Stórfenglegur Butler tryggði Miami oddaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2022 10:00 Leikmenn Boston Celtics áttu ekki roð í Jimmy Butler í kvöld. Maddie Meyer/Getty Images Jimmy Butler steig heldur betur upp í nótt er Miami Heat tryggði sér oddaleik gegn Boston Celtics í úrslitaleik Austurdeildarinnar í NBA. Lokatölur 111-103 Miami í vil þar sem Butler skoraði 47 stig í leiknum. Leikur næturinnar fór fram í Boston og ljóst að með sigri myndu Celtics tryggja sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2010. Miami þurfti hins vegar á sigri til að halda draumum sínum um annað úrslitaeinvígi á aðeins þremur árum. „Úrslitakeppnis-Jimmy“ var eins og stigafjöldi hans gefur til kynna óstöðvandi í nótt. Hann hóf leikinn af miklum krafti og var snemma ljóst að leikmenn Miami ætluðu sér alls ekki í sumarfrí strax. Butler skoraði 14 stig strax í fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 29-22 Miami í vil. Jimmy Butler came out in the 1st quarter! pic.twitter.com/9e9BNdoXQH— NBA TV (@NBATV) May 28, 2022 Heimamenn voru ekki á því að láta rúlla yfir sig í TD-Garðinum og mættu sprækir til leiks í öðrum leikhluta. Jayson Tatum fór fyrir sínum mönnum sem minnkuðu muninn fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan þá 46-48. Aftur byrjuðu gestirnir sterkt og undir lok þriðja leikhluta var munurinn kominn upp í tíu stig. Þar með var leikurinn þó hvergi nærri búinn en Celtics hrukku í gírinn og Al Horford jafnaði metin með þriggja stiga skoti þegar tæplega mínútur lifðu leiks, staðan 91-91. Í kjölfarið náði Boston svo þriggja stiga forystu og heimamenn farnir að finna lyktina af úrslita einvíginu við Golden State Warriors. Kyle Lowry og Butler svöruðu strax fyrir gestina sem tóku forystuna enn á ný. Butler gerði svo út um leikinn þegar 45 sekúndur voru til leiksloka. Hann greip boltann eftir innkast, sneri á punktinum og smellti niður þriggja stiga skoti sem gerði endanlega út um vonir Boston. Defense.Hustle.Heart.@MiamiHEAT effort level in Game 6 road win: pic.twitter.com/QizRqE90mV— NBA (@NBA) May 28, 2022 Lokatölur 103-111 og einvígið ræðst í Miami á mánudaginn kemur. Jimmy Butler var eins og áður sagði óstöðvandi, hann skoraði 47 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka 9 fráköst. Þar á eftir kom Kyle Lowry með 18 stig og 10 stoðsendingar. Jimmy Butler has scored 40+ points 4 times this postseason, including a Playoff career-high 47 tonight! pic.twitter.com/i3mPO3DCmR— NBA (@NBA) May 28, 2022 Hjá Boston skoraði Tatum 30 stig og tók 9 fráköst. Þar á eftir kom Derrick White með 22 stig og Jaylen Brown með 20 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Leikur næturinnar fór fram í Boston og ljóst að með sigri myndu Celtics tryggja sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2010. Miami þurfti hins vegar á sigri til að halda draumum sínum um annað úrslitaeinvígi á aðeins þremur árum. „Úrslitakeppnis-Jimmy“ var eins og stigafjöldi hans gefur til kynna óstöðvandi í nótt. Hann hóf leikinn af miklum krafti og var snemma ljóst að leikmenn Miami ætluðu sér alls ekki í sumarfrí strax. Butler skoraði 14 stig strax í fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 29-22 Miami í vil. Jimmy Butler came out in the 1st quarter! pic.twitter.com/9e9BNdoXQH— NBA TV (@NBATV) May 28, 2022 Heimamenn voru ekki á því að láta rúlla yfir sig í TD-Garðinum og mættu sprækir til leiks í öðrum leikhluta. Jayson Tatum fór fyrir sínum mönnum sem minnkuðu muninn fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan þá 46-48. Aftur byrjuðu gestirnir sterkt og undir lok þriðja leikhluta var munurinn kominn upp í tíu stig. Þar með var leikurinn þó hvergi nærri búinn en Celtics hrukku í gírinn og Al Horford jafnaði metin með þriggja stiga skoti þegar tæplega mínútur lifðu leiks, staðan 91-91. Í kjölfarið náði Boston svo þriggja stiga forystu og heimamenn farnir að finna lyktina af úrslita einvíginu við Golden State Warriors. Kyle Lowry og Butler svöruðu strax fyrir gestina sem tóku forystuna enn á ný. Butler gerði svo út um leikinn þegar 45 sekúndur voru til leiksloka. Hann greip boltann eftir innkast, sneri á punktinum og smellti niður þriggja stiga skoti sem gerði endanlega út um vonir Boston. Defense.Hustle.Heart.@MiamiHEAT effort level in Game 6 road win: pic.twitter.com/QizRqE90mV— NBA (@NBA) May 28, 2022 Lokatölur 103-111 og einvígið ræðst í Miami á mánudaginn kemur. Jimmy Butler var eins og áður sagði óstöðvandi, hann skoraði 47 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka 9 fráköst. Þar á eftir kom Kyle Lowry með 18 stig og 10 stoðsendingar. Jimmy Butler has scored 40+ points 4 times this postseason, including a Playoff career-high 47 tonight! pic.twitter.com/i3mPO3DCmR— NBA (@NBA) May 28, 2022 Hjá Boston skoraði Tatum 30 stig og tók 9 fráköst. Þar á eftir kom Derrick White með 22 stig og Jaylen Brown með 20 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira