Í tilkynningu segir að Brynja hafi hafið störf sem fjármálastjóri BYKO árið 1991 og síðar orðið fjármálastjóri Norvik, móðurfélags BYKO.
„Í hennar stað hefur Norvik ráðið Hörpu Vífilsdóttur sem fjármálastjóra og hefur hún störf í byrjun júní. Harpa er viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og með framhaldsmenntun í endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að vera löggiltur endurskoðandi. Hún hefur undanfarin ár starfað sem fjármálastjóri Valitor,“ segir í tilkynningunni.