Bjarni og félagar þurftu að sætta sig við silfur eftir tap í vítakeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2022 19:39 Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde unnu dramatískan sigur í kvöld. Skövde Ystads IF er sænskur meistari í handbolta eftir sigur gegn Bjarna Ófeigi Valdimarssyni og félögum hans í Skövde í kvöld. Lokatölur eftir tvær framlengingar og vítakeppni urðu 47-46. Heimamenn í Ystads leiddu einvígið 2-1 fyrir leik kvöldsins og Bjarni og félagar því með bakið upp við vegg. Heimamenn byrjuðu betur og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins, en gestirnir í Skövde skoruðu næstu þrjú. Eftir það var jafnt á öllum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en heimamenn í Ystads fóru með eins marks forystu inn í hléið, 15-14. Hægt og bítandi bjuggu náðu heimamenn yfirhöndinni í síðari hálfleik og þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka höfðu þeir náð fimm marka forskoti í stöðunni 27-22. Bjarni og félagar gáfust þó ekki upp og unnu sig aftur inn í leikinn. Bjarni jafnaði svo metin fyrir gestina í stöðunni 30-30 þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og við tóku æsispennandi lokamínútur. Liðin skiptust á að skora á lokamínútunum. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma varð jafntefli, 32-32, og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Sömu sögu var að segja um framlenginguna. Liðin héldust í hendur frá upphafi til enda og þegar 70 mínútur voru komnar á klukkuna var enn allt jafnt, 36-36. Önnur framlengingin bauð svo upp á meira af því sama. Liðin skoruðu á víxl og engin leið að knýja fram sigurvegara með venjulegum handbolta. Þegar klukkan sló 80 mínútur var staðan 42-42 og því ekkert annað í stöðunni en að grípa til vítakeppni. Vítakeppnin í sænska boltanum er ekki þessi hefðbundna vítakastkeppni þar sem liðin skiptast á að stilla sér upp á vítalínunni. Markmaðurinn byrjar með boltann og gefur á liðsfélaga sinn sem fer einn á móti markmanni eins og um hraðaupphlaup sé að ræða. Viktor Hallén sem skoraði 14 mörk í leiknum klikkaði á fyrsta víti Skövde, en heimamenn í Ystads skoruðu úr öllum fimm vítum sínum og tryggðu sér þar með sænska meistaratitilinn á dramatískan hátt. Það var Julius Lindskog Andersson sem skoraði sigurmarkið og eins og sjá má á myndbandi frá handboltaspekúlantinum Rasmus Boysen hér fyrir neðan ætlaði allt um koll að keyra þegar titillinn var í höfn. Ystads IF are Swedish champions for the first time in 30 years after an insane 4th final decided after shoot-out.#handball pic.twitter.com/E3SvpPrgzW— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 27, 2022 Sænski handboltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira
Heimamenn í Ystads leiddu einvígið 2-1 fyrir leik kvöldsins og Bjarni og félagar því með bakið upp við vegg. Heimamenn byrjuðu betur og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins, en gestirnir í Skövde skoruðu næstu þrjú. Eftir það var jafnt á öllum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en heimamenn í Ystads fóru með eins marks forystu inn í hléið, 15-14. Hægt og bítandi bjuggu náðu heimamenn yfirhöndinni í síðari hálfleik og þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka höfðu þeir náð fimm marka forskoti í stöðunni 27-22. Bjarni og félagar gáfust þó ekki upp og unnu sig aftur inn í leikinn. Bjarni jafnaði svo metin fyrir gestina í stöðunni 30-30 þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og við tóku æsispennandi lokamínútur. Liðin skiptust á að skora á lokamínútunum. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma varð jafntefli, 32-32, og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Sömu sögu var að segja um framlenginguna. Liðin héldust í hendur frá upphafi til enda og þegar 70 mínútur voru komnar á klukkuna var enn allt jafnt, 36-36. Önnur framlengingin bauð svo upp á meira af því sama. Liðin skoruðu á víxl og engin leið að knýja fram sigurvegara með venjulegum handbolta. Þegar klukkan sló 80 mínútur var staðan 42-42 og því ekkert annað í stöðunni en að grípa til vítakeppni. Vítakeppnin í sænska boltanum er ekki þessi hefðbundna vítakastkeppni þar sem liðin skiptast á að stilla sér upp á vítalínunni. Markmaðurinn byrjar með boltann og gefur á liðsfélaga sinn sem fer einn á móti markmanni eins og um hraðaupphlaup sé að ræða. Viktor Hallén sem skoraði 14 mörk í leiknum klikkaði á fyrsta víti Skövde, en heimamenn í Ystads skoruðu úr öllum fimm vítum sínum og tryggðu sér þar með sænska meistaratitilinn á dramatískan hátt. Það var Julius Lindskog Andersson sem skoraði sigurmarkið og eins og sjá má á myndbandi frá handboltaspekúlantinum Rasmus Boysen hér fyrir neðan ætlaði allt um koll að keyra þegar titillinn var í höfn. Ystads IF are Swedish champions for the first time in 30 years after an insane 4th final decided after shoot-out.#handball pic.twitter.com/E3SvpPrgzW— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 27, 2022
Sænski handboltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira