Sjáðu Selfoss-heimsókn Helenu: „Ættu allir að vilja hafa eina Sif í liðinu sínu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2022 14:00 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir getur tekið út úr reynslubanka Sifjar Atladóttur. stöð 2 sport Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, skellti sér á Selfoss á dögunum og afraksturinn var sýndur í þætti gærkvöldsins. Helena ræddi við hjónin Sif Atladóttur og Björn Sigurbjörnsson og hinar ungu og bráðefnilegu Barbáru Sól Gísladóttur og Áslaugu Dóru Sigurbjörnsdóttur. Sif sneri aftur til Íslands í vetur eftir tólf ár í atvinnumennsku, þar af ellefu hjá Kristianstad í Svíþjóð. Þar var eiginmaðurinn Björn aðstoðarþjálfari. Sif segir að deildin hérna heima sé sterkari nú en þegar hún fór út 2009. „Stærsti hluturinn er að líkamlegt ástand leikmanna er betra. Leikmenn hugsa betur um sig. Þótt það sé ekki hægt að tala um þetta sem atvinnumannadeild hugsa flestir leikmenn í deildinni það vel um sig að það er hægt að titla hana þannig,“ sagði Sif. Klippa: Bestu mörkin - heimsókn Helenu á Selfoss „Leikmenn hugsa mikið um íþróttina 24/7 og það er alltaf næsti leikur sem er ekkert ósvipað og úti, nema ég finn það að leikmenn hérna á Íslandi hafa miklu fleiri bolta á lofti en þeir sem eru úti.“ Gullið tækifæri að koma aftur Barbára lék hálft tímabil með Bröndby í Danmörku á láni en ákvað að snúa aftur í Selfoss fyrir þetta tímabil. „Það eru bara spennandi tímar framundan á Selfossi. Þetta er uppeldisfélagið mitt og mér fannst bara gullið tækifæri til að koma aftur,“ sagði Barbára sem er nokkuð sátt með hvernig Selfoss hefur byrjað tímabilið. Liðið er ósigrað í 2. sæti Bestu deildarinnar. „Ég átti alveg von á þessu og hafði fulla trú á liðinu okkar.“ Áslaug Dóra spilar með Sif í hjarta varnar Selfoss og nýtur þess í botn. Átján ár eru á milli þeirra en þær ná samt vel saman. „Þetta er draumastaða og það ættu allir að vilja hafa eina Sif í liðinu sínu. Þetta er gefandi og það er mikill leiðtogi í henni,“ sagði Áslaug. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Helena ræddi við hjónin Sif Atladóttur og Björn Sigurbjörnsson og hinar ungu og bráðefnilegu Barbáru Sól Gísladóttur og Áslaugu Dóru Sigurbjörnsdóttur. Sif sneri aftur til Íslands í vetur eftir tólf ár í atvinnumennsku, þar af ellefu hjá Kristianstad í Svíþjóð. Þar var eiginmaðurinn Björn aðstoðarþjálfari. Sif segir að deildin hérna heima sé sterkari nú en þegar hún fór út 2009. „Stærsti hluturinn er að líkamlegt ástand leikmanna er betra. Leikmenn hugsa betur um sig. Þótt það sé ekki hægt að tala um þetta sem atvinnumannadeild hugsa flestir leikmenn í deildinni það vel um sig að það er hægt að titla hana þannig,“ sagði Sif. Klippa: Bestu mörkin - heimsókn Helenu á Selfoss „Leikmenn hugsa mikið um íþróttina 24/7 og það er alltaf næsti leikur sem er ekkert ósvipað og úti, nema ég finn það að leikmenn hérna á Íslandi hafa miklu fleiri bolta á lofti en þeir sem eru úti.“ Gullið tækifæri að koma aftur Barbára lék hálft tímabil með Bröndby í Danmörku á láni en ákvað að snúa aftur í Selfoss fyrir þetta tímabil. „Það eru bara spennandi tímar framundan á Selfossi. Þetta er uppeldisfélagið mitt og mér fannst bara gullið tækifæri til að koma aftur,“ sagði Barbára sem er nokkuð sátt með hvernig Selfoss hefur byrjað tímabilið. Liðið er ósigrað í 2. sæti Bestu deildarinnar. „Ég átti alveg von á þessu og hafði fulla trú á liðinu okkar.“ Áslaug Dóra spilar með Sif í hjarta varnar Selfoss og nýtur þess í botn. Átján ár eru á milli þeirra en þær ná samt vel saman. „Þetta er draumastaða og það ættu allir að vilja hafa eina Sif í liðinu sínu. Þetta er gefandi og það er mikill leiðtogi í henni,“ sagði Áslaug. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33