Í tæp 30 ár með skólamálin í borginni Þórdís Sigurðardóttir skrifar 13. maí 2022 07:01 Þegar kemur að skólamálum í Reykjavík hafa Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár. Það er því kominn tími á breytingar og nýja nálgun á ýmislegt í þessum mikilvæga málaflokki. Sérstaklega er brýnt að finna lausnir fyrir fjölskyldur og börn í Reykjavík. Kerfið er alltof þungt í vöfum. Við í Viðreisn biðjum um umboð til gagngerra breytinga á skólakerfinu. Staðan nú er sú að við náum ekki að mæta fjölskyldum og þeirra þörfum. Til að finna leiðir hvernig við gerum það þarf að treysta skólafólki fyrir störfunum sínum. Það væri stökk inn í betri og bjartari framtíð. Valdsvipting stjórnenda og kennara Við í Viðreisn viljum treysta stjórnendum og starfsfólki skólanna og sjá til þess að starfsemi skólanna verði á þeirra forræði. Skólafólkið sjálft ber ábyrgð á að skapa góðar aðstæður á hverjum degi fyrir börn og til þess að þær verði sem bestar þarf að styðja mun betur við umhverfi kennara og starfsfólks. Það er lykilatriði að hver og ein manneskja sem kemur að barni finni að sér er treyst og hafi umboð yfir sínu starfi. Við viljum færa valdið frá miðstýringu embættismanna og til skólanna. Starfsfólksins í skólunum sjálfum. Skólastjóri á að hafa sama vald yfir eigin skóla líkt og leikhússtjóri Borgarleikhússins. Óskorað vald til að ráða það fólk sem þarf til að leikhúsið virki. Það efast engin um að það er verkefni leikhússtjóra. Það sama á við um skólastjóra - það er á þeirra ábyrgð að hafa sýn og þá flóru af starfsfólki sem skólinn þarf á að halda hverju sinni til að uppfylla hlutverk sitt. Mætum hverju barni Við í Viðreisn höfum skýra sýn um valdeflingu stjórnenda og kennara. Skýra sýn á að mæta hverju og einu barni og að öll börn njóti sín og blómstri. Við viljum að samsetning og umgjörð skólanna nái að mæta ólíkum þörfum barna. Það þarf nýja nálgun og uppstokkun á kerfinu sem felur í sér að vald og ábyrgð fari til skólanna, stjórnenda og kennara því engir tveir skólar eru eins. Það er staðreynd að við verðum að gera miklu miklu betur í að styðja við starfið í skólum borgarinnar enda verður það æ flóknara með hverjum deginum. Barni sem líður vel er nám eðlislægt. Það er skýlaus krafa að efla öll börn og það er fátt sem eflir börn og samfélag meira en góðir skólar. Það hlutverk að efla börnin liggur hjá kennurum og stjórnendum skólans og þau vita hvað þarf til. Málaflokkurinn í nýjar hendur Það er kominn tími til að gefa nýjum hugmyndum og annarri nálgun tækifæri í skólamálum í Reykjavík. Við í Viðreisn höfum sýnt á síðastliðnu kjörtímabili að við treystum fólki og fyrirtækjum. Nú er kominn tími á að sýna skólastjórnendum og kennurum að þau eiga skilið þetta sama traust sem þau hafa svo lengi kallað eftir. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Sigurðardóttir Viðreisn Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að skólamálum í Reykjavík hafa Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár. Það er því kominn tími á breytingar og nýja nálgun á ýmislegt í þessum mikilvæga málaflokki. Sérstaklega er brýnt að finna lausnir fyrir fjölskyldur og börn í Reykjavík. Kerfið er alltof þungt í vöfum. Við í Viðreisn biðjum um umboð til gagngerra breytinga á skólakerfinu. Staðan nú er sú að við náum ekki að mæta fjölskyldum og þeirra þörfum. Til að finna leiðir hvernig við gerum það þarf að treysta skólafólki fyrir störfunum sínum. Það væri stökk inn í betri og bjartari framtíð. Valdsvipting stjórnenda og kennara Við í Viðreisn viljum treysta stjórnendum og starfsfólki skólanna og sjá til þess að starfsemi skólanna verði á þeirra forræði. Skólafólkið sjálft ber ábyrgð á að skapa góðar aðstæður á hverjum degi fyrir börn og til þess að þær verði sem bestar þarf að styðja mun betur við umhverfi kennara og starfsfólks. Það er lykilatriði að hver og ein manneskja sem kemur að barni finni að sér er treyst og hafi umboð yfir sínu starfi. Við viljum færa valdið frá miðstýringu embættismanna og til skólanna. Starfsfólksins í skólunum sjálfum. Skólastjóri á að hafa sama vald yfir eigin skóla líkt og leikhússtjóri Borgarleikhússins. Óskorað vald til að ráða það fólk sem þarf til að leikhúsið virki. Það efast engin um að það er verkefni leikhússtjóra. Það sama á við um skólastjóra - það er á þeirra ábyrgð að hafa sýn og þá flóru af starfsfólki sem skólinn þarf á að halda hverju sinni til að uppfylla hlutverk sitt. Mætum hverju barni Við í Viðreisn höfum skýra sýn um valdeflingu stjórnenda og kennara. Skýra sýn á að mæta hverju og einu barni og að öll börn njóti sín og blómstri. Við viljum að samsetning og umgjörð skólanna nái að mæta ólíkum þörfum barna. Það þarf nýja nálgun og uppstokkun á kerfinu sem felur í sér að vald og ábyrgð fari til skólanna, stjórnenda og kennara því engir tveir skólar eru eins. Það er staðreynd að við verðum að gera miklu miklu betur í að styðja við starfið í skólum borgarinnar enda verður það æ flóknara með hverjum deginum. Barni sem líður vel er nám eðlislægt. Það er skýlaus krafa að efla öll börn og það er fátt sem eflir börn og samfélag meira en góðir skólar. Það hlutverk að efla börnin liggur hjá kennurum og stjórnendum skólans og þau vita hvað þarf til. Málaflokkurinn í nýjar hendur Það er kominn tími til að gefa nýjum hugmyndum og annarri nálgun tækifæri í skólamálum í Reykjavík. Við í Viðreisn höfum sýnt á síðastliðnu kjörtímabili að við treystum fólki og fyrirtækjum. Nú er kominn tími á að sýna skólastjórnendum og kennurum að þau eiga skilið þetta sama traust sem þau hafa svo lengi kallað eftir. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun