Sílemaðurinn Mito Pereira fór illa að ráði sínu á lokasprettinum en hann var í kjörstöðu þegar hann fór á teig á átjándu og síðustu holu mótsins í kvöld.
Hinn fremur reynslulitli Pereira átti þá skelfilegt upphafshögg og endaði á tvöföldum skolla sem færði hann úr efsta sæti mótsins niður í það þriðja og í kjölfarið voru Justin Thomas og Will Zalatoris orðnir jafnir í fyrsta sæti.
Því þurfti að leika þriggja holu umspil og þar hafði Justin Thomas betur og er þetta í annað sinn sem hann vinnur mótið sem er eitt af risamótunum fjórum.
A comeback for the ages @JustinThomas34 overcomes an 8-shot deficit to win his second @PGAChampionship in a playoff. pic.twitter.com/FBF8gEirB9
— PGA TOUR (@PGATOUR) May 22, 2022