Íhaldsmenn tapa hundruðum sæta í sveitarstjórnarkosningum á Englandi Kjartan Kjartansson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 6. maí 2022 07:55 Maður yfirgefur kjörstað í sveitarstjórnarskosningunum í London í gær. Vísir/EPA Breski íhaldsflokkurinn virðist fara illa út úr sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Sumir frambjóðendur flokksins eru á meðal þeirra sem kenna óvinsældum Boris Johnson forsætisráðherra um tapið. Flokkurinn hefur til að mynda misst völdin á þýðingarmiklum stöðum í höfuðborginni London og svo virðist sem hann muni missa um 250 sæti á Englandi. Íhaldsmenn töpuðu sæti sínu í Wandsworth í London sem þeir hafa átt öruggt frá árinu 1978. Talningu atkvæða er ekki lokið þar og talning er hvorki hafin í Skotlandi, Wales né á Norður-Írlandi. Lokatölur verða því ekki ljósar fyrr en síðar í dag eða jafnvel á morgun á sumum stöðum. Verkamannaflokkurinn hefur þó ekki riðið sérlega feitum hesti frá kosningunum heldur ef miðað er við fyrstu tölur og aðeins bætt lítillega við sig. Græningjar og Frjálslyndir demókratar hafa aftur á móti sótt í sig veðrið víða um England. Reiknað var með fylgistapi Íhaldsflokksins fyrir kosningarnar. Framfærslukostnaður fer hækkandi og þá hafa uppljóstranir um endurtekin teiti ráðherra og embættismanna flokksins á meðan strangar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins voru í gildi vakið reiði almennings. Johnson forsætisráðherra var nýlega sektaður fyrir að brjóta reglur um samkomutakmarkanir. Engu að síður segir Laura Kuenssberg, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins BBC, að Íhaldsflokkurinn gjaldi ekkert afhroð þrátt fyrir röð hneykslismála og að hafa verið við völd í meira en áratug. Sumir flokksmenn eru þó ósáttir við forystuna og Johnson sérstaklega. John Mallinson, oddviti íhaldsmanna í Carlisle, segir Johnson bera mikla ábyrgð á úrslitunum nú og að hann væri slæmur valkostur til að leiða flokkinn í næstu þingkosningum. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Flokkurinn hefur til að mynda misst völdin á þýðingarmiklum stöðum í höfuðborginni London og svo virðist sem hann muni missa um 250 sæti á Englandi. Íhaldsmenn töpuðu sæti sínu í Wandsworth í London sem þeir hafa átt öruggt frá árinu 1978. Talningu atkvæða er ekki lokið þar og talning er hvorki hafin í Skotlandi, Wales né á Norður-Írlandi. Lokatölur verða því ekki ljósar fyrr en síðar í dag eða jafnvel á morgun á sumum stöðum. Verkamannaflokkurinn hefur þó ekki riðið sérlega feitum hesti frá kosningunum heldur ef miðað er við fyrstu tölur og aðeins bætt lítillega við sig. Græningjar og Frjálslyndir demókratar hafa aftur á móti sótt í sig veðrið víða um England. Reiknað var með fylgistapi Íhaldsflokksins fyrir kosningarnar. Framfærslukostnaður fer hækkandi og þá hafa uppljóstranir um endurtekin teiti ráðherra og embættismanna flokksins á meðan strangar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins voru í gildi vakið reiði almennings. Johnson forsætisráðherra var nýlega sektaður fyrir að brjóta reglur um samkomutakmarkanir. Engu að síður segir Laura Kuenssberg, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins BBC, að Íhaldsflokkurinn gjaldi ekkert afhroð þrátt fyrir röð hneykslismála og að hafa verið við völd í meira en áratug. Sumir flokksmenn eru þó ósáttir við forystuna og Johnson sérstaklega. John Mallinson, oddviti íhaldsmanna í Carlisle, segir Johnson bera mikla ábyrgð á úrslitunum nú og að hann væri slæmur valkostur til að leiða flokkinn í næstu þingkosningum.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira