá lokum fæðingarorlofs og fram að leikskólaplássi en þessi tími getur verið foreldrum erfiður fjárhagslega þar sem þau þurfa oft að draga úr vinnu vegna umönnunar barnsins. Við í Miðflokknum teljum að með ungbarnastyrk þá verði fyrirsjáanleiki foreldra í umönnun barnsins mun meiri og foreldrar geta líka ákveðið án afleiðinga fyrir fjárhaginn að draga úr vinnu og verið þannig meira heima með barninu fram að föstu leikskólaplássi. Samkvæmt tölum frá Samtökum íslenskra sveitafélaga, frá árinu 2020, þá var meðalkostnaður á hvert barn í leikskóla, að frádregnum þjónustugjöldum, 2.700.000 kr. á ári sem gerir rétt rúmar 245.000 kr. á mánuði miðað við 11 mánaða vistun. Gera má ráð fyrir að þessar tölur hafi hækkað síðan þá. Bæta þarf kjör og aðstæður leikskólakennara Leikskólar starfa eftir lögum um leikskóla og ríkar kröfur eru gerðar um umönnun og menntun, búa þarf börnunum holt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Til að svo megi verða þá þarf leikskólakennara ásamt öðru starfsfólki. Nú háttar svo til að það vantar um 1.800 leikskólakennarar á landinu og Reykjanesbær fer ekki varhluta að því. Það er því til lítils að byggja leikskóla og halda að leikskólakennarar séu hilluvara sem hægt sé að ganga í að vild. Margir leikskólar í dag eru því undirmannaðir sem kemur niður á þjónustu við börnin. Verkefni Reykjanesbæjar á auðvitað að ganga út á að bæta kjör og aðstæður leikskólakennara í núverandi leikskólum og sinna forgangshópum. Miklu frekar en að fara í kostnaðarsamar breytingar á byggingum og viðbótarbyggingum þegar fyrir liggur að ekki er hægt að manna skólanna með réttu starfsfólki. Með því að gefa foreldrum aukna möguleika í umönnun með ungbarnastyrk þá verði kostnaður samfélagsins minni til lengri tíma litið og það gefur bæjaryfirvöldum aukið svigrúm til að byggja upp öfluga og val mannaða leikskóla sem eru forsenda fyrir öflugu samfélagi. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjanesbær Leikskólar Börn og uppeldi Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Það er stefna Miðflokksins í Reykjanesbæ að þegar fæðingarorlofi lýkur við 12 mánaða aldur og fram að leikskólavist þá fái hvert barn ungbarnastyrk. Styrkurinn skal vera hlutfall af raunverulegum kostnaði bæjarfélagsins af hverju leikskólaplássi. Það er ákall samfélagsins að brúa þarf bilið frá lokum fæðingarorlofs og fram að leikskólaplássi en þessi tími getur verið foreldrum erfiður fjárhagslega þar sem þau þurfa oft að draga úr vinnu vegna umönnunar barnsins. Við í Miðflokknum teljum að með ungbarnastyrk þá verði fyrirsjáanleiki foreldra í umönnun barnsins mun meiri og foreldrar geta líka ákveðið án afleiðinga fyrir fjárhaginn að draga úr vinnu og verið þannig meira heima með barninu fram að föstu leikskólaplássi. Samkvæmt tölum frá Samtökum íslenskra sveitafélaga, frá árinu 2020, þá var meðalkostnaður á hvert barn í leikskóla, að frádregnum þjónustugjöldum, 2.700.000 kr. á ári sem gerir rétt rúmar 245.000 kr. á mánuði miðað við 11 mánaða vistun. Gera má ráð fyrir að þessar tölur hafi hækkað síðan þá. Bæta þarf kjör og aðstæður leikskólakennara Leikskólar starfa eftir lögum um leikskóla og ríkar kröfur eru gerðar um umönnun og menntun, búa þarf börnunum holt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Til að svo megi verða þá þarf leikskólakennara ásamt öðru starfsfólki. Nú háttar svo til að það vantar um 1.800 leikskólakennarar á landinu og Reykjanesbær fer ekki varhluta að því. Það er því til lítils að byggja leikskóla og halda að leikskólakennarar séu hilluvara sem hægt sé að ganga í að vild. Margir leikskólar í dag eru því undirmannaðir sem kemur niður á þjónustu við börnin. Verkefni Reykjanesbæjar á auðvitað að ganga út á að bæta kjör og aðstæður leikskólakennara í núverandi leikskólum og sinna forgangshópum. Miklu frekar en að fara í kostnaðarsamar breytingar á byggingum og viðbótarbyggingum þegar fyrir liggur að ekki er hægt að manna skólanna með réttu starfsfólki. Með því að gefa foreldrum aukna möguleika í umönnun með ungbarnastyrk þá verði kostnaður samfélagsins minni til lengri tíma litið og það gefur bæjaryfirvöldum aukið svigrúm til að byggja upp öfluga og val mannaða leikskóla sem eru forsenda fyrir öflugu samfélagi. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar