Hver stendur vörð um vinnustaðinn Reykjavíkurborg? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 11. maí 2022 14:15 Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins með um 11.200 starfsmenn á sínum snærum. Vinnustaðurinn Reykjavíkurborg er því leiðandi vinnustaður sem horft er til á landinu öllu. Grundvallar atriði sem mæld eru í könnunum reglulega er vinátta á vinnustað og það hvort fólk er stolt af vinnustaðnum sínum og hvort það ber traust til yfirstjórnar. Nýleg könnun Gallup sem mælir traust almennings til opinberra stofnana sýndi að traust á borgarstjórn Reykjvíkur er lægst með 21 prósent. Forsvarsmenn í hvaða stofnun eða fyrirtæki sem væri sem fengi slíka mælingu myndu átta sig á að innan viðkomandi skipulagsheildar er stjórnunarkrísa. Traust á forystu er liður í því hvernig fólki líður á vinnustað sínum og hvort það treystir því að leiðtogar þeirra hafi hagsmuni þeirra að leiðarljósi og setji fram framtíðarsýn sem fólk getur fyllt sér á bák við. Það tekur tíma að byggja upp traust en það getur tekið örskotsstund að missa það niður. Lágt traust sýnir því að eitthvað er að og aðgerða er þörf. Almennt séð er það þannig að eftir því sem fólki líður betur í vinnunni því meiri líkur eru á að starfsfólk veiti góða þjónustu. Eftir því sem fólk er öruggara á vinnustaðnum sínum hugar það betur að öryggi og ef forysta er skilvirk og stuðningsrík eru meiri líkur á að starfsfólk finna fyrir vellíðan og upplifi að starf þeirra skipti máli. Þegar fólk treystir yfirstjórn þá er það vegna þess að traust hefur byggt upp á löngum tíma þar sem fólk sér að stjórnendur og leiðtogar standa við orð sín. Þeim er treystandi en það eykur bæði framleiðni í vinnu og starfsánægju. Framsókn vill standa vörð um vinnustaðinn Reykjavík og stuðla að því að Reykjavíkurborg verið eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsmönnum líður almennt vel í vinnunni. Fyrsta verkefnið er að efla traust meðal almennings því það skiptir máli fyrir alla sem bæði þá sem starfa hjá borginni en líka þá sem þiggja þjónustu frá borgar starfsmönnum. Betri vinnustaður skapar betri þjónustu. Framsókn vill efla forystu um vinnustaðinn með því að byrja á að breyta orðræðu í borgarstjórn og auka traust og samvinnu. Það er frábært fólk sem starfar hjá borginni. Við viljum að þau hafi færi á að blómstra í starfi með traust og stuðning forystunnar að leiðarljósi og við munum öll uppskera. Það er hlutverk borgarstjórnar Reykjavíkur að bæði standa vörð um vinnustaðinn Reykjavík og hafa eftirlit um störf og starfsemi borgarinnar með borgarbúa og landsmenn alla, þar sem Reykjvík er höfuðborg landsins, að leiðarljósi. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins með um 11.200 starfsmenn á sínum snærum. Vinnustaðurinn Reykjavíkurborg er því leiðandi vinnustaður sem horft er til á landinu öllu. Grundvallar atriði sem mæld eru í könnunum reglulega er vinátta á vinnustað og það hvort fólk er stolt af vinnustaðnum sínum og hvort það ber traust til yfirstjórnar. Nýleg könnun Gallup sem mælir traust almennings til opinberra stofnana sýndi að traust á borgarstjórn Reykjvíkur er lægst með 21 prósent. Forsvarsmenn í hvaða stofnun eða fyrirtæki sem væri sem fengi slíka mælingu myndu átta sig á að innan viðkomandi skipulagsheildar er stjórnunarkrísa. Traust á forystu er liður í því hvernig fólki líður á vinnustað sínum og hvort það treystir því að leiðtogar þeirra hafi hagsmuni þeirra að leiðarljósi og setji fram framtíðarsýn sem fólk getur fyllt sér á bák við. Það tekur tíma að byggja upp traust en það getur tekið örskotsstund að missa það niður. Lágt traust sýnir því að eitthvað er að og aðgerða er þörf. Almennt séð er það þannig að eftir því sem fólki líður betur í vinnunni því meiri líkur eru á að starfsfólk veiti góða þjónustu. Eftir því sem fólk er öruggara á vinnustaðnum sínum hugar það betur að öryggi og ef forysta er skilvirk og stuðningsrík eru meiri líkur á að starfsfólk finna fyrir vellíðan og upplifi að starf þeirra skipti máli. Þegar fólk treystir yfirstjórn þá er það vegna þess að traust hefur byggt upp á löngum tíma þar sem fólk sér að stjórnendur og leiðtogar standa við orð sín. Þeim er treystandi en það eykur bæði framleiðni í vinnu og starfsánægju. Framsókn vill standa vörð um vinnustaðinn Reykjavík og stuðla að því að Reykjavíkurborg verið eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsmönnum líður almennt vel í vinnunni. Fyrsta verkefnið er að efla traust meðal almennings því það skiptir máli fyrir alla sem bæði þá sem starfa hjá borginni en líka þá sem þiggja þjónustu frá borgar starfsmönnum. Betri vinnustaður skapar betri þjónustu. Framsókn vill efla forystu um vinnustaðinn með því að byrja á að breyta orðræðu í borgarstjórn og auka traust og samvinnu. Það er frábært fólk sem starfar hjá borginni. Við viljum að þau hafi færi á að blómstra í starfi með traust og stuðning forystunnar að leiðarljósi og við munum öll uppskera. Það er hlutverk borgarstjórnar Reykjavíkur að bæði standa vörð um vinnustaðinn Reykjavík og hafa eftirlit um störf og starfsemi borgarinnar með borgarbúa og landsmenn alla, þar sem Reykjvík er höfuðborg landsins, að leiðarljósi. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar