Lewis Hamilton sagði frá því þegar hann vann kappakstur með annarri hendi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 11:00 Lewis Hamilton undirbýr sig fyrir spænska kappaksturinn um helgina. AP/Manu Fernandez Formúlukappinn Lewis Hamilton hefur átt magnaðan feril en hann hefur líka þurft að ganga í gegnum ýmsa erfiðleika til að ná svona langt. Eftir fjögurra ára stanslausa sigurgöngu, sjö heimsmeistaratitla og síðan grátlegan endi á síðasta formúlu eitt tímabili þá er Lewis Hamilton í vandræðum með bílinn sinn í ár. Hamilton er aðeins í sjötta sætinu eftir sex keppnir nú 64 stigum á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen sem hefur 110 stig á móti 46 stigum hjá Hamilton. Í öllu þessu mótlæti í ár þá ákvað Hamilton að rifja upp sögu frá upphafi ferilsins þar sem mikill viljastyrkur hjálpaði honum að keppa þegar hann átti ekki að geta það. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Sagan kemur í framhaldi af endurkomu Hamilton í spænska kappakstrinum um síðustu helgi. Þar gekk mikið á hjá breska ökukappanum sem bæði lenti í óhappi sem þýddi að hann datt mjög aftarlega í keppninni og þá var hann líka í vandræðum með vélina. Hann fór síðan úr nítjánda sæti og upp í það fimmta. „Þegar ég var fimmtán ára þá datt ég af hjólinu mínu og meiddi mig á úlnlið. Næsta dag fann ég svo mikið til að ég labbaði sjálfur upp á spítala þar sem læknarnir sögðu mér að ég væri úlnliðsbrotin og þyrfti að fara í gips. Ég var nýbyrjaður í evrópsku Formúlu A keppninni og þetta þýddi að ég gæti ekki keppt,“ skrifaði Lewis Hamilton á Twitter og hélt svo áfram. „Ég var svo óttasleginn um að ég gæti misst McLaren samninginn minn. Ég gerði því það sem ég þurfti. Ég lét fjarlægja gipsið og fékk léttara gips í staðinn. Ég keppti síðan með annarri hendi. Ég vann þessa keppni,“ skrifaði Lewis. „Ég hef vitað það síðan þá að þú getur komist í gegnum allt ef þú ert tilbúinn að berjast fyrir því. Hvort sem það er að keppa meiddur á úlnlið eða að vinna mig upp eins og ég gerði um síðustu helgi. Það sama gildir um þig. Ef þú berst fyrir því sem þú vilt þá nærðu því,“ skrifaði Lewis. Formúla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Eftir fjögurra ára stanslausa sigurgöngu, sjö heimsmeistaratitla og síðan grátlegan endi á síðasta formúlu eitt tímabili þá er Lewis Hamilton í vandræðum með bílinn sinn í ár. Hamilton er aðeins í sjötta sætinu eftir sex keppnir nú 64 stigum á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen sem hefur 110 stig á móti 46 stigum hjá Hamilton. Í öllu þessu mótlæti í ár þá ákvað Hamilton að rifja upp sögu frá upphafi ferilsins þar sem mikill viljastyrkur hjálpaði honum að keppa þegar hann átti ekki að geta það. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Sagan kemur í framhaldi af endurkomu Hamilton í spænska kappakstrinum um síðustu helgi. Þar gekk mikið á hjá breska ökukappanum sem bæði lenti í óhappi sem þýddi að hann datt mjög aftarlega í keppninni og þá var hann líka í vandræðum með vélina. Hann fór síðan úr nítjánda sæti og upp í það fimmta. „Þegar ég var fimmtán ára þá datt ég af hjólinu mínu og meiddi mig á úlnlið. Næsta dag fann ég svo mikið til að ég labbaði sjálfur upp á spítala þar sem læknarnir sögðu mér að ég væri úlnliðsbrotin og þyrfti að fara í gips. Ég var nýbyrjaður í evrópsku Formúlu A keppninni og þetta þýddi að ég gæti ekki keppt,“ skrifaði Lewis Hamilton á Twitter og hélt svo áfram. „Ég var svo óttasleginn um að ég gæti misst McLaren samninginn minn. Ég gerði því það sem ég þurfti. Ég lét fjarlægja gipsið og fékk léttara gips í staðinn. Ég keppti síðan með annarri hendi. Ég vann þessa keppni,“ skrifaði Lewis. „Ég hef vitað það síðan þá að þú getur komist í gegnum allt ef þú ert tilbúinn að berjast fyrir því. Hvort sem það er að keppa meiddur á úlnlið eða að vinna mig upp eins og ég gerði um síðustu helgi. Það sama gildir um þig. Ef þú berst fyrir því sem þú vilt þá nærðu því,“ skrifaði Lewis.
Formúla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti